Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 62

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
31.03.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra,
Starfsmenn
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 2101070 - Gagnheiði 59 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
G.S. fasteignafélag ehf. sækir um leyfi til að gera breytingar utanhúss á atvinnumannvirki.

Frestað.
3. 2102042 - Grashagi 1C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Brynjar Ingi Magnússon sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu. Helstu stærðir 23,2m²
Erindið var áður á 59. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og fór fyrir skipulagsnefnd sem gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
4. 2102420 - Austurvegur 69a - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Árfoss ehf. sækir um leyfi til að byggja verslunar- og þjónustuhús. Helstu stærðir 1.330m² 9.389,8m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
5. 2103090 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Norðurleið 19
Hafþór Ingi Bjarnason tilkynnir um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi á lóð.
Erindið var áður á 61. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa og var frestað.
Borist hefur greinargerð framkvæmdaraðila sem er gert grein fyrir áformum uppbyggingar á lóðinni.

Framkvæmdin fellur ekki undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar sem framkvæmd undanþegin byggingarleyfi og er því háð byggingarleyfi.

Byggingaráform samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.
6. 2103304 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Dagdvöl aldraðara að Austurvegi 21,Árbliki
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir dagdvöl aldraðra Árbliki.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica