Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 62

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
24.02.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Sölvi Leví Gunnarsson byggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að taka mál nr. 7 á dagskrá, með afbrigðum.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2101156 - Gagnheiði 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt er um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Gagnheiði 3 Selfossi, óskað eftir að erindið fari í grenndarkynningu.
Þar sem að fyrirhuguð viðbygging mun ekki vera innan byggingarreits, er hún ekki ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir Gagnheiði frá desember 1983, með síðari breytingum. Að mati skipulags- og byggingarnefndar er um óveruleg frávik að ræða og er því samþykkt að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Gagnheiðar 1 og 5, Heimahaga 2, 4, 6 og 8.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
2. 2102221 - Lóðarskifting - Eyrargata 41b
Sótt er um að skipta upp lóðinni Eyrargötu 41b á Eyrarbakka. Til verður lóðin Eyrargata 41 C þar sem gert er ráð fyrir byggingu íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptin og staðfang hinnar nýju lóðar. Þar sem að ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir umrætt svæði fer nefndin fram á að þegar verður sótt um byggingarleyfi á hinni nýju lóð, verði það grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Lóðarskipting.pdf
3. 2102300 - Úthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Fyrirspurn varðandi fyrirhugaða (við)byggingu bílageymslu að Úthaga 2 Selfossi
Skv. samþykktum lóðablöðum er gert ráð fyrir byggingu bílskúra á lóðum í Úthaga. Því tekur skipulags- og byggingarnefnd jákvætt í fyrirspurnina.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
4. 2011149 - Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Nauthagi
Breytingin tekur svæðis sem skilgreint er sem almennt útivistarsvæði í gildandi aðalskipulagi ú2. Reiturinn ú2 vestan Nauthóla er um 8.000 m2 að stærð. Stofnuð verður stök 1.800 m2 íbúðarlóð og mun reiturinn því minnka um tilsvarandi stærð og verða eftir breytingu um 6.200 m2.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á aðalskipulagi verði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Arborg_Adalsk-breyt-Nauthagi-01_Reitur-02-TIL-YFIRLESTRAR.pdf
5. 2102349 - Deilskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina íbúðarlóð fyrir nýjan íbúðarkjarna á Selfossi, þar sem gert er ráð fyrir 6‐9 íbúðum á vegum Bergrisans / Ás styrktarfélags. Staðsetning íbúðarkjarnans við Nauthaga hefur verið valin með þær forsendur í huga, sem eru m.a. aðgengi, nálægð við þjónustu og útivistarsvæði, gott aðgengi o.fl.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að deiliskipulagslýsing verði kynnt fyrir almenningi og óskað umsagna umsagnaraðila í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Nauthagi-sambyli-skipulagslysing-01-TIL-YFIRLESTRAR.pdf
6. 2102357 - Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflot 3-9
Breytingin felur í sér að einbýlishúsalóðirnar við Þykkvaflöt 3,5, 7 og 9 verða sameinaðar í tvær raðhúsalóðir með 4 íbúðum á einni hæð með bílageymslu í enda íbúðum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd óskar eftir umsgögn hverfaráðs Eyrarbakka varðandi tillöguna.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Þykkvaflöt - deiliskipulagsbreyting.pdf
7. 2102042 - Grashagi 1C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða leyfisveitingu. Nefndin telur ekki ástæðu til grenndarkynningar þar sem að umrædd framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjanda.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt
Fundargerð
8. 2102005F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 59
Fundargerð 59. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.
8.1. 2008081 - Suðurbraut 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Þorvaldsson sækir um leyfi til að byggja geymslu og bílskúr.

Helstu stærðir
250m²
1.309m³
Framkvæmd samræmist ekki ákvæðum í gr.5.3 og 5.5. greinargerð deiliskipulags.
Erindinu hafnað

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2102042 - Grashagi 1C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Brynjar Ingi Magnússon sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu.

Helstu stærðir
23,2m²
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Vísað í nefnd

Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2101114 - Bjarmaland - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hugi Freyr Valsson sækir um leyfi til að byggja bílskúr.
Var áður á fundi 57 og var sent til skipulagsnefndar.

Helstu stærðir
55,9m²
225,8m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2102240 - Hagalækur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lárus Gestsson sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri.

Helstu stærðir
198,1m²
754,6m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2102119 - Móstekkur 15-17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jón Reykjalín Björnsson sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu úr gleri.
Framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Erindinu hafnað

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2102206 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Hjarðarholt 3
Ívar Freyr Hafsteinsson tilkynnir um framkvæmd utanhús undanþegna byggingaleyfi.
Tilkynningarskyld framkvæmd sbr. gr. 2.3.5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2102250 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi - Gráhella 13
Guðmundur Búason tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2102261 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 9
Þórhildur Kristjánsdóttir tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2102262 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 7
Hólmfríður S. Gylfadóttir tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undanþegna byggingarleyfi
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 2102266 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 5
AR Prójekt ehf. tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 2102267 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 15
Kjartan Tryggvason tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 2102269 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 3
Einar Magnússon tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 2102273 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 1
Pétur Daði Heimisson tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.14. 2102268 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi - Gráhella 11
Davíð Valsson tilkynnir um framkvæmd á skjólveggjum og girðingum á lóð undaþegna byggingaleyfi.
Óskað er eftir frekari gögnum.
Málinu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.15. 2012029 - Stöðuleyfi - Efra Sel
E11 ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir vegna uppbyggingar á einbýlishúsi og viðgerða á minkahúsi.
Erindinu hafnað.
Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir starfsmannabúðir.

Niðurstaða þessa fundar
8.16. 2102028 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir veitingastað Eyravegi 3
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir veitingastað að Eyravegi 3
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.17. 2102215 - Rekstrarleyfisumsögn - Ocean Beach Apartments
Sýslumaðurinn á Suðurlandi biður um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Kumbravogi 4 Stokkseyri.
Málinu er frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.18. 2102239 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir mathöll Brúarstræti 2
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna útgafu starfsleyfis fyrir Mathöll.
Öryggisúttekt hefur ekki farið fram.
Málinu er frestað.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica