Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 22

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.02.2024 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Óskar Örn Vilbergsson varamaður, D-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson .
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2402037 - Framkvæmdarleyfis umsókn - SE 40 stofnlögn hitaveitu sunnan brúar
Sigurður Ólafsson deildarstjóri á Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar f.h. Selfossveitna sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýjum stofnlögnum vegna virkjunar á borholunni SE-40 sem staðsett er sunnan Ölfusárbrúar á landi með landnúmer 237144 meðfram Árvegi og Kirkjuvegi upp að Eyravegi. Verkið felur í sér að setja nýja stofnlögn frá tengihúsi í suðurenda Ölfusábrúar að gatnamótum Eyravegar og Kirkjuvegar ásamt tilheyrandi yfirborðsfrágangi, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi, og leggur til við Bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
2. 2402091 - Beykiskógar - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Brynja Rán Egilsdóttir, f.h. lendeiganda, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi í landinu Beykiskógar L203553. Breytingin fellst í stækkun auk færslu á byggingarreit. Við færslu á byggingarreit, breytist lítilega aðkoma innan lóðar. Aðrir skipulagsskilmálar breytast ekki.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega deiliskiplagsbreytingu í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv.sömu grein skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild stjórnartíðinda.
3. 2402095 - Austurás L 208094 - Deiliskipulag frístundahúsa og aðstöðuhús
Larsen hönnun og ráðgjöf leggur fram tillögu að deiliskipulagi í landi Austuráss L208094. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir 4 frístundahúsum, auk aðstöðuhús, á 3ha spildu, norðan Votmúlavegar, við Lækjarmótaveg. Hámark byggingarmagns innan byggingarreits er 300m2, og er gert ráð fyrir gistingu fyrir allt að 20 manns.
Tillagan er í samræmi við kafla 4.2.1. í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
4. 2308261 - Múli - Deiliskipulag 2 landspildna (Votmúli I)
Pro-Ark teiknistofa, leggur fram tillögu að deiliskipulagi 2 spildna í landi Votmúla I L166214. Landið er skilgreint í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 sem lanbúnaðarland. Spildur eru hvor um sig 10ha að stærð og eru skilgreindir 2 byggingarreitir á hverri lóð, B1-Íbúðarhúsnæði og B2-Landbúnaðarhúsnæði.
Á B1 er gert ráð fyrir byggingu tveggja hæða íbúðarhúss auk sambyggðrar eða stakstæðrar bílgeymslu, með allt að 8,5m hámarkshæð, og hámarksbyggingarmagni allt að 600m2. Auk þess er heimilt að byggja allt að 200m2 gesthús á einni hæð, auk garðhýsi/gróðurhús á einni hæð, allt að 200m2, fyrir heimaræktun. Hæð aukahúsa er allt að 5m.
Á B2 er heimilt að byggja tvær landbúnaðarbyggingar með 8m hámarkshæð, samtals allt að 1000m2.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
5. 2312151 - Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 - Breytingar á ASK 2024
Efla ráðgjafafyrirtæki f.h. Sveitarfélagsins Árborgar leggur fram skipulagslýsingu vegna nokkurra breytinga á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, í samræmi við 30.gr. og 36 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með skipulagslýsingu er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að stefnu aðalskipulagsbreytingar. Fyrirhugaðar breytingar snúa að þéttbýlinu Selfossi, fyrir utan að sett er inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns auk breytinga í landi Votmúla1, Lóustaða1,og Votmúla 3. Tillögur að skipulagsbreytingum verða eftir atvikum unnar og kynntar-auglýstar einar sér eða nokkrar saman í tillögu.
Fyrirhugaðar breytingar eru gerðar vegna breyttra hugmynda sveitarfélagsins um landnotkun, vegna óska landeigenda/lóðarhafa og til að heimila nýtingu jarðhita, auk leiðréttinga og skörunar á landnotkunarflokkum.
Breytingarnar taka til eftirfarandi þátta:
1. Miðsvæðið M3 breytist í íbúðarbyggð. Heimilt verður að vera með hverfisverslun á lóðum næst hringtorgi Eyrarvegar og Suðurhóla.
2. Tjaldsvæði fyrir utan á. Unnið er að útfærslu á framtíðar tjaldsvæði. Gera þarf lítilsháttar breytingu á afmörkun afþreyingar- og ferðamannasvæðis vegna þess.
3. Borhola hitaveitu. Sett verður inn borhola hitaveitu suðvestan við SS.
4. Selfossflugvöllur. Vesturbraut flugvallarins verður stytt, tekin út sá hluti hennar sem er á landi í einkaeigu. Hindranaflötum breytt til samræmis.
5. Kjallarar á Selfossi. Heimilt verður að vera með kjallara á Selfossi. Gildir það líka um flóðasvæði, en
mannvirki á slíkum svæðum skulu uppfylla tiltekin skilyrði ef gert verður ráð fyrir kjallara.
6. Lóðin Austurvegur 20 verður öll miðsvæði. Í dag er um helmingur hennar samfélagsþjónusta.
7. Verslunar- og þjónustusvæðinu VÞ8 og þeim hluta samfélagsþjónustu S5 sem nær til leikskólans
Glaðheima verður breytt í miðsvæði.
8. Iðnaðarsvæðinu I1 verður að hluta til breytt í athafnasvæði AT2 og að hluta eða öllu leyti breytt í
verslunar- og þjónustusvæði.
9. Sett verður inn nýtt svæði fyrir samfélagsþjónustu í landi Stóra-Hrauns.
10. Íbúðarbyggðinni ÍB27 verður breytt til baka í athafnasvæði (AT5) eins og var í eldra skipulagi.
11. Á hluta af opnu svæði, norðan við Sunnulækjarskóla, verður heimilt að útbúa aðstöðu fyrir skátana.
12. Syðsti hluti Votmúla 1, L166214 og landspildna Lóustaðir 1, L229747 og Votmúli 3, L213238 verði verði breytt úr núverandi landnotkunarflokki L2, í L3.

Skipulagslýsing verður kynnt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og með auglýsingu í Dagskránni auk þess að vera aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins Árborgar arborg.is
Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í Skipulagsgátt fyrir auglýstan tímafrest. Með kynningu skipulags- og matslýsingar er umsagnaraðilum, hagsmunaaðilum og almenningi gefinn kostur á að leggja fram sjónarmið og ábendingar sem að gagni gætu komið við mótun breytingarinnar. Óskað verður eftir umsögnum frá eftirtöldum aðilum:
Skipulagsstofnun
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
Vegagerðin
Veðurstofan
Flóahreppur
Sveitarfélagið Ölfus
Umhverfisstofnun
Minjastofnun
Náttúrfræðistofnun Íslands


Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir skipulagslýsingu Eflu dags. 9.2.2024,í samræmi við 30, og 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og mælist til við Bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreindar greinar skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að leita umsagnar Skipulagsstofnunar á skipulaglýsingu og kynna fyrir almenningi með auglýsingu. Einnig verði leitað umsagnar hjá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Vegagerðinnni, Veðurstofunni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Sveitarfélaginu Ölfuss og flóahreppi.
6. 2311112 - Stjörnusteinar 7-Heiðarbrún 2-8b - Deiliskipulag íbúðargötu
Lögð er fram deiliskipulagstillaga Landhönnunar, fyrir lóðina Stjörnusteinar 2 og lóðirnar Heiðarbrún 2-8b, á Stokkseyri.
Skipulagsnefnd Árborgar hefur um nokkurt skeið horft til þess að reyna að þétta byggð, þar sem þess er nokkur kostur. Hefur verið horft sérstaklega til auðra lóða sem einhverra hluta vegna hafa staðið þannig árum og áratugum saman í þegar byggðum hverfum. Í einhverjum tilfellum hafa umræddar „lóðir“ verið leiksvæði, sem í áranna rás hafa ekki verið nýttar. Nefndin telur að það sé ávinningur fyrir sveitarfélagið Árborg, að það séu byggð hús á lóðunum, innan um önnur íbúðarhús, og myndist þá heilstæð götumynd á hverju svæði fyrir sig.
Meginmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að gera deiliskipulag fyrir götulínuna á fyrrgreindum lóðum, Stjörnusteinar 2 og lóðirnar Heiðarbrún 2-8b, á Stokkseyri. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036. Fyrir eru í gildi deiliskipulög fyrir lóðina Heiðarbrún 6 og Heiðarbrún 8, og munu þau falla úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
7. 2401322 - Álfsstétt 1 og Eyrargata 2 - Deiliskipulag íbúðarlóða
Lögð er fram deiliskipulagstillaga Landform, fyrir lóðirnar Eyrargötu 2 og Álfsstétt 1 á Eyrarbakka.
Skipulagsnefnd Árborgar hefur um nokkurt skeið horft til þess að reyna að þétta byggð, þar sem þess er nokkur kostur. Hefur verið horft sérstaklega til auðra lóða sem einhverra hluta vegna hafa staðið þannig árum og áratugum saman í þegar byggðum hverfum. Í einhverjum tilfellum hafa umræddar „lóðir“ verið leiksvæði, sem í áranna rás hafa ekki verið nýttar. Nefndin telur að það sé ávinningur fyrir sveitarfélagið Árborg, að það séu byggð hús á lóðunum, innan um önnur íbúðarhús, og myndist þá heilstæð götumynd á hverju svæði fyrir sig.
Meginmarkmið deiliskipulagstillögunnar er að gera deiliskipulag fyrir götulínuna á fyrrgreindum húsum við Eyrargötu 2 og Álfsstétt 1 á Eyrarbakka. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036.
Lóðin Eyrargata 2, er 845,2m2 að stærð. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja á umræddri lóð allt að 253m2 einbýlishús, með eða án bílskúrs, og er þá miðað við nýtingarhlutfallið 0.3.
Mesta leyfilega vegghæð verður 4m og hámarksmænishæð 6m. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036.
Lóðin Álfsstétt 1, er 926,2m2 að stærð. Gert er ráð fyrir að heimilt verði að byggja á umræddri lóð allt að 278m2 einbýlishús, með eða án bílskúrs, og er þá miðað við nýtingarhlutfallið 0.3.
Mesta leyfilega vegghæð verður 4m og hámarksmænishæð 6m. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Árborgar 2020-2036.

Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna, og feli skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.
8. 2401323 - Búðarstígur 18 - Nesbrú 4 - Breyting á deiliskipulagi Búðarstígs. Nesbrú.Túngötu og Bakkastígs
Lögð er fram deiliskipulagsbreyting Landforms, á gildandi deiliskipulagi við Nesbrú og Búðarstíg á Eyrarbakka, sem samþykkt var þann 11.október 2006. Skipulagssvæðið afmarkast af götunum Nesbrú, Túngötu, Bakarastíg og Búðarstíg og er um 2.9 ha að stærð. Samkvæmt aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 nær deiliskipulagssvæðið til íbúðarbyggðar ÍB29 og er breytingin í samræmi við það. Markmið með deiliskipulagsbreytingu þessari er að efla möguleika á uppbyggingu
svæðisins þar sem ný hús falli sem best að aðliggjandi byggð. Skilmálar taka mið af gildandi deiliskipulagi svæðisins og tillögu að verndarsvæði í byggð, þar sem áhersla er lögð á að ný hús innan verndarsvæðisins falli að ríkjandi byggingargerð, sem einkennast
af gömlum stíl. Breytingin felst í að lóðirnar Búðarstígur 18 og 18a eru sameinaðar í eina og verða eftir breytingu Búðarstígur 18. Auk þess felst breytingin í færslu á byggingarreit á lóðinni Nesbrú 4, þar sem fyrir er íbúðarhús ásamt frístandandi bílskúr. Breyting og færsla er
gerð á byggingarreit, sem nær nú umhverfis þegar byggðan bílskúr ásamt íbúðarhúsi. Lóðamörk eru teiknuð upp skv. ósamþykktu lóðarblaði frá Eflu, en breytingar eru gerðar á byggingarreit. Skilmálar fyrir nýtt hús á lóð Búðarstígs 18 haldast óbreyttir, þ.e. þar er hægt að reisa
íbúðarhús skv. lið B. Ný einbýlishús og endurgerð eldri húsa, sbr. kafla 3.2 um húsagerðir í greinargerð gildandi deiliskipulags.
þar segir: Stærð húsa að hámarki 200 m² auk skúrbygginga allt að 25-40m². Hús geta verið 2 hæða með lágu risi, eða einnar hæðar með risi, þó ekki hærra en 7m. Þau geta verið byggð á hlaðinn eða steyptan grunn með gólfkóta allt að 1,3m yfir landhæð. Byggingarefni: steinsteypa, timburklæðning, báruð málmklæðning, hleðsluveggir s.s. hraunhleðslur eða aðrar steinhleðslur.Þak: bárujárnsklæðning, listað pappaþak, -zink- eða kopar, timbur. Þakhalli: 10°-70° risþak, brotið þak (Mansard) eða bogaþak (Samúelsþak). Að öðru leyti gilda skipulags- og byggingarskilmálar gildandi deiliskipulags sem samþykkt var 11. október 2006 og staðfest í B-deild 18. desember 2006.

Skipulagsnefnd samþykkir breytingartillögu í samræmi við 43.gr. skipulagalaga nr. 123/2010 og samþykkir að tillagan verði auglýst skv.41 gr. sömu laga, og mælist til að Bæjarstjórn Árborgar samþykki tillöguna skv.43.gr. skipulagslaga og til auglýsingar í samræmi við 41.gr sömu laga.
Fundargerð
9. 2401019F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 124

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica