Umhverfisnefnd - 14 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 13.02.2024 og hófst hann kl. 16:30 |
|
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista, Esther Ýr Óskarsdóttir nefndarmaður, D-lista, Björg Agnarsdóttir nefndarmaður, D-lista, Guðrún Rakel Svandísardóttir nefndarmaður, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista, Daníel Leó Ólason áheyrnarfulltrúi, Á-lista, Ágúst Þór Bragason deildarstjóri, Atli Marel Vokes sviðsstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Ágúst Þór Bragason, deildarstjóri |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2302224 - Samþykkt um meðhöndlun úrgangs |
Nefndin fór yfir ábendingar og samþykkti endanlega útgáfu af samþykktinni sem send verður í Stjórnartíðindi. |
|
|
|
2. 2209020 - Breytingar á sorphirðu og rekstri málaflokksins. |
Fram kemur í skýrslunni að sótt voru 2.200 tonn af úrgangi frá heimilum í Árborg árið 2022. Þar af voru 1200 tonn í grátunnu, 482 tonn í blátunnu og 516 tonn í brúntunnu. Endurvinnsluhlutfallið í Árborg var 46% sem er einu prósentustigi lægra en árið 2021. Í grenndargáma komu um 9,7 tonn. Þar af er gler 4,7 tonn og blátunnuefni var 4.8 tonn. Farið var yfir álagningu sorpgjalda ársins 2024 og forsendur hennar. |
Vinnsluskjal skilagrein Árborg.pdf |
|
|
|
3. 2301117 - Greiðslur til sveitarfélaga vegna sérstakrar söfnunar |
Greiðslur Úrvinnslusjóðs vegna söfnunar á pappa og plasti við heimili og vegna söfnunar á grenndarstöðvum nam 34,5 milljónum árið 2023. Heildarmagn safnaðs pappírs og plast var um 539 tonn. Góð flokkun heimila og íbúa skilar þannig sameiginlegum ávinningi og dregur úr kostnaði. |
Söfnun á plast og pappi 2023.pdf |
|
|
|
4. 2402115 - Rekstur og staðsetning grenndarstöðva |
Söfnun á grenndarstöðvum á árinu 2023 var um 42 tonn. Þar af var gler um 15,4 tonn, málmar um 3,7 tonn, textíll 1,6 tonn og blátunnuefni var um 13 tonn. Úrgangur sem þurfti að henda frá grenndarstöðvum á síðasta ári var 8 tonn. Það vekur athygli nefndarinnar að 20% af þeim úrgangi sem berst á grenndarstöðvar á ekki heima þar og er fargað með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúa Árborgar. Nefndin er sammála um að fjölga grenndarstöðvum ásamt því að skoða betur staðsetningar þeirra með það að markmiði að bæta árangur flokkunar og umgengni. |
Grenndarstöðvar samantekt og flokkun 2023.pdf |
|
|
|
5. 2302014 - Samstarf um græna upplýsingaveitu Laufsins |
Núverandi samningur rennur út í lok júní 2024 og verður ekki endurnýjaður af hálfu Árborgar. Nefndin þakkar Laufinu fyrir samstarfið. |
|
|
|
|
Erindi til kynningar |
6. 2401250 - Samráðsgátt - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu |
Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2024 - „Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu“. Þann 24. september 2021 fóru drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu inn í samráðsgátt stjórnvalda. Þau voru unnin af Landgræðslunni og samhliða var tekið saman upplýsingaskjal sem skýrir bakgrunn þeirrar nálgunar varðandi beit sem kynnt er í reglugerðinni, sem og nokkur ný hugtök. Reglugerðin var tekin til endurskoðunar eftir að fjölmargar ábendingar bárust. Í upphafi árs 2024 fór ný útgáfa af drögum að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu inn í samráðsgátt stjórnvalda. Í meðfylgjandi skjali er í grófum dráttum gerð grein fyrir hvernig beitarfræði hefur þróast á Íslandi án þess þó að um sé að ræða tilraun til að gefa heildarmynd af þeim málaflokki, heldur einungis svo hægt sé að setja núverandi tillögur í samhengi við það sem áður hefur verið gert. Þannig er stuttlega farið yfir sögu beitarrannsókna og bakgrunn þeirra ásamt sögu beitarstýringar. Þá eru þær breytingar í hugmyndafræði sem þessi reglugerð boðar skýrðar ásamt því að skilgreina helstu hugtök. Loks er gerð grein fyrir beitarviðaukanum. Nefndin gerir ekki athugasemdir við reglugerðina. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 |
|