Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 45

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
16.03.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Klara Öfjörð Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari, Sigríður Vilhjálmsdóttir starfsmaður.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Forseti leitar afbrigða að taka á dagskrá undir lið nr. 17- kosning í embætti og nefndir 2020-20220, kosningu aðal- og varamanns í yfirkjörstjórn. Var það borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Einnig óskar forseti eftir að taka á dagskrá mál frá 90. fundi, skipulags- og byggingarnefndar, frá 16. mars lið nr. 1. Deiliskipulagsbreyting óveruleg- Austurvegur 65. Lagt er til að málið verði sett á dagskrá sem liður nr.14. Er það borðið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2111231 - Gjaldskrár 2022
Gjaldskrá frístund og sumarfrístund 2022.
Síðari umræða.

Lagt er til að gjaldskrárin verði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir fulltrúar D-lista sitja hjá.
Gjaldskrá 2022 frístund og sumarfrístund.pdf
2. 2201196 - Reglur um þjónustu frístundaheimila í Svf. Árborg 2022
Tillaga frá 31. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 14. febrúar sl. liður 5. Reglur um þjónustu frístundaheimila í Svf. Árborg 2022.

Lagt fram til umræðu og afgreiðslu í kjölfar ábendinga frá 30. fundi nefndarinnar.

Nefndin samþykkti fyrirliggjandi reglur með breytingum um þjónustu frístundaheimila í Sveitarfélaginu Árborg.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur um þjónustu frístundaheimila í Árborg - Drög að breytingum fyrir 2022..pdf
3. 2202173 - Stofnun landeigna - Lækjargarður 2
Tillaga frá 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 23. febrúar sl. liður 1. Stofnun landeigna - Lækjargarður 2

Björg Sighvatsdóttir lagði fram umsókn um stofnun nýrrar 3,84ha landspildu (Lækjargarður 2) úr landi Lækjamóta L166196. Eftir að spildan hafði verið stofnuð, var ætlunin að sameina nýja spildu við Lækjargarð L166200, og verði hin sameinaða landspilda 39,68ha að stærð og mun þá fá heitið Lækjargarður.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti stofnun lóðarinnar og heiti hennar fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Lækjargarður 2.pdf
Uppdráttur.pdf
4. 2112016 - Deiliskipulag - Breiðumýrarholt
Tillaga frá 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. febrúar sl. liður 4. - Deiliskipulag - Breiðumýrarholt

Hildur Bjarnadóttir f.h. landeigenda, lagði fram tillögu að deiliskipulagi sem tekur til tveggja 6.4ha landspildna í landi Breiðumýrarholts, L194764 og L194765. Deiliskipulagstillagan gerði ráð fyrir að á hvorri spildu yrði byggingarmagn fyrir frístundahús allt að 250m2, bílskúr allt að 70m2, hesthús allt að 500m2 og skemmu allt að 3000m2. Svæði var í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, skilgreint sem landbúnaðarland, og voru spildurnar skráðar í fasteignaskrá Þjóðskrár sem sumarbústaðarland. Aðkoma að svæðinu var af Holtsvegi og norður Mýrarveg.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og lagði til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Breiðumýrarholt_dsk 18.02.pdf
5. 2107156 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Tillaga frá 88. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. febrúar, liður 6. Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16.

Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 3.11.2021 og 9.2.2022: Lögð var fram lagfærð tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Bjarkar (Björkurstykkis), vegna lóðarinnar Móstekkur 14-16. Ný tillaga gerði ráð fyrir að byggingarreitur væri færður til á lóðinni og heimilt yrði að byggja eina byggingu í stað tveggja áður og íbúðum fjölgað úr 8 í 10 íbúðir. Bílastæði á lóð verða 16.
Breytingin kom til vegna sérstakrar lögunar lóðar. Tillagan hafði verið grenndarkynnt og barst ein athugasemd. Núverandi tillaga hefði verið unnin nánar og kynnt þeim aðila er gerði athugasemdir, og hefur aðilinn gefið jákvæða umsögn um tillöguna í tölvupósti dags. 15.2.2022.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Nefndin lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við ofangreint.

Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Björkurstykki - Móstekkur 14-16 - tillaga að óverulegri breytingu dags. 12.2.2022.pdf
6. 2203068 - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði 10-16
Tillaga af 89. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 9. mars sl., liður 7. - Deiliskipulagsbreyting - Víkurheiði 10-16

Lögð var fram tillaga að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi í Víkurheiði. Svæðið er skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði, athafnasvæði og blönduð landnotkun. Tillaga að óverulegri breytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslag nr. 123/2010, tekur til lóðanna nr. 10,12,14 og 16 og fellst í að nýtingarhlutfall lóða breytist og fer úr 0,25 i 0,30, auk þess sem byggingarreitir lengjast lítillega.

Skipulags og byggingarnefnd samþykkti tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fól skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Nefndin lagði til við bæjarstjórn Árborgar að tillagan yrði samþykkt í samræmi við ofangreint.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2839-100-DSK-001-V07 Víkurheiði deiliskipulagsbreyting IV mars-2022.pdf
7. 2106431 - Fráveita - endurskoðun tengigjalda
Tillaga frá 59. fundi eigna- og veitunefndar, frá 23. febrúar, liður 4. Fráveita - endurskoðun tengigjalda

Farið yfir tillögu að nýju tengigjaldi fyrir byggingar aðrar en íbúðabyggingar.

Nefndin lagði til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða tillögu að gjaldskrá fráveitugjalda.

Ein umræða, samkvæmt lögum og bæjarmálasamþykkt.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, taka til máls
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8. 2109351 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Tillaga frá 140. fundi bæjarráðs frá 3 mars sl. liður 5. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

Erindi frá Mannvit, dags. 14. janúar sl. þar sem óskað var eftir staðfestingu sveitarstjórnar fyrir 23. mars, varðandi sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2022-2033.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
2140097-13 -PLE-0034.pdf
9. 1504139 - Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar
Tillaga frá 140. fundi bæjarstjórnar frá 3. mars, liður 6. Kaup Vegagerðar á landi vegna Suðurlandsvegar

Samningaviðræður hafa staðið yfir milli Svf. Árborgar og Vegagerðarinnar síðastliðin misseri um verð fyrir þau lönd sem sveitarfélagið lætur undir vegagerð.
Meðfylgjandi eru tillaga að samkomulagi og fylgiskjöl um afmörkun þeirra landa sem um ræðir.

Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að samkomulagið við Vegagerðina um þau lönd sem sveitarfélagið léti undir vegagerð í tengslum við lagningu nýrrar brúar yfir Ölfusá yrði samþykkt.

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Hlé gert á fundi kl. 17.21
Fundi fram haldið kl. 17.44

Lögð er fram breytingartillaga við tillögu bæjarráðs um að við samninginn bætist fyrirvari um mögulega hækkun bótanna ef samningar við landeigendur annarra jarða vegna sömu vegaframkvæmdar eða úrskurður matsnefndar eignarnámsbóta verði um hærri bætur. Þá er lagt til að bæjarstjóra verði veitt umboð til að undirrita samninga, afsöl og önnur skjöl er sölunni tengjast.

Tillagan er samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
10. 2203060 - Reglur um stoð og stuðningsþjónustu
Tillaga frá 31. fundi félagsmálanefndar frá 7. mars sl., liður 4. Reglur um stuðning fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Nýjar reglur um stuðning fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Félagsmálanefnd samþykkti reglur um stuðning fyrir börn og fjölskyldur þeirra og lagði til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur Árborgar um stoð- og stuðningsþjónustu.docx.pdf
11. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki nr. 2
Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.
Viðauki, nr. 2, við fjárhagsáætlun ársins 2022 er samþykktur með 5 atkvæðum. Bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 2.pdf
12. 2202321 - Covid19 - lánsumsókn og skuldaskil - handknattleiksdeild UMFS
Markmið samkomulagsins er að áfram verði haldið uppi því metnaðarfulla starfi í handbolta sem vakið hefur mikla athygli á landsvísu, m.a. með frábærum árangri og mikilvægu hlutverki Selfyssinga í landsliðum. Handboltadeild UMF Selfoss er íbúum sveitarfélagsins sameiningartákn og færir þeim fyrirmyndir sem stuðla að heilbrigðara samfélagi og sterkri sjálfsmynd.
Áskoranir handboltadeildar UMF Selfoss hafa verið miklar í heimsfaraldri Covid-19. Erfiðar aðstæður leiddu til 16 milljóna króna taps deildarinnar árið 2021 og fyrirséð er tap fyrrihluta árs 2022 upp á 5 milljónir króna.

Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Kjartan Björnsson, D-lista taka til máls.
Samkomulag vegna fjárhags handboltadeildar UMF Selfoss er borið undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
13. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Málið verður tekið til afgreiðslu á fundi skipulags- og byggingarnefndar 16. mars nk. og ætti því tillaga nefndarinnar að liggja fyrir þegar fundur bæjarstjórnar verður settur.\\

Frekari gögn verða birt bæjarfulltrúum í fundargátt um leið og þau berast. Ath. nýjustu gögn sett inn að morgni 16. mars.\\

Bókun frá fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. mars:\\

Mál áður á dagskrá skipulagas- og byggingarnefndar 9.03.2022: Batteríið Arkitektar leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka, Árborg. Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008.\\

Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa- og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi að vestan og frá Laugardælavegi að austan. Svæðið er að mestu flatlent en hallar lítillega til norðurs í átt að Ölfusá. Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 20 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð með tveimur megin aðkomuleiðum inn á svæðið.\\

Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum. Í breyttu skipulagi er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að um 20% íbúðanna verða í sérbýli, og um 80% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum.Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22.12.2021, með athugasemdafresti til og með 02.02.2022. Ein athugasemd auk sjö umsagna lögbundinna umsagnaraðila bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemd.\\

Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum sbr. "Minnisblað-umsagnir og athugasemdir" dags. 16.03.2022. Megin breyting tillögunnar eftir auglýsingu er að deiliskipulagssvæðið er minnkað um c.a. 4 ha., en gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda íbðúða. Samhliða breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbakka er gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 til samræmingar á deiliskipulagsmörkum.\\

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum
1715-Greinargerð með deiliskipulagi-EFTIR AUGLÝSINGU.pdf
1715-01-DEILISKIPULAGSBREYTING.pdf
14. 2203172 - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Austurvegur 65 Lnr.192144
Tillaga af 90. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 16. mars.

Anne B. Hansen Eflu,f.h. Mjólkurbús Flóamanna ehf og Mjólkursamsölunnar ehf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 á Selfossi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í gildi er deiliskipulag, samþykkt í bæjarstjórn Árborgar og staðfest í B-deild stjórnartíðinda 12 jan. 2005. Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði og áfram er gert ráð fyrir sambærilegri starfsemi sem áfram kann að valda hljóð-, lyktar og ásýndaráhrifum.
Umfang og forsendur breytingar:
Unnin hefur verið breyting aðal- og deiliskipulags á Árbakka. Breyting aðalskipulags á hluta svæðis milli Ölfusár og Austurvegar var auglýst í B-deild 28.07.2021. Gildandi deiliskipulag á Árbakka var staðfest 13.06.2007 og gerð er breyting með það að markmiði að fjölga íbúðum. Lögð er fram minniháttar breyting deiliskipulags fyrir Austurveg 65, með það að markmiði að samræma skipulagsmörk við mörk deiliskipulag íbúðabyggðar við Árbakka. Breytingin felst í færslu skipulagsmarka að norðanverðu til suðurs. Samhliða minnka byggingarreitir II og IV lítillega. Einnig er gert ráð fyrir mögulegri færslu lagnaleiða. Þá tekur breytingin til gr. 1.1 og 3.8 í greinargerð, þar sem gerð er ítarlegri grein fyrir stærðum, staðháttum auk kvaða. Að öðru leiti en að ofan greinir, gilda skipulagsskilmálar eldra skipulags samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 12. janúar 2005.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs og umsækjanda, lagði skipulagsnefnd til að fallið yrði frá grenndarkynningu.

Skipulagsfulltrúa var falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Austurvegur 65.- Óveruleg. br. dags. 15.3.2022.
100491-DSK-01-.pdf
15. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Fyrri umræða.
Lagt er til að vísa breytingum á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar, til síðari umræðu.

Gunnar Egilsson, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Kjartan Björnsson, D-lista, taka til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt_mars 2022.pdf
16. 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna
Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna eru bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða með 9 atkvæðum.
Reglur kjör og starfsaðstæður bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Svf. Árborg_samþykkt 16.03.22.pdf
17. 2203181 - Erindisbréf starfshóps um vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Lagt var til við bæjarstjórn að erindisbréf starfshóps um vatnsöflun frá Kaldárhöfða yrði samþykkt.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Erindisbréf starfshóps um vatnsöflun úr Kaldárhöfða (Sigurður Þór Haraldsson) (Helga María Pálsdóttir).pdf
18. 2006031 - Kosning í embætti og nefndir 2020 - 2022
Kosning formanns umhverfisnefndar.
Lagt er til að Guðmunda Ólafsdóttir, B-lista, verði formaður umhverfisnefndar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Breyting á yfirkjörstjórn.

Lagt er til að Steinunn Erla Kolbeinsdóttir verði aðalmaður í stað Boga Karlssonar í yfirkjörstjórn og að Jón Páll Hilmarsson verði varamaður í stað Steinunnar Erlu Kolbeinsdóttur.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
Fundargerðir
19. 2201009F - Umhverfisnefnd - 20
20. fundur haldinn 2. febrúar.
20. 2201028F - Skipulags og byggingarnefnd - 87
87. fundur haldinn 9. febrúar.
21. 2202007F - Fræðslunefnd - 41
41. fundur haldinn 9. febrúar.
22. 2202010F - Eigna- og veitunefnd - 58
58. fundur haldinn 9. febrúar.
23. 2202014F - Frístunda- og menningarnefnd - 31
31. fundur haldinn 14. febrúar.
Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls undir lið 1. Uppskeruhátíð frístunda- og menningarnefndar 2021 og 3. Bæjar- og menningarhátíðir í Árborg 2022.

Forseti bæjarstjórnar leggur til að hamingjuóskum sé komið á framfæri við Egil Blöndal júdómann, Evu Maríu Baldursdóttur frjálsíþróttakonu sem kosin voru íþróttakarl og kona Árborgar og aðra þá sem verðlaun hlutu.
24. 2202008F - Bæjarráð - 139
139. fundur haldinn 17. febrúar.
25. 2202013F - Skipulags og byggingarnefnd - 88
88. fundur haldinn 23. febrúar.
26. 2202026F - Eigna- og veitunefnd - 59
59. fundur haldinn 23. febrúar.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið 2. Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli, og undir lið 7. Viðhald og rekstur fasteigna SÁ- myglu og rakaskoðun Eyrarbakka. Ari B. Thorarensen, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls undir lið 7. Viðhald og rekstur fasteigna SÁ- myglu og rakaskoðun Eyrarbakka.
27. 2202022F - Bæjarráð - 140
140. fundur haldinn 3. mars.
28. 2202031F - Eigna- og veitunefnd - 60
60. fundur haldinn 2. mars.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið 1. Hreinsistöð við Geitanes, 2. Selfossveitur - Staða orkuöflunar 2022 og 3. Gatnagerð - Sunnuvegur 2022. Gunnar Egilsson, D-lista, tekur til máls undir lið 2. Selfossveitur - Staða orkuöflunar 2022.
28. 2203006F - Bæjarráð - 141
141. fundur haldinn 10. mars.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri taka til máls undir lið 12. Húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:25 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica