Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 122

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
26.08.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2108111 - Námskeið - fjárhagsáætlanir sveitarfélaga
Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmálafræða býður nú upp á námskeið um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga. Fyrirlesari er Gunnlaugur A. Júlíusson, hagfræðingur og fyrrverandi sveitarstjóri.
Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái yfirgripsmikla Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur fái yfirgripsmikla fræðslu um vinnulag og vinnuferli við undirbúning fjárheimilda hjá sveitarfélögum. Fjallað verður um mikilvægi fjárheimilda sem stjórntækis. Lögð er áhersla á mikilvægi skipulagðra vinnubragðra og skýrrar markmiðssetningar við undirbúning fjárheimilda svo og eftirfylgni með framkvæmd þeirra. Komið verður inn á gagnasöfnun og grunnforsendur við vinnslu fjárheimilda. Að lokum er fjallað um helstu lykiltölur sem þörf er að hafa á valdi sínu.

Námskeiðið kemur í framhaldi af góðum viðtökum námskeiðs um ársreikninga sveitarfélaga sem haldið var í maí síðastliðinn. Þá bauð sveitarfélagið kjörnum fulltrúum að greiða námskeiðsgjaldið sæktu þeir námskeiðið.

Bæjarráð samþykkir að greiða námskeiðsgjald fyrir þá bæjarfulltrúa sem kjósa að taka þátt í námskeiðinu.
image001.pdf
2. 2108145 - Tækifærisleyfi - Gimli - uppskeruhátíð á Stokkseyri
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 13. ágúst, þar sem óskað var eftir umsögn um tækifærisleyfi þann 4.-5. september á Sólvöllum 5 á Stokkseyri. Umsækjandi er Pétur Már Guðmundsson.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að tækifærisleyfið verði veitt.
Umsagnarbeiðni - Tækifærisleyfi-2021017282.pdf
3. 2106360 - Alþingiskosningar 2021
Bréf frá dómsmálaráðuneytinu, dags. 11. ágúst, vegna greiðslu ríkissjóðs á nauðsynlegum kostnaði við störf undirkjörstjórna og kjörstjórna skv. 2. mgr. 15. gr. laga 24/2000, auk kostnaðar við húsnæði til kjörfunda, atkvæðakassa og önnur áhöld vegna kosninganna.
Lagt fram til kynningar.
Um greiðslu kostnaðar vegna kosninga.pdf
4. 1905139 - Ungmennalandsmót UMFí - 2020-2022
Héraðssambandið Skarphéðinn hyggst halda Ungmennalandsmót á næsta ári.
Bæjarstóri hafði áður óskað eftir því við Héraðssambandið Skarphéðinn að félagið haldi sínu striki í samstarfi við sveitarfélagið og vinni að því að ULM 2022 fari fram í Árborg. Þetta er gert í ljósi þess að tilraunir til að halda mótið í Árborg árin 2020 og 2021 hafa farið út um þúfur vegna heimsfaraldurs.

Lagt fram til kynningar.
Fs Ungmennalandsmót UMFÍ - 2020-2022.pdf
5. 2108182 - Fjárhagsáætlun 2022-2025
Minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga - forsendur fjárhagsáætlana 2022-2026.
Lagt fram til kynningar.
Forsendur fjárhagsáætlana 2022-2025.pdf
6. 2108180 - Afsal svf. Árborgar til Björgunarfélags Árnessýslu - Árvegur 1, miðpallur
Afsal svf. Árborgar til Björgunarfélag Árnessýslu - Árvegur 1, miðpallur.
Kaupsamningur var gerður árið 2012. Í honum kemur fram að gefa skuli út afsal árið 2017 eða þegar greiðslur skv. b- g lið eru greiddar, en þær greiðslur voru í formi þjónustu.
Fyrirfarist hefur að ljúka þessu árið 2017 og er því tilefni til að gera það nú.

Bæjarráð samþykkir að framlagt afsal verði gefið út.
kaupsamningur 2 des 2011.pdf
Kaupsamningur 2 des 2011 til Björgunarfélagsins.pdf
Afsal 12 jan 2012.pdf
Afsal til Björgunarfélagsins.pdf
Veðbókarvottorð 2313644.pdf
Veðbókarvottorð 2325191.pdf
7. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Samningur um listaverk við hjúkrunarheimili rafrænt undirritaður af bæjarstjóra og ráðuneytinu.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborgar.
6087030-LV-21043Samningurumkaupálistaverki-HjúkrunarheimiliðÁrborg-LOK (1).pdf
8. 2108274 - Varamenn í bæjarráði
Á fundi bæjarráðs þann 8. júlí síðastliðinni kom upp ágreiningur um það hvort kalla mætti inn varamenn í bæjarráð af framboðslista þeirra framboða sem eiga aðalfulltrúa í bæjarráði. Málið bar svo aftur á góma á fundi bæjarstjórnar þann 18. ágúst síðastliðinn og var enn uppi ágreiningur.
Miklu varðar að fá skorið úr ágreiningnum og því leitaði bæjarstjóri álits lögmanns Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðjóns Bragasonar.
Svar Guðjóns er lagt fyrir bæjarráð.

Bæjarráð þakkar framlagt álit Guðjóns Bragasonar og leggur til við bæjarstjórn að kosning í bæjarráð verði endurtekin á næsta fundi bæjarstjórnar.
Fs: Lögmæti setu bæjarráðsfulltrúa.pdf
9. 2102324 - Beiðni um vilyrði fyrir lóðum - Fossnes nr. 16, 18 og 20
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 17. ágúst, þar sem óskað var eftir framlengdu vilyrði fyrir lóðunum í Fossnesi nr. 16, 18 og 20.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir frekari gögnum um framvindu undirbúnings Anpró að framkvæmdum á lóðinni.
Beiðni um framlengt vilyrði fyrir lóðum í Fossnesi nr. 16, 18 og 20.pdf
10. 2108273 - Beiðni um upplýsingar vegna ársreiknings 2020 og fjárhagsáætlun 2021
Beiðni frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 19. ágúst, um upplýsingar vegna ársreiknings 2020 og fjárhagsáætlun 2021.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að svara erindinu og leggja fyrir bæjarráð.
Ársreikningur 2020 og fjárhagsáætlun 2021.pdf
11. 2108276 - Vegamót við Álfsstétt Eyrarbakka
Mikil hætta stafar af krossgötunum á mótum Eyrarbakkavegar, Álfsstéttar og aðkomuvegar upp í hesthúsabyggð á Eyrarbakka. Bæjarstjóri og sviðsstjóri mannvirkja- og umhverfissviðs funduðu með Vegagerðinni um málið í liðinni viku.
Bæjarráð samþykkir að vegtenging inn á hesthúsasvæðið við Eyrarbakka verði færð til austurs í samræmi við gildandi skipulagi þannig að ekki verði um krossgötur að ræða, enda ekki gert ráð fyrir núverandi krossgötum á gildandi skipulagi. Verkið verði unnið í samráði við Vegagerðina.
Leggur bæjarráð til við eigna- og veitunefnd að gert verði ráð fyrir fé til framkvæmdanna á fjárhagsáætlun næsta árs.
12. 1503064 - Kaffi fyrir 75 ára íbúa Árborgar
Tillaga frá 25. fundi frístunda- og menningarnefnd, frá 23. ágúst, liður 5. Kaffi fyrir 75 ára íbúa Árborgar.

Lögð var fram tillaga frá fulltrúa M-lista um að 75 ára afmæliskaffið sem halda átti í ár fyrir árganga fædda 1945 og 1946 verði aflýst og fjármagnið nýtt til frekari heilsueflingar fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu.

Í ljósi aðstæðna lagði nefndin til við bæjarráð að tillagan yrði samþykkt.

Í ljósi aukins svigrúms í nýjum sóttvarnarreglum mælist bæjarráð til þess að afmæliskaffið verði haldið og því fundin tímasetning fljótlega, t.d. í tengslum við Menningarmánuðinn október.
Fundargerðir
13. 2107008F - Skipulags og byggingarnefnd - 74
74. fundur haldinn 11. ágúst.
14. 2108019F - Frístunda- og menningarnefnd - 25
25. fundur haldinn 23. ágúst.
Fundargerðir til kynningar
15. 2101401 - Fundargerðir stjórnar SASS 2021
571. fundur haldinn 13. ágúst.
Lagt fram til kynningar.
571. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica