Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 50

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
13.01.2026 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson nefndarmaður, S-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Ólafsson deildarstjóri, Hákon Garðar Þorvaldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Ægir Birgisson, formaður eigna- og veitunefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2402245 - Norðurhólar 3 - Jötunheimar viðbygging
Farið yfir kostnaðaráætlun vegna viðbyggingar á leikskólanum Jötumheimum.
Nefndin felur sviðsstjóra að bjóða út framkvæmdina í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

Lagt er til að verklokum framkvæmda við viðbyggingu leikskólans Jötunheima verði flýtt og miðist þau við 15.07.2027 í stað 15.07.2028, eins og áður var áætlað. Er það gert til að koma til móts við þá fjölgun barna sem þurfa á leikskólaplássi að halda.

Þessi breyting hefur áhrif á fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins þar sem tilfærsla verður á útgjöldum milli ára. Af þeim sökum er nauðsynlegt að endurskoða fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins til að koma til móts við breyttar forsendur verkloka og tryggja að fjármögnun verkefnisins samræmist uppfærðri tímaáætlun framkvæmda.
Erindi til kynningar
2. 2402245 - Norðurhólar 3 - Jötunheimar viðbygging
Lagt fram til kynningar niðurstaða útboðs - Jötunheimar viðbygging - jarðvinna.
Lagt fram til kynningar.
EogV_jötunheimar útboð jarðvinna_151225.pdf
3. 2511177 - Tillaga frá UNGSÁ - leikvellir í Árborg
Tillaga frá UNGSÁ um endurbætur o.fl. vegna leikvalla í Árborg. Erindinu var vísað til umræðu í nefndinni af bæjarstjórn n.t.t 65.fundi þann 19.11.2025.


Nefndin þakkar ungmennaráði fyrir tillöguna og leggur til að farið verði í endurskoðun á leikvöllum sveitarfélagsins með það að markmiði að bæta aðstöðu og fjölbreytni. Lagt er til að farið verði eftir þeirri forgangsröðun sem ungmennaráð leggur til, ásamt því að ungmennaráð komi að vinnunni við val á leiktækjum.
4. 2406376 - Staða orkuöflunar
Farið yfir stöðu orkuöflunar.
Veitustjóri fór yfir stöðu orkuöflunar í sveitarfélaginu.
5. 2503182 - Vatnstaka úr Alviðra
Farið yfir stöðuna á verkefninu
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica