Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 1

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
14.06.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari, Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Formaður bæjarráðs bauð fundarmenn velkomna á fyrsta fund bæjarráðs Árborgar kjörtímabilið 2022-2026.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206048 - Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026
Ráðningarsamningur Sveitarfélagsins Árborgar við Fjólu St. Kristinsdóttur um starf bæjarstjóra til 31. maí 2024 lagður fram til samþykktar bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir ráðningasamning við bæjarstjóra með tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, bæjarfulltrúi S-lista situr hjá.

Formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar falið að undirrita samninginn og leggja fyrir bæjarstjórn.

Arna Ír Gunnarsdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:

Það er skoðun undirritaðrar að það þjóni alls ekki hagsmunum sveitarfélagsins og sérstaklega ekki starfsmanna þess að skipta embætti bæjarstjóra milli tveggja á kjörtímabilinu.
Bæjarstjóri framkvæmir ákvarðanir bæjarstjórnar og hans mikilvægasta hlutverk er að vera yfirmaður allra starfsmanna sveitarfélagsins. Bæjarstjóri leiðir teymi starfsmanna til þess að markmið sveitarfélagsins náist í öllum málaflokkum. Með því að skipta embættinu upp þá er ekki verið að hugsa um hagsmuni starfsmanna og sveitarfélagsins alls, heldur er verið að hugsa um embætti fyrir einstaklinga.
Bæjarstjórastarfið er umfangsmikið og það tekur langan tíma að setja sig inn í það. Það er undarlegt að ekki náist samkomulag um einn bæjarstjóra þegar einn stjórnmálaflokkur situr í hreinum meirihluta í sveitarfélaginu. Vegna þessa situr undirrituð hjá við afgreiðslu samnings við bæjarstjóra.
Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi, S-lista.

Ráðningarsamningur bæjarstjóra 2022-2024.pdf
2. 2206105 - Skipulagsbreytingar á UT deild
Tillaga frá bæjarstjóra í samráði við sviðsstjóra stjórnsýslusviðs um að farið verði í útboð á rekstri tölvukerfa og þjónustu við tölvukerfi. Þetta verði gert til að auka öryggi kerfisreksturs, í hagræðingarskyni og til að ná fram markmiðum upplýsingatæknistefnu sveitarfélagsins.
Í ljósi þessa er lagt til að skipulagsbreyting verði gerð á UT og sem tekur gildi strax. Í skipulagsbreytingunni felst að Upplýsingatæknideild sveitarfélagsins verði lögð niður og hjá sveitarfélaginu verði eingöngu starfandi deild stafrænnar þjónustu.
Þá verði bæjarstjóra falið að semja við verktaka um reksturinn á tölvukerfum og þjónustu þar til búið verður að semja við þjónustuaðila á grundvelli útboðs. Jafnframt verði bæjarstjóra falið að fá Ríkiskaup til að þjónusta sveitarfélagið við framkvæmd útboðs í þessu skyni.

Bæjarráð samþykkir að farið verði í útboð á rekstri tölvukerfa og þjónustu við tölvukerfið.
Bæjarráð samþykkir skipulagsbreytingu á Upplýsingatæknideild sveitarfélagsins og að bæjarstjóra verði falið að semja við verktaka um reksturinn á tölvukerfum og þjónustu þar til búið verði að semja við þjónustuaðila á grundvelli útboðs. Einnig samþykkir bæjarráð að bæjararstjóra sé falið að fá Ríkiskaup til að þjónusta sveitarfélagið við framkvæmd útboðs.
3. 2202281 - Könnun - staða almannavarnastarfs í sveitarfélögum 2022
Tilkynning frá Ríkislögreglustjóra um vefgátt.
Til þess að einfalda vinnu sveitarfélaga við að greina og leysa þær krísur sem upp koma á Íslandi hafa Almannavarnir útbúið vefgátt þar sem haldið er utan um samræmda greiningu í hverju sveitafélagi. Í vefgáttinni er hægt að nálgast leiðbeiningar almannavarna fyrir greiningu á áhættu og áfallaþoli. Leiðbeiningarnar eru gerðar til að einfalda vinnu sveitarfélaga og ekki síst að hjálpa til við að greina og draga fram þá vá og/eða verkefni sem upp geta komið.

Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá Almannavarnarráði Árborgar.
Samræmd greining á áhættu og áfallaþoli.pdf
4. 2205278 - Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
Erindi frá Tónkjallaranum ehf. vegna Tónsmiðju Suðurlands, dags. 23. maí 2022, þar sem óskað var eftir auknum nemendakvóta til handa Tónkjallaranum ehf.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Ósk um aukinn kennslukvóta í Árborg - umsókn vor 2022.pdf
5. 2203300 - Fyrirkomulag á félagslegum leiguíbúðum Árborgar og Leigubústaða
Skýrsla til starfshóps um húsnæðismál í Sveitarfélaginu Árborg
Lögð fram skýrsla starfshóps.
Bæjarráð vísar skýrslu starfshóps til félagsmálanefndar og stjórnar Leigubústaða Árborgar ses til skoðunar og afgreiðslu.
6. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Skipan tveggja kjörinna aðalmanna og tveggja kjörinna varamanna í svæðisskipulagsnefnd fyrir Suðurhálendið.
Fulltrúar Árborgar eru Ari Björn Thorarensen og Arnar Freyr Ólafsson. Varamenn Bragi Bjarnason og Sigurjón Vídalín Guðmundsson.
7. 2205389 - Ákall til sveitarstjórna - menntun til sjálfbærni
Áskorun kennara til sveitarstjórna um að styðja við skólafólk og gera sveitarfélagið að fyrirmynd annarra í loftslagsmálum og menntun til sjálfbærni.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu í fræðslunefnd og umhverfisnefnd.
Akall-til-sveitarstjorna-um-allt-land-Menntun-til-sjalfbaerni.pdf
8. 2205405 - Samráðsgátt - breyting á kosningalögum
Erindi frá Landskjörstjórn, þar sem vakin er athygli á að dómsmálaráðuneytið hefur birgt á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingu á kosningalögum. Frestur til að skila inn athugasemd er 1 júlí.
Bæjarráð vísar erindinu til yfirkjörstjórnar.
Endurskoðun kosningalaga - áform um lagasetningu.pdf
9. 2206004 - Styrkur - til kaupa á verkfærum fyrir Skógræktarfélag Stokkseyrar
Styrkbeiðni frá Skógræktarfélagi Stokkseyrar, dags. 31. maí, þar sem óskað var eftir styrk til kaupa á verkfærum og plöntum fyrir félagið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við fulltrúa frá Skógræktarfélagi Stokkseyrar.
Styrkbeiðni til kaupa á verkfærum fyrir Skógræktarfélag Stokkseyrar.pdf
10. 2206008 - Ályktun stjórnar FA vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði
Ályktun stjórnar FA, dags. 31. maí, vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Stjórn Félags atvinnurekenda ítrekar áskoranir sínar til sveitarfélaga að lækka álagningarprósentu
fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði við gerð fjárhagsáætlana fyrir næsta ár til að bregðast við miklum hækkunum fasteignamats fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.
Sveitarfélag áskorun vegna fasteignaskatts.pdf
11. 2205208 - Umsögn - frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 23. maí, þar sem óskað var eftir umsögun um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Frestinum vegna stefnumótandi byggðaráætlunar fyrir árin 2022-2036 hefur verið lengdur fyrir sveitarfélögin. Fresturinn núna er 8. júní nk.

Lagt fram til kynningar.
Umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandsi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563, mál. Frestur til að svara framlengdur.pdf
12. 2205279 - Umsögn - frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög - íbúakosningar á vegum sveitarfélaga
Erindi frá umhverfis- og samgönguráðuneytinu, dags. 23. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosingar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.pdf
13. 2205280 - Umsögn - frumvarp til laga um skipulagslög - uppbygging innviða
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 23. maí . þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um skiplagslög (uppbygging innviða), 573. mál.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál..pdf
Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál..pdf
14. 2206045 - Náttúruskólinn að Alviðru - styrkur frá sveitarfélögum
Erindi frá stjórn Alviðrufélags og stjórnar Landverndar, dags. 29. maí, þar sem óskað var eftir að sveitarfélög taki í sameiningu að sér að fjármagna launakostnað starfsmanns Alviðru vegna fræðslustarfs fyrir grunnskólabörn sumari 2022.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari gagna.
Umhverfisfræðslusetrið Alviðra - bréf til sveitarfélaga í Árnessýslu maí 2022.pdf
15. 2205404 - Bílastæði fyrir fatlaða við Miðbæ Selfoss
Erindi frá Sigtúni þróunarfélagi ehf, dags. 24. maí, þar sem óskað var eftir að fá tvö stæði við Ráðhús Árborgar skilgreind sem stæði fyrir fatlaða, meðan að Brúarstræti er göngugata í sumar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.
16. 2206070 - Málun á gangbrautarmynstri yfir Brúarstæti
Erindi frá Sigtúni Þróunarfélagi ehf., dags. 3. júní, þar sem óskað var eftir leyfi til að mála gangbrautarmynstur á hellulagða gönguleið yfir Brúarstræti.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
17. 2206120 - Fyrirspurn - verkefni formanns bæjarráðs
Fyrirspurn frá Örnu Ír Gunnarsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista.

1. Í hverju felast nákvæmlega aukin verkefni formanns bæjarráðs frá því sem verið hefur nú þegar tekin hefur verið ákvörðun að þrefalda laun hans, hækka þau úr 21% af þingfararkaupi í 65% af þingfarakaupi? Hvert verður verksvið hans og hver er starfslýsingin?

2. Við það að verkefnum formanns bæjarráðs fjölgar, hvaða verkefnum bæjarstjóra, forseta bæjarstjórnar eða annarra starfsmanna sveitarfélagsins mun þá fækka á móti?

Fyrirspurn verður svarað á næsta fundi bæjarráðs.
Fyrirspurn.pdf
Fundargerðir til kynningar
18. 2201197 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2022
39. fundur haldinn 12. apríl
40. fundur haldinn 10. maí
41. fundur haldinn 23. maí

Lagt fram til kynningar.
39. stjórnarfundur Bergrisans.pdf
40. stjórnarfundur Bergrisans bs maí 2022 fundargerð.pdf
41. stjórnarfundur Bergrisans bs maí 2022 fundargerð.pdf
19. 2201299 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2022
311. fundur haldinn 17. maí
Lagt fram til kynningar.
311. stjf. SOS 17.05.22.pdf
20. 2205277 - Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2022
7. fundur haldinn 11. apríl
8. fundur haldinn 5. maí
Aðalfundur haldinn 5. maí
1. fundur haldinn 13. maí

Lagt fram til kynningar.
7.stjornarfundurMSS_11.04.2022_fundgerd.pdf
8.stjornarfundurMSS_05.05.2022_fundgerd.pdf
AðalfundurMSS 05.05.2022_fundargerð.pdf
1.stjórnarfundurMSS_13.05.2022_fundargerð.pdf
21. 2201295 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu bs. 2022
25. fundur haldinn 9. maí
Lagt fram til kynningar.
25. fundur - Vorfundur 2022 - fundargerð.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica