Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 63

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
10.03.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, Fulltrúi
Anton Kári var á fjarfundi í gegnum teams


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2102405 - Nafnabreyting - Byggðarhorn 26
Óskað er eftir að kalla Byggðarhorn 26 Lækjarhorn.
Skipulags og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við breytt staðfang Byggðarhorn 26 í Lækjarhorn.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
2. 2009543 - Fagridalur - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Óskað er eftir endurskoðun á höfnun frá 23. september sl. Íbúðarhús þetta sem þegar hefur verið byggt er nýtt af starfsmönnum og ábúendum jarðarinnar í beinum tengslum við búskap þann sem stundaður er..

Fallist skipulagsnefnd ekki á það er óskað eftir því að landnotkun verði breytt við endurskoðun aðalskipulagsins sem nú fer fram samkvæmt bréfi skipulagsfulltrúa. Sambærilegir landskikar í nágrenninu eru skilgreindir sem íbúðasvæði.

Erindinu er vísað til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

Vísað í nefnd.
Vísað í nefnd
3. 2102294 - Stíghústún Stokkseyri - beiðni um að fá landið leigt eða keypt
Á fundi bæjarráðs 25. febrúar sl. var tekin fyrir beiðni um að fá landið Stíghústún á Stokkseyri leigt eða keypt.
Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið í ljósi byggingaáforma sem þar er lýst. Sérstaklega verði tekin afstaða til þess hvort áformin samræmist skipulagi svæðisins og þróun byggðar.

Umrætt svæði er skilgreint sem frístundahúsasvæði í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030. Ekkert deiliskipulag fyrir frístundabyggð hefur verið unnið á svæðinu. Komi til þess að deiliskipulag verði unnið mun sveitarfélagið auglýsa þær lóðir lausar til úthlutunar. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að beiðni um kaup á landi verði hafnað.

Erindinu hafnað.
Hafnað
4. 18051364 - Fyrirspurn til byggingarnefndar - Túngata 6
Fyrirspurn sem sýnir afstöðu bifreiðageymslu við Túngötu 6 Eyrarbakka með stækkun hennar um 26 m2.
Óskað er eftir afstöðu til tillögu - hvort leyfi fáist að byggja skv. meðf. tillögu - og þá með hvaða skilyrðum.




Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Túngötu 4 og Túngötu 12

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
5. 2102299 - Eyrargata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi var vísað til skipulagsnefndar. Matthías Jóhannsson sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr gleri.
Helstu stærðir 16m²

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Háeyrarveg 1 og eigendum að Eyrargötu 32. Óskað er eftir umsögn frá Hverfaráði Eyrarbakka.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
6. 2008081 - Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi vísað til skipulagsnefndar.
Sigurður Þorvaldsson sækir um leyfi til að byggja geymslu og bílskúr.
Áður á afgreiðslufundi 59, hafnað vegna grein 5.3 og 5.5 í greinargerð deiliskipulags.
Helstu stærðir 250m² 1309m³

Skipulags og byggingarnefnd óskar eftir greinargerð umsækjanda um heildar byggingaráform á lóðinni með tilliti til markmiða deiliskipulagsins.

Afgreiðslu frestað.
Frestað
7. 2012091 - Norðurleið 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindi vísað til skipulagsnefndar.
NOR15 ehf. sækir um leyfi til að byggja stálgrindarhús. Tvö iðnaðarbil verða notuð undir léttan iðnað.
Áður á afgreiðslufundi 56, hafnað vegna grein 5.3 og 5.5 í greinargerð deiliskipulags.
Helstu stærðir 494,4m² 2952,5m³

Skipulags og byggingarnefnd óskar eftir greinargerð umsækjanda um heildar byggingaráform á lóðinni með tilliti til markmiða deiliskipulagsins.

Afgreiðslu frestað.
Frestað
8. 2101383 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Byggingaráform voru samþykkt á fundi 58. með fyrirvara um samþykkt skipulagsnefndar á lóðaruppdrætti sbr. ákvæði deiliskipulags.
Lóðaruppdrætti og staðsetningu smáhýsis er vísað til skipulagsnefndar.

Óskað er eftir umsögn frá framkvæmda og umhverfissviði með tilliti til rökstuðningi hönnuða varðandi smáhýsi. Einnig er óskað eftir sérstökum lóðaruppdrátti í samræmi við ákvæði deiluskipulags.

Afgreiðslu frestað.
Frestað
9. 2009506 - Grenndarkynning vegna Smáratún 1
Lagðar fram þrívíddar teikningar af sænska húsinu, sem vilyrðishafar lóðarinnar að Smáratúni 1 hafa í huga að annað hvort flytja á lóðina eða byggja frá grunn samkonar hús.
Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 13. janúar 2021 og samþykkt með þremur atkvæðum. Á fundi bæjarstjórnar þann 20. janúar 2021 var eftirfarandi bókað: Forseti leggur til að afgreiðslu á deiliskipulagstillögu fyrir Smáratún 1 á Selfossi verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Vilyrðishafa lóðarinnar ber í millitíðinni að leggja fram til skipulags- og byggingarnefndar teikningar af sænska húsinu eins og það mun koma til með að líta út á lóðinni í þrvídd til að hægt sé að átta sig á götumynd og útliti eftir þessar breytingar. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Nú hafa umbeðin gögn borist til skipulags- og byggingarnefndar. Breytingar í kjölfar athugasemda hafa verið gerðar á tillögunni og tekið skýrt fram að umrædd tillaga taki einungis til flutnings eða nákvæmrar endurbyggingar á sænska húsinu á lóðinni Smáratún 1. Skipulagsfulltrúa falið að senda þeim sem gerðu athugasemdir við tillöguna áður gerða umsögn um athugasemdir dags. 19. janúar 2021 ásamt uppfærðri tillögu og þrívíddarmyndum.

Lagt fram til kynningar.
Vísað í nefnd
10. 2012106 - Nýibær lóð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Sigurður Gauti Hauksson sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu úr timbri með einhalla þaki. Helstu stærðir 180m² 761m³

Málinu frestað, skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda varðandi fyrirhugaða notkun húsnæðisins og skipulagsskilmála svæðisins.

Frestað.
Frestað
11. 2103049 - Lóðarumsókn
Sótt um lóðina Dvergasteinar 2 og 2a á Stokkseyri.
Umsókn ekki fullnægjandi.
Lagt er til að lóðirnar verða auglýstar.

Hafnað.
Hafnað
12. 2103096 - Framkvæmdarleyfi - Suðurbraut 3
Sótt framkvæmdarleyfi til að hækka upp lóðina Suðrubraut 3 Tjarnarbyggð
Óskað er eftir frekari gögnum þar á meðal landmótunaruppdrætti.
Erindinu vísað til umsagnar hjá hverfaráð Sandvíkurhrepps þegar umbeðin gögn liggja fyrir.

Frestað
Frestað
13. 2103094 - Óveruleg breyting á deiliskipulagi - Göngustígur
Óveruleg breyting á göngustíg.
Tillagan fjallar um óverulega deiliskipulagsbreytingu á 4. áfanga Fosslands á Selfossi. Íbúðahverfið er í dag fullbyggt en um er að ræða smávægilega tilfærslu á göngustíg sem fer í gegnum opið grænt svæði sem kallast Flóðhólsflóð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði með breytinguna í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði hún grenndarkynnt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir eigendum eftirfarandi fasteigna: Kjarrmói 8,9,11 og 13, Starmói 16 og 17.

Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Fundargerð
14. 2102021F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 60
14.1. 2102355 - Bjarmaland 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhúsi uppbyggt úr timbri.

Helstu stærðir
283m² 1.149m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að á teikningum af ásýnd sperra verði sýnt fram á að brunahólfun byggingarhluta samræmist reglugerð.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.2. 2102374 - Bjarmaland 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir 4 íbúða raðhúsi að Bjarmalandi 2-8.
Uppbyggt með timbri.

Helstu stærðir
457m² 1.855m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum og byggingarfulltrúa.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.3. 2102362 - Bjarmaland 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhúsi uppbyggt úr timbri.

Helstu stærðir
283m² 1.149m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að á teikningum af ásýnd sperra verði sýnt fram á að brunahólfun byggingarhluta samræmist reglugerð.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.4. 2102361 - Bjarmaland 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhúsi uppbyggt úr timbri.

Helstu stærðir
283m² 1.149m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að á teikningum af ásýnd sperra verði sýnt fram á að brunahólfun byggingarhluta samræmist reglugerð.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.5. 2102373 - Bjarmaland 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir raðhúsi uppbyggt úr timbri.

Helstu stærðir
457m² 1.855m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að á teikningum af ásýnd sperra verði sýnt fram á að brunahólfun byggingarhluta samræmist reglugerð.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.6. 2102360 - Bjarmaland 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir parhúsi uppbyggt úr timbri
Helstu stærðir
283m² 1.149m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að á teikningum af ásýnd sperra verði sýnt fram á að brunahólfun byggingarhluta samræmist reglugerð.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.7. 2102372 - Bjarmaland 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigri sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir raðhúsi uppbyggt úr timbri.

Helstu stærðir
457m² 1.855m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um að á teikningum af ásýnd sperra verði sýnt fram á að brunahólfun byggingarhluta samræmist reglugerð.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.8. 2102299 - Eyrargata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Matthías Jóhannsson sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr gleri.
Helstu stærðir 16m²
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
14.9. 2102385 - Strokkhólsvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fjóla Signý Hannesdóttir sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús úr timbri.

Helstu stærðir
294m² 1.072m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá byggingarfulltrúa.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.10. 2012091 - Norðurleið 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
NOR15 ehf. sækir um leyfi til að byggja stálgrindarhús. Tvö iðnaðarbil verða notuð undir léttan iðnað.
Áður á afgreiðslufundi 56, hafnað vegna grein 5.3 og 5.5 í greinargerð deiliskipulags.

Helstu stærðir 494,4m² 2952,5m³
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
14.11. 2008081 - Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þorvaldsson sækir um leyfi til að byggja geymslu og bílskúr.
Áður á afgreiðslufundi 59, hafnað vegna grein 5.3 og 5.5 í greinargerð deiliskipulags.

Helstu stærðir 250m² 1309m³
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
14.12. 2102420 - Austurvegur 69a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Árfoss ehf. sækir um leyfi til að byggja verslunar- og þjónustuhús.

Helstu stærðir 1.330m² 9.389,8m³
Frekari gögn vantar, byggingarfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
14.13. 2102426 - Byggðarhorn Búgarður 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Örn Sigurðsson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á skemmu.

Helstu stærðir
203m² 1.117,8m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.14. 2102434 - Byggðarhorn Búgarður 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Örn Sigurðsson sækir um byggingaráform og byggingarleyfi á íbúðarhúsi.

Helstu stærðir
63,9m² 220,9m³
Framkvæmd samræmist ekki ákvæðum gr.11 í byggingarskilmálum í deiluskipulagi.
Erindinu hafnað

Niðurstaða þessa fundar
14.15. 2012106 - Nýibær lóð 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Gauti Hauksson sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu úr timbri með einhalla þaki.

Helstu stærðir 180m² 761m³
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
14.16. 2102462 - Móstekkur 11-13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Icelandic all kind of bus ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús úr timbri á einni hæð með bílskúr.

Helstu stærðir 361,8² 1.580,4m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
14.17. 2101383 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
A-hús sækir um byggingaráform á geymslu.
Málið áður á fundi 58.
Byggingaráform voru samþykkt á fundi 58. með fyrirvara um samþykkt skipulagsnefndar á lóðaruppdrætti sbr. ákvæði deiliskipulags.
Lóðaruppdrætti og staðsetningu smáhýsis er vísað til skipulagsnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
14.18. 2102273 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 1
Pétur Daði Heimisson tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.19. 2102269 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 3
Einar Magnússon tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.20. 2102266 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 5
AR Prójekt ehf. tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.21. 2102262 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 7
Hólmfríður S. Gylfadóttir tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.22. 2102261 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 9
Þórhildur Kristjánsdóttir tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.23. 2102268 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 11
Davíð Valsson tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.24. 2102250 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi - Gráhella 13
Guðmundur Búason tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.25. 2102267 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 15
Kjartan Tryggvason tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingaleyfi.
Samþykkt með fyrirvara um jákvæða umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði.

Niðurstaða þessa fundar
14.26. 2102304 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir sólbaðsstofu Tryggvagötu 32
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir sólbaðsstofu að Tryggvagötu 32 Selfossi.
Byggingarfulltrúi leggst gegn útgáfu starfsleyfis þar sem starfsemin samræmist ekki skipulagi, samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn eru ófullnægjandi.

Niðurstaða þessa fundar
14.27. 2102296 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir gistingu að Kumbaravogi 5
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistingu að Kumbaravogi 5 Stokkseyri.
Erindinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
14.28. 2102341 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Vinaminni Vallholti 19
Heilbrigðiseftirlit Suðulands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Vinaminni, dagdvöl heilabilaðra, að Vallholti 19
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica