Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 144

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
01.10.2025 og hófst hann kl. 07:30
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista boðaði forföll og Axel Sigurðsson, Á-lista kom inn á fundinn í hennar stað.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2509416 - Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - þjónusta í formi félagslegs stuðnings vegna heilabilunar
Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista, dags. 28. september:

Undirrituð leggur til að Svf. Árborg bjóði upp á þjónustu í formi félagslegs stuðnings vegna heilabilunar.

Rökstuðningur tillögu:

Fólk með heilabilunarsjúkdóma og fjölskyldur þeirra þurfa oftar en ekki á auknum stuðningi að halda til að mæta ýmsum áskorunum í daglegu lífi. Félagslegur stuðningur vegna heilabilunar getur létt álagi af heimilum fólks með heilabilunarsjúkdóm og bætt lífsgæði þess og aðstandenda. Um er að ræða einstaklingsbundinn stuðning að jafnaði einu sinni til tvisvar í viku fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóm og fjölskyldur þeirra, þar sem aðstæður eru með þeim hætti að viðkomandi getur búið heima þrátt fyrir sjúkdóminn.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.

Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á fjölskyldusviði sem mun leggja fram minnisblað fyrir bæjarráð.
Samþykkt
Tillaga frá bæjarfulltrúa S-lista - þjónusta í formi félagslegs stuðnings vegna heilabilunar.pdf
2. 2509432 - Endurnýjun á tölvum vegna uppfærslu á Windows 10
Microsoft hefur tilkynnt að öryggisuppfærslum á Windows 10 ljúki í október 2025 og er því lagt til við bæjarráð að farið verði í endurnýjun á þeim tölvum sem eru með Windows 10 stýrikerfið og hafa ekki möguleika á að uppfærast í Windows 11. Um er að ræða tölvur á flestum stofnunum sveitarfélagsins, bæði borðtölvur, fartölvur og nemendatölvur, sbr. meðfylgjandi minnisblað. Ekki er gert ráð fyrir þessari endurnýjun í fjárhagsáætlun og því óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki að fjárhæð kr. 17.500.000- vegna endurnýjunar á tölvum sem er ekki mögulegt að uppfæra úr stýrikerfi Windows 10. Ákvörðunin er tekin með rekstaröryggi tölvukerfis sveitarfélagsins í huga. Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að viðaukanum og leggja fyrir bæjarráð.
Samþykkt
3. 2509363 - Samráðsgátt - breyting á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
Erindi frá Innviðaráðuneytinu, dags. 22. september, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. S-180/2025. Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Umsagnarfrestur er til og með 13. október nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
Samþykkt
Endurskoðun á fjármálakafla sveitarstjórnarlaga.pdf
Fjölkjarna_sveitarfélög-RHA_juni_2025 (003).pdf
Frumvarp - kynning.pdf
Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 1382011.pdf
frumvarpsdrög sveitarstjórnarlög.pdf
Vinnustofur um samvinnu sveitarfélaga_samantekt.pdf
Yfirlitsskjal.pdf
4. 2509405 - Umsögn - frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála - 105. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 25. september, þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamál (stefnumörkun), 105. mál. Umsagnarfrestur er til og með 9. október nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á stjórnsýslu- og fjármálasviði og mannvirkja- og umhverfissviði.
Samþykkt
Tölvupóstur - Til umsagnar 105. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgangna og byggðamála 105. mál.pdf
5. 2509409 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 26. september, þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál. Umsagnarfrestur er til og með 10. október nk.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Til umsagnar 85.mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis.pdf
Tillaga til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040, 85. mál.pdf
6. 2509326 - Ályktun - landbúnaður með nýskógrækt í aðalskipulagi
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, dags. 22. september, þar sem sveitarfélög eru hvött til að setja fram með skýrum hætti í aðalskipulagi hvar megi stunda landbúnað með nýskógrækt og hvar ekki.
Lagt fram til kynningar.
Bréf með ályktun_ v_Skipulagsmál skógræktar hjá Sveitarfélögum_Sveitarfélögin.pdf
7. 2509347 - Ályktun - framkvæmdaleyfi skógræktar
Ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, dags. 22. september, þar er beint til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Lagt fram til kynningar.
Bréf með ályktun_ v_aðalskipulag sveitarfélaga_Sveitarstjórnir.pdf
Fundargerðir
8. 2509022F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 25
25. fundur haldinn 25. september.
Fundargerðir til kynningar
9. 2503256 - Fundargerðir stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga 2025
214. fundur haldinn 23. september.
Lagt fram til kynningar.
Fundur 214 - 23.9.2025.pdf
10. 2501215 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2025
247. fundur haldinn 22. september.
Lagt fram til kynningar.
247_fundur_fundargerd.pdf
11. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
335. fundur haldinn 9. september.
336. fundur haldinn 26. september.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 09.09.2025.pdf
Fundargerð SOS 26.09.2025.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:05 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica