Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 39

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.02.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Sigurður Ágúst Hreggviðsson nefndarmaður, Á-lista,
Viktor Stefán Pálsson nefndarmaður, S-lista,
Sveinn Ægir Birgisson nefndarmaður, D-lista,
Þórdís Kristinsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Starfsmenn
Atli Marel Vokes sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri
Sigurður Þór Haraldsson situr fundinn undir máli nr.1
Sigurður Þór víkur af fundi 17:25


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 2101188 - Samráðsgátt - drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032
Drög að stefnu um meðhöndlun úrgangs 2021-2032.
Stefnudrögin lögð fram til kynningar fyrir nefndina. Mannvirkja- og umhverfissviði er falið að vinna drög að nýrri úrgangsstefnu fyrir sveitarfélagið og leggja fyrir nefndina.
9. 2102035 - Lántökur 2021 - Selfossveitur
Stjórn Selfossveitna fer yfir lántökur vegna fyrirhugaðra framkvæmda 2021
Stjórn Selfossveitna bs. samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð
200.000.000 kr., til 13 ára, í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 með föstum
verðtryggðum vöxtum eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er lánið tekið til að
fjármagna framkvæmdir skv. samþykktri fjárhagsáætlun, sem fellur undir lánshæf verkefni, sbr.
3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni, kt. 151066-5779, veitt fullt og ótakmarkað umboð til
þess f.h. Selfossveitna að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga f.h. Selfossveitna
sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl,
fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu láns þessa, ásamt vöxtum, verðbótum og kostnaði
stendur einföld óskipt ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr.
sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og setja þau til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu
laga.

Fulltrúar D-lista sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Erindi til kynningar
1. 2008070 - Borun á ÓS-5
Farið yfir stöðuna á ÓS-5
Sigurður Þór Haraldsson veitustjóri fór yfir stöðuna á ÓS-5 .
Búið er að bora 2025 m. Holan verður nú blásin til að meta hversu mikið af æðum er að skila sér inn í holuna og hvort ástæða sé til að fara dýpra. Holan hefur skilað 22-24 l/s en óvíst með niðurdrátt.
3. 1907064 - Gatnagerð í landi Bjarkar
Farið yfir fundargerðir verkeftirlits
Verkfundagerðir lagðar fram til kynningar.
4. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki
Færanlegar kennslustofur - fundargerðir með verktaka
Sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs fór yfir stöðu mála varðandi færanlegar kennslustofur sem staðsettar verða í nágrenni Stekkjaskóla. Starfsmenn eru nú að vinna náið með skólasamfélaginu að innra og ytra skipulagi stofanna með tilliti til aðbúnaðar starfsfólks og nemenda. Í því felst meðal annars hönnun innra sem ytra skipulags bygginga ásamt lóð, leiksvæðum og aðkomuleiðum. Öryggi nemenda, starfsfólks og foreldra er haft að leiðarljósi í þeirri vinnu. Nefndin leggur áherslu á að foreldrar barnanna verði upplýstir um afrakstur um vinnunnar. Nefndin telur heppilegt að foreldrar verði upplýstir vikulega um stöðu mála með fréttum á heimasíðu sveitarfélagsins.
5. 1811216 - Fjölnota íþróttahús á Selfossvelli
Farið yfir fundargerðir verkeftirlits
Fundargerðir verkeftirlits lagðar fram til kynningar
6. 1901031 - Bygging leikskóla við Engjaland 21
Farið yfir fundargerðir verkeftirlits
Fundargerðir verkeftirlits lagðar fram til kynningar
7. 2101409 - Úttekt á aðgengismálum opinberra bygginga sveitarfélagsins
Farið yfir tilboð Travable um úttekt á aðgengismálum stofnana Árborgar.
Farið yfir væntanlega úttekt á stofnunum sveitarfélagsins varðandi aðgengismál.
8. 2102182 - Staða nýframkvæmda 2021
Farið yfir stöðu framkvæmda innan fjárfestingaráætlunar 2021
Sviðsstjóri upplýsti um stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica