Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 149

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
19.05.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Tómas Ellert Tómasson formaður, M-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varaformaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Bæjarstjóri leitaði afbrigða að taka á dagskrá mál nr. 2204165: Rekstrarleyfisumsókn - Bankinn Vinnustofa, mál nr. 2005204: Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd) 595. mál, mál nr. 2205208: Umsögn um frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036 og mál nr. 2205210: umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.

Bæjarráð samþykkti dagskrárbreytingarnar.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2205067 - Skýrsla - félagsleg og efnahagsleg staða og brotthvarf úr framhaldsskólum
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 4. maí, um brotthvarf úr framhaldsskólum.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Velferðarvaktarinnar og vísar erindinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.
Bréf til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna skýrslu um brotthvarf.pdf
Brotthvarf úr framhaldsskólum.pdf
2. 2203150 - Móttaka - flóttafólk frá Úkraínu
Erindi frá mennta- og barnamálaráðherra, dags. 6. maí, um stuðning við sveitarfélög vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.
Lagt fram til kynningar.
Stuðn. við sveitarf. v. móttöku barna frá Úkraínu 6.5.2022.pdf
3. 2205142 - Styrkbeiðni - Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ
Erindi frá Frjálsíþróttadeild UMF. Selfoss, dags. 10. maí, þar sem óskað var eftir stuðningi við mótahald við Selfoss Classic - 75 ára afmælismót FRÍ með framlagi uppá kr. 500.000,- eða greiddri þjónustu eða framlagi af sama andvirði. Í staðinn yrði Árborg sett fram sem stór stuðningsaðili við framkvæmd mótsins á plakötum, heimasíðu og öðrum auglýsingum.
Bæjarráð samþykkir stuðning við afmælismót FRÍ að upphæð kr. 500.000,- með fjárframlagi.
Selfoss classic Árborg.pdf
4. 18051704 - Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók.
5. 1905139 - Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2022
Yfirlýsing vegna samstarfssamnings um Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Samningurinn frá 2. desember 2019 framlengist og gildir áfram vegna Unglingalandsmóts um verslunarmannahelgina 2022.
Bæjarráð fagnar því að mótið verði loks haldið á Selfoss árið 2022.
Yfirlýsing vegna UMFÍ 2022.pdf
6. 2108013 - Beiðni um kaup á lóðinni Fossnes 5B.
Beiðni frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. þar sem óskað var eftir því að bæjarráð endurskoði afgreiðslu á erindi fyrirtækisins sem var á dagskrá bæjaráðsfundar þann 28. apríl síðastliðinn. Fyrirtækið óskar eftir að fá lóðina keypta, fremur en að gefinn séu út lóðarleigusamningur. Vísar fyrirtækið til sambærilegrar afgreiðslu þar sem sveitarfélagið seldi öðru fyrirtæki lóðarspildu í nágrenninu.
Bæjarráð samþykkir að selja Guðmundi Tyrfingssyni umrædda lóð á markaðsverði.
7. 2205148 - Umsókn um Framkvæmdaleyfi - Lagning ljósleiðara Stokkseyri
Beiðni Ástu Marteinsdóttur, verkefnastjóra, hjá Ljósleiðaranum ehf, kt. 691206-3780, þar sem óskað var eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Stokkseyri. Einnig er óskað eftir leyfi til að nýta svæðið við Eyrarbraut 53 fyrir gám/kaffiaðstöðu, auk lagers fyrir sand og lagnaefni. Lýsing á verkefninu og umfangi þess koma fram á 13 meðfylgjandi skurðaplönum/teikningum, unnar af tæknideild Ljósleiðarans. Áætlaður verktími er frá maí til 1. nóvember 2022.

Lagt er til að bæjarráð samþykki umsóknina og feli skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Bæjarráð fagnar því að komið sé að þessum áfanga og samþykkir að veita framkvæmdaleyfi með bros á vör.
Auglýsing Ljósleiðarinn Stokkseyri.pdf
Ljósleiðarinn Stokkseyrir skurðplan sett.pdf
8. 2205174 - Fjárhagsáætlun 2023-2026
Verkáætlun fjárhagsáætlunarvinnu. Gögn verða lögð fram á fundi.
Lagt fram til kynningar.
Tímaplan vegna fjárhagsáætlun 2023.pdf
9. 2104599 - Orlof húsmæðra 2021
Skýrsla orlofsnefndar Árnes- og Rangárvallasýslu árið 2021.
Bæjarráð þakkar innsendar upplýsingar.
Skýrsla stjórnar og orlofsnefndar 2021.pdf
10. 2205183 - Fyrirspurn um neysluvatn til framleiðslutengdra nota
Erindi frá Ölvisholt Brewery - fyrirspurn um neysluvatn fyrir framleiðslutengda starfsemi.
Ölvisholt Brewery miðar að því að staðsetja framleiðslu sína og aðra starfsemi á Selfossi. Fyrst þarf þó að liggja fyrir hver eru gæði neysluvatns á staðnum og hve mikið magn getur verið til afhendingar í dag og næstu áratugi.

Bæjarráð vísar erindinu til mannvirkja- og umhverfissviðs til úrvinnslu.
11. 2103314 - Eignasala Kirkjuvegur 18
Minnisblað frá lögmanni á stjórnsýslusviði.
Bæjarráð samþykkir greiðslu mismunar kr. 4.000.000,-
12. 2205188 - Ráðstefna - Crethink
Lokaráðstefna Crethink sem verður haldin 3. júní nk. í Fjölheimum á Selfossi. Um er að ræða áhugaverða ráðstefnu um Crethink verkefnið sem miðar að því að styðja íbúa sveitarfélaga í að öðlast hæfni við að leysa flókin samfélagsleg viðfangsefni með hugmyndafræði og aðferðum samsköpunar.
Lagt fram til kynningar.
Lokaráðstefna í Crethink verkefninu verður haldin í Fjölheimum 3.júní nk..pdf
13. 2204165 - Rekstrarleyfisumsögn - Bankinn Vinnustofa - Austurvegur 20
Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 13. apríl þar sem óskað var eftir leyfi til reksturs veitinga í flokki II Veitingaleyfi-C veitingastofa og greiðasala. Umsækjandi B vinnustofa ehf, kt. 680322-1710.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að leyfi til reksturs veitinga í flokki II verði veitt B vinnustofu ehf.
Umsagnarbeiðni-2022011357.pdf
14. 2205210 - Umsögn - tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 18. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.
Lagt fram til kynningar.
Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál.pdf
Þingskjal - tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda, 592. mál..pdf
15. 2205204 - Umsögn - frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd) 595. mál
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 17. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595 mál.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd) 595. mál.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 595. mál..pdf
16. 2205208 - Umsögn - frumvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 18. maí, þar sem óskað var eftir umsögn um framvarp til laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036, 563. mál.
Bæjarráð Árborgar telur óeðlilegt að nýjum sveitarstjórnum sé ekki gefið meira svigrúm til að gefa umsögn um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Skipti í sveitarstjórnum fara fram 29. maí næstkomandi og þær hafa tæplega ráðrúm til að funda áður en umsagnarfresturinn rennur út þann 1. júní.
Fundargerðir til kynningar
17. 2203055 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2022
218. fundur haldinn 6. maí.
Ársskýrsla

Lagt fram til kynningar.
218_fundur_fundargerd.pdf
18. 2005088 - Fundargerðir BÁ 2020-2021
20. fundur haldinn 19. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
20stjórn 19.11.21.pdf
19. 2205063 - Fundargerðir BÁ 2022
21. fundur haldinn 2. febrúar
22. fundur haldinn 9. mars
23. fundur haldinn 29. apríl
24. fundur haldinn 16. maí

21stjórn 020222.pdf
22stjórn 090322.pdf
23stjórn 29.4.2022.pdf
24stjórn 160522.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica