Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 48

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
09.07.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Stella Rúnarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson f.h. Ara B. Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2507008 - Aðalskipulag Árborgar 2020-2036 - Breyting svæði M10 (Tryggvagata)
Efla ráðgjafafyrirtæki f.h. Sveitarfélagsins Árborgar leggur fram óverulega breytingu, í greinargerð gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036. Breytingin felur í sér að skilmálum í greinargerð fyrir miðsvæði M10 við Tryggvagötu á Selfossi er breytt á þá leið að á jarðhæð bygginga er heimilt að vera með íbúðir í bland við verslun og þjónustu. Skilyrði um að hluti íbúða skuli leigðir til nemenda er fellt út ásamt því að felld er út heimild til útleigu í flokki II.
Að öðru leyti en því sem hér er greint frá gilda skilmálar gildandi Aðalskipulags Árborgar 2020-2036, með síðari breytingum.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á gildandi Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd telur að breytingin sé til góða fyrir reitinn í heild, og með heimild til byggingu íbúðarhúss á Tryggvagötu 36, og verslun- og þjónustu, auk matsölu á Tryggvagötu 40, séu uppfyllt skilyrði um skilgreiningu á miðsvæði í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036.
Skipulagsnefnd mælist til að bæjarráð Árborgar samþykki breytinguna í samræmi við ofangreindar tilvitnanir í skipulagslög, og að niðurstaða bæjarráðs verði auglýst í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt
2. 2506399 - Tryggvagata 36 - Deiliskipulagsbreyting
Gunnar Ágústsson hjá Yrki Arkitektar, leggur fram f.h. Fagradals ehf, tillögu að breytingu á deiliskipulagi við Tryggvagötu og Fossheiði á Selfossi. Breytingin tekur til lóðar Tryggvagötu 36 sem felst í því að breyta um notkun á lóðinni úr leikskólalóð í miðsvæði (M), með byggingu fjölbýlishúss í huga. Skilgreindir eru byggingarreitir, hæðir húsa, hámarksbyggingarmagn, aðkoma og svæði undir bílastæði auk göngustígs meðfram lóðinni. Gert er ráð fyrir byggingu ríflega 40 íbúða á lóðinni. Tillagan samræmist breytingu á Aðalskipulagi Árborgar, sem er í vinnsluferli.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls.
Frestað
3. 2506324 - Flatir og Byggðarhorn land 4 - Deiliskipulagsbreyting
Guðjón Þ. Sigfússon f.h. landeiganda leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á landi 3 og 4 í landi Byggðarhorns, L201322 og L201318. Breytingin felst í því að afmarkaðar eru tvær nýjar lóðir og að skipulagssvæðið verði samtals fjórar (lóðir 1, 2, 3, og 4) lóðir í stað tveggja. Nýjar byggingarheimildir eru settar fram fyrir allar lóðir og er gert ráð fyrir tveimur byggingarreitum á hverri lóð fyrir sig. Sjá nánar um byggingarskilmála í tillögu.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu máls.
Frestað
4. 2506397 - Suðurbraut 45, umsókn um nýtt vegstæði
Eigendur lóðar að Suðurbraut 45 sækja um leyfi til að leggja veg inn að lóðinni út frá klasagötu, í stað þess að fara inn frá hringtorgi. Miðlína heimreiðar skal liggja 65 m frá hringtorgi og liggja hornrétt út frá klasagötu skv. meðfylgjandi afstöðumynd. Lengd heimreiðar skal vera um 25m.
Skipulagsnefnd hafnar beiðni um aðkomu frá "klasagötu"
í gildandi deiliskipulagi Tjarnarbyggðar í kafla 4, er skýrt kveðið á um að aðkomur inn á lóðir í Tjarnarbyggð, skuli vera frá hringtorgi í botni götu.
Hafnað
5. 2503562 - Fosstún 7 - Umsókn um byggingarleyfi - sólstofa
Ólafía Ingólfsdóttir eigandi að Fosstúni 7, óskar eftir leyfi til að byggja 15,9 m2 sólskála við húsið. Fyrirhuguð framkvæmd er staðsett á vesturhlið hússins og er utan byggingarreits
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingu sólskála, með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar. Kynna skal tillöguna lóðarhöfum á Sóltúni 8, Fosstúni 6,8 og 9.
Samþykkt
Erindi til kynningar
6. 2501350 - Fossnes svæði 80- Sláturfélag Suðurlands - Deiliskipulag iðnaðar- og athafnalóðar
Svanhildur Gunnlaugsdóttir hjá Landform f.h. Sláturfélags Suðurlands leggur fram skipulagslýsingu sem tekur til breytingar á Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 ásamt nýju deiliskipulagi fyrir Iðnaðarlóð í landi Fossness. Skipulagssvæðið nær til um 21,5 ha lands og nær yfir nokkrar lóðir innan þéttbýlismarka Selfoss. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu er gert ráð fyrir breytingu á landnotkun verslunar- og þjónustureits (VÞ5), iðnaðarsvæðis (I2 og I15) og opnu svæði (OP1) sem nær meðfram Ölfusá.
Fyrirhugað er að byggja nýja afurðarstöð vestan og norðan við núverandi sláturhús. Gert er ráð fyrir að stækkunin geti orðið allt að 6.000 m2, en núverandi byggingarmagn er 4.565 m2. Fyrirhuguð uppbygging á lóð Sláturfélagsins gæti leitt til óska um stækkun lóðar til vesturs. Lóð starfsmannahúsa verður stækkuð í samræmi við stækkunn VÞ5 reitsins.
Núverandi aðkoma að lóðinni er frá Suðurlandsvegi en lagt er til að aðkoma verði frá Nesmýri í tengslum við nýja afurðarstöð og að núverandi aðkoma verði lögð af skv. tilmælum Vegagerðarinnar.
Í nýju deiliskipulagi verður gert grein fyrir hreinsun og hreinsibúnaði frá afurðarstöð og nýju hreinsivirki.

Til kynningar.
Til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica