Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Umhverfisnefnd - 12

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
19.09.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Daníel Leó Ólason áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Jóna S Sigurbjartsdóttir varamaður, D-lista,
Ágúst Þór Bragason deildarstjóri, Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
Esther Ýr Óskarsdóttir og Björg Agnardóttir boðuðu forföll og mættu varamenn í þeirra stað.
1. 2309126 - Þagnarskylda - undirritun kjörinna fulltrúa og áheyrnarfulltrúa í umhverfisnefnd
Undirritun fulltrúa á þagnarskyldu
Kjörnir fulltrúar undirrita þagnarskyldu.
Samþykkt
2. 2209020 - Breytingar á sorphirðu 2023
Farið yfir staðsetningu grenndarstöðva og rætt um umgengni við þær.
Farið yfir reglur fyrir geymslusvæði á gámasvæðinu.
Innleiða þarf pappírspoka undir lífrænan úrgang í stað maíspoka sem henta ekki í jarðgerð.

Farið yfir staðsetningar á grenndarstöðvum og rekstur þeirra. Nefndin er sammála um að breyta staðsetningu á Eyrarbakka. Sett verður upp ný grenndarstöð við Stað í kringum næstu mánaðarmót.

Nefndin yfirfór reglur fyrir geymslusvæðið á gámasvæðinu og fól starfsmönnum að ljúka endurskoðun þeirra í samræmi við umræðu á fundinum. Stefnt er að því að reglurnar gildi frá næstu áramótum.

Lífrænn úrgangur frá Árborg er í dag keyrður að mestu í Gaja, jarðgerðarstöð. Þar er ekki hægt að taka við maíspokum undir úrganginn og þarf því að skipta yfir í pappírspoka. Nefndin samþykkir að innleiða breytinguna sem fyrst og að hún verði komin til framkvæmda fyrir áramót.
Samþykkt
3. 2307213 - Gjaldtaka á gámasvæði - Nytjamarkaður
Farið yfir beiðni Nytjamarkaðarins um stuðning vegna afsetningar þeirra hluta sem ekki seljast á nytjamarkaðnum.
Nefndin óskar eftir að farið sé nánar yfir beiðnina með fulltrúum Nytjamarkaðarins og leggja fram frekari upplýsingar fyrir næsta fund.
Frestað
4. 2309033 - Heilbrigðiseftirlit 2023 - úttekt á landmótun á Stokkseyri
Kynnt skýrsla frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna reksturs jarðvegstipps við Stokkseyri þar sem fram koma auknar kröfur um lokun svæðisins og viðveru á opnunartíma.
Nefndin samþykkir að loka svæðinu í ljósi þess að ekki eru forsendur fyrir gjaldtöku eða fastri viðveru starfsmanns á svæðinu eins og krafa er um í skýrslu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.
Samþykkt
eftirlitsskyrsla_arborg_landmotun_stokkseyri_22082023.pdf
5. 1812126 - Samningur um móttöku á óvirkum jarðefnum í landi Súluholts í Flóahreppi
Lagður var fram nýr samningur um móttöku jarðefna í Súluholti.
Samningurinn var kynntur og farið yfir forsendur hans.
Samþykkt
6. 2302224 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Farið yfir ábendingar við samþykkt um úrgang í Árborg sem komu frá ráðuneytinu.
Farið yfir ábendingar og í framhaldi af því var starfsmönnum falið að senda uppfærða samþykkt til staðfestingar í ráðuneytinu.
Samþykkt
7. 2309083 - Áhersluverkefni fyrir Sorpstöð Suðurlands 2024
Erindi frá bæjarráði þar sem Sorpstöð Suðurlands óskar eftir tillögum að verkefnum.
Samþykkt að taka saman hugmyndir að verkefnum og senda til stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.
Samþykkt
Atli Marel vék af fundi kl. 17:50
8. 2209084 - Áætlun um refaveiðar 2023-2025
Farið yfir samning við Umhverfisstofnun vegna refaveiða á tímabilinu 2023-2025.
Nefndin samþykkir samninginn og felur starfsmönnum að ganga frá honum.
Samþykkt
9. 2306001 - Umhverfisverðlaun - 2023
Kynnt hvaða aðilar hlutu viðurkenningar frá nefndinni sumarið 2023
Eftirtaldir aðilar fengu viðkenningar í ár:

Snyrtilegustu garðarnir voru Óseyri og Lyngheiði 17.

Snyrtilegasta gatan var Suðurengi.

Snyrtilegasta fyrirtækið var Nytjamarkaðurinn.

Umhverfisviðurkenningin var veitt Netpörtum.
Samþykkt
10. 2308230 - Beiðni um land til leigu - matvælarækt
Umsókn um land á leigu til matvælaræktunar.
Nefndin bendir á að öll lönd í eigu sveitarfélagsins sem til ráðstöfunar eru til beitar eða rækunnar eru auglýst og unnið úr þeim umsóknum sem koma inn á hverjum tíma. Nefndin hafnar erindinu en bendir umsækjendum á að sækja um lausar lóðir þegar þær eru auglýstar.
Hafnað
11. 2309125 - Almenn umræða um fjárhagsáætlun 2024 - Umhverfisnefnd
Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar 2024
Rætt um undirbúning fjárhagsáætlunar og þau verkefni sem eru framundan.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica