Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 89

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
09.03.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Fundaragerð ritaði Rúnar Guðmundsson.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir hafa lagt fram fyrirspurn, um hvort leyfi fáist til að hækka tilvoanandi mannviki á lóð úr 6,5m á hæð í 7,0m hæð. Fyrirspurn er tilkomin vegna uppbyggingar á þaki.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 9.2.2022 að breyttir uppdrættir skyldu grenndarkynntir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning hefur farið fram og var tillagan kynnt fyrir eigendum fasteigna við Heiðarveg 2,3,4 og Kirkjuveg 8,8a,8b,10,12,14,16. Gefinn var frestur til 9.3.2022 til að koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir og vísar erindinu áfram til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
2. 2202028 - Umsókn um stækkun á lóð - Álftarimi 4
Haukur Harðarson íbúi við Álftarima 4, á Selfossi, lagði fram í tölvupósti dags. 1.2.2022, með skýringarmyndum, ósk um að fá leyfi til að stækka lóðina til suðurs um ca 6-7 metra.
Skipulags- og byggingarnefnd bókaði á fundi sínum 9.2.2022 að leita skyldi eftir áliti mannvirkja- og umhverfissviðs á umsókn um stækkun lóðar.
Fyrir liggur umsögn sviðsstjóra mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Þar kemur fram, að ekki sé lagst gegn stækkun lóðar til suðurs en þá aðeins sem nemi helmings græns svæðis sem þar er fyrir. Stækkun verði þá um 5 metra frá núverandi lóðarmörkum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs um stækkun til suðurs um 5m. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteigna Álftarima 6, 8, 10, 12 og 14.
3. 2202337 - Fyrirspurn um fjölgun fasteigna - Fagurgerði 5
Jón Hrafn Hlöðversson hjá mansard teiknistofu ehf, leggur fram fyrirspurn , um hvort leyfi fáist til að byggja tveggja hæða tvíbýlishús á lóðinni Fagurgerði 5 á Selfossi, og er óskað eftir að nýtt hús/ný lóð fái heitið Fagurgerði 7, með aðkomu frá Grænuvöllum. Lóðin Fagurgerði 5 er skráð 1128m2 og heimilt að byggja allt að 500m2 á lóðinni og er nýtingarhlutfall tilgreind 0,45 samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 30.4.2020. Núverandi hús á lóðinni er tveggja hæða íbúðarhús auk bílskúrs og er fermetrafjöldi þessa samtals um 270m2.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda.
4. 2202087 - Rófnagarður- Stofnun landspildna
Arnar Jónsson f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar leggur fram beiðni um að stofnaðar verði þrjár landspildur úr landinu Flóagafl L165859. Um er að ræða spildur sem fá heitið Rófnagarður 2A, verður 53.793m2 að stærð, Rófnagarður 2B, verður 53.793m2 að stærð og Rófnagarður 2C, verður 53.794m2 að stærð. Aðkoma að lóðunum verður um Eyrarbakkavegi(34), um Sólvangsveg (3073), og um heimreið að Hallskoti.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið, og gerir engar athugasemdir við stofnun lóða né heiti þeirra.
5. 2203067 - Eyði-Mörk 3 Dælustöð - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Andri Martin Sigurðsson leggur fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, vegna byggingar dælustöðvar á lóðinni Eyði-Mörk 2 L233228, sem er 1750m2 lóð , staðsett sunnan við ný skipulagt svæði iðnaðar-,athafnasvæðis og verslunar- og þjónustusvæðis Víkurheiðar á Selfossi. Framlagðir aðaluppdrættir unnir af EFLU, og stærð bygginginar um 108m2 að grunnfleti.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir engar athugasemdir við umsókn um byggingaráform og byggingarleyfisumsókn og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa. Nendin telur rétt að leitað verði eftir umsögn mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar, Selfossveitna. Einnig Minjastofnunar, Heilbrigðiseftirliti Suðulands og Vegagerðarinnar.
6. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Mál áður á dagskrá skipulagas- og byggingarnefndar 15.12.2021:
Batteríið Arkitektar leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka og Austurvegar 65, Árborg. Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008. Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa- og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi, bæði að vestan og austan. Svæðið er að mestu flatlent en hallar lítillega til norðurs í átt að Ölfusá. Víðsýnt er frá svæðinu yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 24 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð með tveimur megin aðkomuleiðum inn á svæðið. Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum. Í breyttu skipulagi er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að um 25% íbúðanna verða í sérbýli, og um 75% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum.


Skipulags- og byggingarnefnd samþykktu tillöguna til auglýsingar á fundi sínum 15.12.2021, en nú hafa orðið smávægilegar áherslubreytingar sem verið er að vinna í og leggur nefndin til að málinu verði frestað á meðan sú vinna stendur yfir.
7. 2203068 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði 10-16
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi í Víkurheiði. Svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði og blönduð landnotkun. Tillaga að óverulegri breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslag nr. 123/2010, tekur til lóðanna nr 10,12,14 og 16 og fellst í að nýtingarhlutfall lóða breytist og fer úr 0,25 i 0,30, auk þess sem bygingarreitir lengjast líttillega.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda. Nefndin leggir til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan verði samþykkt í samræmi við ofangreint.
8. 2203080 - Búðarstigur 23 Eyrarbakka - Fyrirspurn um breytta notkun
Eigendur Búðarstígs 23 á Eyrarbakka, leggja fram uppdrætti vegna fyrirspurnar um byggingarleyfi fyrir stækkun húss, breyttri notkun og breyttri innri skipan húss.Stækkun húss yrði um 365m2 og nýtingarhlutfall á lóð verður 0.24.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í fyrirspurnina, en telur að vinna þurfi tillöguna ítarlegar, með tilliti til aðkomu, bílastæða og fleiri þátta.
Fundargerð
9. 2202018F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 86
9.1. 2202203 - Hléskógar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd Hilmars Þ. Sturlusonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 280,5m2 og 1073,0m3
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. og 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.2. 2202241 - Austurvegur 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Þór Þorvaldsson hönnunarstjóri fyrir hönd Sigurðar Þórs Sigurðssonar sækir um leyfi til að setja upp 10 m2 sólskála/svalalokun við íbúð 0401.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og samræmist deiliskipulagi.
Fyrir liggur samþykki stjórnar húsfélags, uppdrættir og skráningartafla.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um samþykkt aðalfundar húsfélags.
Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.3. 2202263 - Norðurbraut 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Þ. Ingólfsson fyrir hönd Óskars Inga Gíslasonar sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 191,9m2 og 766,9m3
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.4. 2202204 - Sigtún 5 (Tryggvagata 10-12) - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásgeir Ásgeirsson hönnunarstjóri fyrir hönd JÁVERK ehf sækir um leyfi til að byggja 78 íbúða fjölbýlishús. Helstu stærðir eru; 9.988,8m2 og 31.672,9m3
Málið var áður á fundi 85.
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 2 og áformin samræmast deiliskipulagi.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir,leiðréttir og undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.5. 2202313 - Breiðamýri 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnunarstjóri fyrir hönd G.G. Tré ehf, sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 1.918,4m2 og 9.098,6m3
Mannvirkið fellur undir umfangsflokk 1.
Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi gögn liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
9.6. 2202220 - Sólvellir 6 - Beiðni um umsögn vegna starfsleyfisumóknar - Leikskólinn Álfheimar
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leikskólann Álfheima.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin er í samræmi við deiliskipulag og samþykkta notkun húsnæðisins.
Bygginagrfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.


Niðurstaða þessa fundar
9.7. 2202307 - Hásteinsvegur 2 - Beiðni um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar IS ehf að Hásteinsvegi 2, Stokkseyri.
Notkun er í samræmi við deiliskipulag.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
9.8. 2202221 - Brúarstræti 2 Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Flatey Pizza
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Flatey Pizza Brúarstræti 2.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir upplýsingum hvort að umrædd starfsemi sé í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar um atvinnuhúsnæði og hafi hlotið samþykki byggingarnefndar fyrir starfseminni.

Afgreiðslu frestað.


Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica