Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 107

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
14.12.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Þórarinn Magnússon f.h. slökkviliðsstjóra varamaður, Þorlákur Snær Helgason f.h. slökkviliðsstjóra varamaður.
Fundargerð ritaði: Sveinn Pálsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2211437 - Víkurheiði 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Set ehf. sækir um leyfi til að byggja aðstöðuhús. Helstu stærðir eru; 51,5 m2 og 127,7 m3.
Húsinu er ætlað að vera starfsmannaaðstaða án gistiaðstöðu. Húsið víkur síðar.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
2. 2211387 - Byggðarhorn Búgarður 44 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jónas Ingi Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. Helstu stærðir eru; 220,3 m2 og 843,6 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1. gr. byggingareglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á framkvæmdinni.
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
3. 2212002 - Norðurbraut 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Daníel Bragi Hlíðberg óskar eftir byggingarheimild til að reisa bragga.
Gögn eru ófullnægjandi. Skv. byggingarreglugerð gr. 2.3.7. skulu aðaluppdrættir og skráningartafla fylgja umsókn.
4. 2212022 - Björkurstekkur 54 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eiríkur Vignir Pálsson hönnuður fyrir hönd Jóhanns Jónssonar sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi. Helstu stærðir eru; 233,9m2 og 828,2m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1. gr. byggingareglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á framkvæmdinni.
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
5. 2212050 - Gagnheiði 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Grjótgás ehf sækir um byggingarheimild til að byggja við matshluta 3. Helstu stærðir eru; 79,9 m2 og 527,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 en er utan byggingarreits.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
6. 2212135 - Norðurbraut 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Gunnar Þórðarson hönnuður fyrir hönd Heiðar Jónsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýli. Helstu stærðir eru; 125,8m² & 466,1m³
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1. gr. byggingareglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á framkvæmdinni.
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
7. 2109386 - Björkurstekkur 38-40 - byggingarleyfi, breyttir aðaluppdrættir
Hönnuður leggur fram breytta aðaluppdrætti til yfirferðar.
Byggingarleyfi var gefið út 09.12.2021 og fokheldisvottorð útgefið 29.06.2022. Lagðir eru fram breyttir aðaluppdrættir fyrir íbúð nr. 40.
8. 2212093 - Asparland 7 - Byggingarleyfi framhaldsmál
Hönnuður leggur fram breytta aðaluppdrætti til yfirferðar.
Byggingarleyfi var gefið út 14.10.2021 og fokheldisvottorð útgefið 06.06.2022. Lagðir eru fram breyttir aðaluppdrættir fyrir íbúð nr. 7. Skila þarf inn uppfærðum séruppdráttum vegna breytinganna.
9. 2211436 - Suðurbraut 33 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Máni Barkarson tilkynnir um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi á lóð.
Máni fékk stöðuleyfi fyrir 20 feta gámi 01.10.2022-30.09-2023 vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda. Nú tilkynnir hann um að hann hafi klætt hliðar gámsins og sett á hann einhalla þak með skyggni. Einnig að hann vinni að því að girða lóð sína með túngirðingu.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin.
10. 2212054 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Æfingastöð Gagnheiði 17
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Æfingastöðina að Gagnheiði 17
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar sbr. útgefið byggingarleyfi og að þessi hluti hússins (bil 103) hefur staðist lokaúttekt.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
11. 2212115 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir BES Eyrarbakka
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurúfgáfu starfsleyfis fyrir BES á Eyrarbakka. Verið er að taka í notkun nýjar kennslustofur.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar sbr. útgefið byggingarleyfi.
Lokaúttekt hefur ekki farið fram.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu öryggis- og/eða lokaúttektar.
12. 2212003 - Stöðuleyfi - Suðurleið 16
Berglind Bergsveinsdóttir óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám undir byggingarefni.
Byggingaráform fyrir íbúðarhúsi voru samþykkt 03.09.2018. Húsið er skráð á byggingarstigi 3. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 30.11.2022-30.05.2023. Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 30.11.2022 - 30.05.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.
13. 2211435 - Stöðuleyfi - Suðurgata 11
Atli Már Helenuson óskar eftir stöðuleyfi fyrir gám til að nota sem geymslu.
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurgötu 11.
14. 2212031 - Stöðuleyfi - Suðurbraut 42
Íris Eggertsdóttir óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám undir búslóð.
Byggingaráform fyrir íbúðarhúsi voru samþykkt 07.07.2017. Húsið er skráð á byggingarstigi 5 en eigandi er í málaferlum við byggingarstjóra vegna galla. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 02.12.2022 - 02.12.2023. Samþykkt að veita stöðuleyfi í 12 mánuði 02.12.2022 - 02.12.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.
15. 2212051 - Stöðuleyfi - Suðurleið 2
Sigurður Freyr Emilsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám og 40 feta gám til að nota sem aðstöðu vegna húsbyggingar.
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurleið 2.
16. 2212052 - Stöðuleyfi - Suðurbraut 13
Gunnar Ingi Sveinsson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 2stk ,20 feta, gáma undir aðstöðu vegna byggingar íbúðahús.
Byggingarleyfi fyrir einbýlishús var gefið út 30.09.2022. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 04.12.2022 - 04.12.2024. Samþykkt að veita stöðuleyfi í 12 mánuði 04.12.2022 - 04.12.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.
17. 2212055 - Stöðuleyfi - Austurvegur 23
Hjálparsveitir Tintron óskar eftir stöðuleyfi fyrir gámahúsi vegna flugeldasölu að Austurvegi 23.
Óskað er eftir stöðuleyfi frá 26.12.2022 - 11.01.2023 vegna flugeldasölu.
Samþykkt er að veita stöðuleyfi frá 26.12.2022- 11.01.2023
18. 2212078 - Stöðuleyfi - Gámahús Suðurleið 8
Myrkraborgir ehf. óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gámahúsi vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda.
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurleið 8.
19. 2212079 - Stöðuleyfi - Hestaskýli Suðurleið 8
Myrkraborgir ehf óskar eftir stöðuleyfi fyrir opnu 24m2 hestaskýli.
Ekki er heimilt að veita stöðuleyfi fyrir svona mannvirki. Umsækjanda er bent á að sækja um byggingarheimild.
20. 2212081 - Stöðuleyfi - Suðurleið 10
Sæmundur Ásgeirsson sækir um stöðuleyfi fyrir 2 gámum og 2 vinnuskúrum vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda.
Ekki liggur fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir Suðurleið 10
21. 2212130 - Stöðuleyfi - Norðurbraut 34
Magnús Ingi Másson óskar eftir stöðuleyfi fyrir 20 feta gám vegna framkvæmda.
Byggingarleyfi fyrir einbýlishús var gefið út 23.08.2022. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 05.12.2022 - 01.12.2023. Samþykkt að veita stöðuleyfi í 12 mánuði 05.12.2022 - 01.12.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.
22. 2212142 - Stöðuleyfi - Suðurleið 29
Lilja Ómarsdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir 3stk, 40 feta gáma og kaffi- og verkfærageymslu.
Byggingaráform fyrir einbýli voru samþykkt 04.12.2019. Fokheldisvottorð var gefið út 06.04.2021. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 12.12.2022 - 12.12.2023. Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 12.12.2022 - 12.06.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.
23. 2212143 - Stöðuleyfi - Norðurbaut 3
Haraldur Ólason sækir um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám fyrir geymslu fyrir doka og annað byggingarefni og verkfæri
Byggingaráform fyrir skemmu voru samþykkt 27.04.2018. Stöðuúttektarvottorð var gefið út 21.11.2019. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 11.12.2022 - 11.12.2023. Samþykkt að veita stöðuleyfi í 6 mánuði 11.12.2022 - 11.06.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.
24. 2212144 - Stöðuleyfi - Suðurleið 33
Vilhjálmur Magnússon sækir um stöðuleyfi fyrir 2stk 20 feta gáma vegna byggingarframkvæmda.
Byggingaráform fyrir einbýlishús voru samþykkt 8.12.2021. Sótt er um stöðuleyfi fyrir tímabilið 05.12.2022 - 05.12.2023. Samþykkt að veita stöðuleyfi 10.12.2022 - 10.12.2023 þar sem byggingarframkvæmdum er ólokið.

25. 2212154 - Stöðuleyfi - Suðurgata 3
Ólafur Árni Hafþórsson sækir um stöðuleyfi fyrir geymslu.
Fellur ekki undir ákvæði byggingarreglugerðar varðandi stöðuleyfi.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica