Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 90

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
16.03.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2203172 - Deiliskipulagsbreyting óveruleg - Austurvegur 65 Lnr.192144
Anne B. Hansen Eflu,f.h. Mjólkurbús Flóamanna ehf og Mjólkursamsölunnar ehf, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 á Selfossi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í gildi er deiliskipulag, samþykkt í bæjarstjórn Árborgar og staðfest í B-deild stjórnartíðinda 12 jan. 2005. Svæðið er skilgreint sem iðnaðarsvæði og áfram er gert ráð fyrir sambærilegri starfsemi sem áfram kann að valda hljóð-, lyktar og ásýndaráhrifum.
Umfang og forsendur breytingar:
Unnin hefur verið breyting aðal- og deiliskipulags á Árbakka. Breyting aðalskipulags á hluta svæðis milli Ölfusár og Austurvegar var auglýst í B-deild 28.07.2021. Gildandi deiliskipulag á Árbakka var staðfest 13.06.2007 og gerð er breyting með það að markmiði að fjölga íbúðum. Lögð er fram minniháttar breyting deiliskipulags fyrir Austurveg 65, með það að markmiði að samræma skipulagsmörk við mörk deiliskipulag íbúðabyggðar við Árbakka. Breytingin felst í færslu skipulagsmarka að norðanverðu til suðurs. Samhliða minnka byggingarreitir II og IV lítillega. Einnig er gert ráð fyrir mögulegri færslu lagnaleiða. Þá tekur breytingin til gr. 1.1 og 3.8 í greinargerð, þar sem gerð er ítarlegri grein fyrir stærðum, staðháttum auk kvaða. Að öðru leiti en að ofan greinir, gilda skipulagsskilmálar eldra skipulags samþykkt í B-deild Stjórnartíðinda 12. janúar 2005.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga, sem óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi. Þar sem að breytingin varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins sjálfs og umsækjanda, leggur skipulagsnefnd til að fallið verði frá grenndarkynningu. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun tillöguna til varðveislu og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
2. 2203170 - Fyrirspurn um lóð - Fossnes Lnr. 178303
Þórður Smári Sverrisson f.h. Sláturfélags Suðurlands svf, leggur fram fyrirspurn vegna lóðar í eigu félagsins í Fossnesi landnúmer 178303 (skv, meðfylgjandi loftmynd):
Sláturfélag Suðurlands svf, rekur sláturhús í Fossnesi á Selfossi. Þrjá mánuði á ári fjölgar verulega starfsfólki vegna sauðfjárslátrunar í starfsstöðinni sem þarf að sjá fyrir húsnæði. Á fyrrgreindri lóð var húsnæði sem þjónaði því hlutverki að hýsa þetta fólk en þegar komið var að viðhaldi á húsinu reyndist það illa farið og mikið asbest í því og því var það rifið eftir kúnstarinnar reglum. Áhugi er fyrir því að gera slíka aðstöðu að nýju í áföngum.
Spurt er hvort leyfi fáist fyrir því að setja upp vinnubúðir (óákveðin gerð) á “léttar? undirstöður, á allt að tveimur hæðum með grunnflöt um 140 fermetrar í fyrsta áfanga fyrir haustið 2022.

Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag fyrir umráðasvæði Sláturfélags Suðurlands. Hyggi Sláturfélagið á frekari framkvæmdir / uppbyggingu innan sinna lóða hvetur nefndin til að að unnið verði deiliskipulag fyrir svæðið.
3. 2112218 - Árbakki - Deiliskipulagsbreyting
Mál áður á dagskrá skipulagas- og byggingarnefndar 9.03.2022: Batteríið Arkitektar leggja fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Árbakka, Árborg. Gildandi deiliskipulag er frá árinu 2007 og breytt 2008. Deiliskipulagsbreytingin mun taka yfir gildandi deiliskipulag innan deiliskipulagsmarka hennar. Svæðið sem um ræðir liggur norðvestan byggðar á Selfossi, meðfram Ölfusá. Svæðið markast af Ölfusá til vesturs, atvinnuhúsa- og íbúðabyggð til suðurs, útivistarsvæði og fyrirhuguðu vegstæði fyrir þjóðveg til norðausturs. Aðkomur að svæðinu er frá Árvegi að vestan og frá Laugardælavegi að austan. Svæðið er að mestu flatlent en hallar lítillega til norðurs í átt að Ölfusá. Skipulagstillagan er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030, þ.m.t. breytingu á aðalskipulagi Árborgar 2010-2030, sem öðlaðist gildi 28. júlí. 2021. Deiliskipulagssvæðið, um 20 ha að flatarmáli, er skipulagt fyrir íbúðarbyggð með tveimur megin aðkomuleiðum inn á svæðið. Í núgildandi deiliskipulagi var gert ráð fyrir allt að 287 íbúðum. Í breyttu skipulagi er gert ráð fyrir u.þ.b. 550 íbúðum. Þær skiptast í grófum dráttum þannig að um 20% íbúðanna verða í sérbýli, og um 80% íbúðanna verða í fjölbýlishúsum.
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu var auglýst frá 22.12.2022, með athugasemdafresti til og með 02.02.2022. Ein athugasemd auk sjö umsagna lögbundinna umsagnaraðila bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar umsagnir og athugasemd. Brugðist hefur verið við athugasemd og umsögnum sbr. "Minnisblað-umsagnir og athugasemdir" dags. 16.03.2022. Megin breyting tillögunnar eftir auglýsingu er að deiliskipulagssvæðið er minnkað um c.a. 4 ha., en gert er ráð fyrir óbreyttum fjölda íbðúða. Samhliða breytingu á deiliskipulagi fyrir Árbakka er gerð óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Austurveg 65 til samræmingar á deiliskipulagsmörkum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Árbakka með áorðnum breytingum eftir auglýsingu og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir hafa lagt fram fyrirspurn, um hvort leyfi fáist til að hækka tilvoanandi mannviki á lóð úr 6,5m á hæð í 7,0m hæð. Fyrirspurn er tilkomin vegna uppbyggingar á þaki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 9.2.2022 að breyttir uppdrættir skyldu grenndarkynntir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning hefur farið fram og var tillagan kynnt fyrir eigendum fasteigna við Heiðarveg 2,3,4 og Kirkjuveg 8,8a,8b,10,12,14,16. Gefinn var frestur til 9.3.2022 til að koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum. Á fundi nefndarinnar 9.3.2022 var fyrirspurn tekin til afgreiðslu eftir grenndarkynningu og var samþykkt að vísa fyrirspurninni til afgreiðslu byggingarfulltrúa, þar sem ekki höfðu borist athugasemdir. Eftir að fundi lauk uppgötvaðist að það hafði borist ein athugasemd frá eigendum Kirkjuvegs 10-12 á Selfossi, þar sem áformum um hækkun húss er mótmælt, og muni sú hækkun hafa áhrif á skuggavarp í bakgarði húss.
Unnin hefur verið skuggavarpsgreining vegna fyrirhugaðrar hækkunnar byggingarinnar. Skv. henni er um óverulegan mun að ræða á skuggavarpi. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við byggingarfulltrúa að byggingaráform verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa falið að senda skuggavarpsgreiningu á þann aðila sem athugasemdir gerði.
5. 2203130 - Aðalvík 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Í samræmi við byggingarreglugerð, 5 mgr. gr 2.4.2, óskar byggingarfulltrúi umsagnar skipulagsfulltrúa/skipulagsnefndar, vegna fráviks í gildandi deiliskipulagi. Fyrir liggja aðaluppdrættir vegna byggingarleyfisumsóknar Jórvíkur fasteigna ehf., vegna 6 íbúða fjölbýlishús á lóðinni Aðalvík 4, á Selfossi.
Matshluti 0104, inntaksrými 3,0 m2 sem er staðsett undir stigapalli er einnig staðsett utan afmarkaðs byggingarreits.


Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óveruleg frávik frá gildandi deiliskipulagi sé að ræða og gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi samþykki byggingaráform.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica