Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 162

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
29.10.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2510378 - Ártún 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Jónu Katrínu Onnoy Hilmarsdóttur tilkynnir framkvæmdir skv. 2.3.6 og skilar inn aðaluppdráttum vegna endurnýjunar á gluggum og útihurðum ásamt klæðningu.
Byggingarfulltrúi staðfestir tilkynninguna og samþykkir framkvæmdina með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa
Samþykkt
2. 2306288 - Björkurstekkur 77 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórir Sigfússon hönnuður fyrir hönd Gunnars Sveins Kristinssonar skilar inn uppfærðum aðaluppdrætti af einbýlishúsi.
Aðalbreytingin er þakgerð.

Byggingarfulltrúi samþykkir uppfærðan aðaluppdrátt með fyrirvara á að uppdrátturinn sé lagfærður í samræmi við athugasemdir.
Samþykkt
3. 2411268 - Hjarðarholt 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Davíð Árnason hönnunarstjóri f.h. Hlyns Arnórssonar sækir um leyfi til að byggja við bílskúr 29,3m² & 84,6m³.
Erindinu vísað til grenndarkynningar eftir að hönnuður hefur lagfært uppdrætti í takt við athugasemdir byggingarfulltrúa. Skipulagsfulltrúa falið að annast grenndarkynningu málsins.
Vísað í teymi
4. 2510160 - Norðurbraut 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lárus Ragnarsson fyrir hönd Dima Elevators ehf. sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús. Helstu stærðir eru; 806,0m² og 2.752,6m³
Erindið var áður á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 161 og var þá frestað.

Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd
5. 2510311 - Norðurleið 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eggert Guðmundsson hönnuður fyrir hönd Arnars Gauta Þorsteinssonar sækir um leyfi til að byggja geymsluskemmu. Helstu stærðir eru; 325,6m² og 1732,3m³


Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
6. 2510168 - Suðurleið 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
María Guðmundsdóttir hönnuður fyrir hönd Aron Sölva Júlíussonar sækir um leyfi til að byggja einbýli. Helstu stærðir eru; 65,6m² og 265,3m³
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
7. 2510123 - Víkurheiði 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Guðjón Þórisson hönnuður fyrir hönd G.J. tæki og fasteignir ehf. sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhús. Helstu stærðir eru; 1.877,7m² og 9.376,7m³
Staðfesting á að lífsferilsgreiningu hafi verið skilað inn til HMS liggur fyrir.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samærmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
8. 2510247 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Byggðarhorn 5C vegna gistingar í flokki II
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar Guðbjargar Ágústu Sigurðardóttur um starfsleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: C - minna gistiheimili.
Heiti staðar: Byggðarhorn 5c, Byggðarhorn Búgarður 5C 801 Selfossi F2524339, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 7.

Málinu vísað til yfirferðar og umræðu innan skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd
9. 2510231 - Rekstrarleyfisumsögn - fyrir gistingu í flokki II - Byggðarhorn 5C
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Guðbjargar Ágústu Sigurðardóttur um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: C - minna gistiheimili.
Heiti staðar: Byggðarhorn 5c, Byggðarhorn Búgarður 5C 801 Selfossi F2524339, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 7.

Málinu vísað til yfirferðar og umræðu innan skipulagsnefndar.
Vísað í nefnd
10. 2510161 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Vína ehf. að Eyraveg 15 vegna reksturs vöruafgreiðslu og lagers fyrir matvæli
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar Helga Hjaltasonar fyrir hönd Vína ehf. vegna reksturs Vöruafgreiðslu og lagers fyrir matvæli að Eyraveg 15 F2185722.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttekt þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica