Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 56

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
06.01.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra,
Starfsmenn
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Sigurður Andrés Þorvarðarson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Fulltrúi á bygginga- og skipulagsdeild


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2012148 - Túngata 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Aðal byggingarstjórinn ehf sækir um byggingaráform / byggingarleyfi fyrir parhúsi byggt úr timbri.

Helstu stærðir 246,6m² 1112,4m³

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að hæðarkóta verði bætt við og snið lagfærð.
2. 2012091 - Norðurleið 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
NOR15 sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúsi á Norðurleið 15. Tvö iðnaðarbil sem verða notuð undir léttan iðnað.
Helstu stærðir 494,4m² 2952,5m³

Framkvæmd samræmist ekki ákvæðum í gr.5.3 og 5.5. greinargerð deiliskipulags.
Erindinu hafnað
3. 2010292 - Gagnheiði 23 - Umsókn um breytingu á útliti
Agnar Pétursson sækir um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði að innan og bæta við útkeyrsluhurð.
Minniháttar framkvæmd sem er tilkynningarskyld samanber gr. 2.3.5. í byggingareglugerð. Ekki eru gerðar athugasemdir við byggingaáform.
4. 2011215 - Hásteinsvegur Sæhvoll - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Valdimar Erlingsson sækir um byggingaráform / byggingarleyfi fyrir bílskúr við íbúðarhús.
Helstu stærðir 60m² 1112,4m³

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að byggingarlýsing verði uppfærð samanber gr.4.3.9. í byggingarreglugerð.

5. 1905434 - Austurvegur 39 - Umsókn um byggingarleyfi, svalalokun
Málið var áður á dagskrá á 21. fundi.
Kristinn Ragnarsson hönnunarstjóri f.h. húsfélagsins sækir um leyfi til að koma fyrir svalalokunum á 8 íbúðir á 2. og 3. hæð hússins. Fyrir liggja uppdrættir KRark og bréf eigenda þar sem staðfest er að á húsfundi 26. september 2018 hafi framkvæmdin verið samþykkt.

Samþykkt er að byggingarleyfi verði veitt.
6. 2101027 - Byggingarleyfisumsókn - Larsenstræti 4
Frekari gögn vantar, byggingarfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda.
Afgreiðslu frestað.
7. 2001065 - Tryggvagata 32 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um starfsleyfi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna starfsleyfis við Tryggvagötu 32.
Áður á fundi 13.01.2020.

Byggingarfulltrúi leggst gegn útgáfu starfsleyfis þar sem starfsemin samræmist ekki skipulagi, samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn eru ófullnægjandi.
8. 2012180 - Byggðarhorn 32 - Umsókn um stöðuleyfi
Ottó Sturluson sækir um stöðuleyfi vegna gáma sem hann ætlar sér að nota tímabundið sem skjól fyrir hross á hesthúsgrunni.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi frá 01.01.2021 til 01.06.2021
9. 2012182 - Austurvegur 23 - Umsókn um stöðuleyfi vegna flugeldasölu
Hjálparsveitin Tintron sækir eftir stöðuleyfi fyrir 2 gáma vegna flugeldasölu.
Byggingarfulltrúi tilkynnir fundi að hann hefur gefið út stöðuleyfi fyrir hjálparsveitina frá 23.12.2020 - 08.01.2021
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica