Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 4

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
07.09.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Gísli Guðjónsson varamaður, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
Rósa Sif Jónsdóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Rósa Sif Jónsdóttir, ritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.

Forseti býður Gísla Guðjónsson, varamann B-lista, sérstaklega velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Forseti leitar afbrigða að taka á dagskrá mál frá 6. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. september, lið 1, Larsenstræti 2, óveruleg breyting á deiliskipulagi. Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206245 - Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka
Tillaga frá 2. fundi fræðslunefndar frá 25. ágúst sl. liður 3. Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka.

Formaður lagði til að hópurinn beri heitið undirbúningshópur og hópinn skipi eftirtaldir: Brynhildur Jónsdóttir, formaður, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.
Með undirbúningshópi starfi sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði. Einnig skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, fulltrúar starfsfólks og fulltrúar foreldra nemenda við skólann. Fleiri aðilar skólasamfélagsins geta verið kallaðir til vegna hugmyndavinnu en undirbúningsferli hönnunar frá hinu almenna til hins sérstæða (Design Down Process) gafst afar vel í undirbúningsvinnu hins nýja Stekkjaskóla. Verkefnastjóri verði ráðinn sem boðar til funda og heldur utan um vinnu undirbúningshópsins.

Einnig var erindisbréf lagt fram.

Samþykkt samhljóða og lagði fræðslunefnd til að bæjarstjórn samþykkti erindisbréfið.


Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Erindisbréf f. undirbúningshóp BES.pdf
2. 2208264 - Friðland í Flóa- Endurheimt votlendis - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Tillaga frá 5. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 31. ágúst, liður 4. Friðland í Flóa- Endurheimt votlendis - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Einar Bárðarson f.h. Votlendissjóðs, óskar eftir leyfi sveitarfélagsins, (framkvæmdaleyfi) sem felur í sér að loka gömlum skurðum sem liggja vestan við og sunnan við Óseyraveg, skv. meðfylgjandi gögnum. Fyrirhugaðar framkvæmdir eru ekki taldar hafa áhrif á tún nágrannajarða eða önnur nálæg mannvirki. Fuglavernd Íslands og Votlendissjóður hafa gert með sér samning um endurheimt votlendis í Friðlandinu Flóa í sveitarfélaginu Árborg. Landsvæðið er í eigu Árborgar. Markmið með fyrirhuguðum framkvæmdum er að skapa betra búsetuskilyrði fyrir fugla og á sama tíma binda kolefni.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:

Hér með leggja undirrituð til að staðfestingu á framkvæmdaleyfi vegna endurheimt votlendis í Friðlandi í Flóa verði frestað og Náttúrufræðistofnun Íslands verði fenginn til að vinna vistgerðarkort fyrir Friðland í Flóa með svohljóðandi bókun:
“Þrátt fyrir að undirrituð geri ekki athugasemdir við ávinning þess að loka gömlum skurðum með það í huga að endurheimta votlendi og binda kolefni þá er viðbúið að það geti haft margvísleg áhrif á vistkerfi svæðisins, ásýnd og landnýtingu til framtíðar.
Undirrituð telja að það sé nauðsynlegt fyrir framtíð svæðisins að fá Náttúrufræðistofnun Íslands til að vinna vistgerðarkort fyrir Friðland í Flóa og nálæg svæði sem yrði síðan grunnur fyrir sveitarfélagið til að taka upplýstar ákvarðanir um alla landnotkun og áætlanagerð, s.s. vegna náttúruverndar, skipulagsmála, mats á umhverfisáhrifum framkvæmda og náttúruvöktunar.
Undirrituð telja að með þessu sé unnt að koma í veg fyrir að mistök verði gerð þegar ákvarðanir verða teknar um framkvæmdir á svæðinu líkt og gerðist fyrir nokkrum árum þegar fyllt var uppí hluta af Stakkholtsósnum þar sem talið var að hann væri gamall skurður. Stakkholtsósinn er hins vegar náttúrulegt afrennsli af svæðinu og getið er um í Landnámu.

Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista
Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista
Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista
Gísli Guðjónsson, varabæjarfulltrúi B-lista


Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum að fresta afgreiðslu á framkvæmdaleyfi vegna endurheimts votlendis í Friðlandi í Flóa.
Flói, friðland, bréf til Árborgar, agust 2022.pdf
3. 2207196 - Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)
Tillaga frá 5. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 31. ágúst, liður 6. Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)

Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 27.7.2022:
María Dís Ásgeirsdóttir f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við endurnýjun yfirborðs götu og lagningu gangstétta á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Vegkaflinn afmarkast frá húsi nr.42, að vestan og austur að húsi nr. 49 við Eyrargötu.
Nú er óskað eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu gangstétta, og hafa borist ítarlegri gögn.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti umsókn um framkvæmdaleyfi, og lagði til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn yrði samþykkt, og skipulagsfulltrúa yrði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.


Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum umsókn um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við endurnýjun yfirborðs götu og lagningu gangstétta á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Eyrarbakki_honnun_06_Gotukantur-sudur-2022.pdf
4. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki nr. 8

Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 8.pdf
5. 2208279 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Tillaga af 2. fundi félagsmálanefndar frá 31. ágúst, liður 6. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálanefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

Helga Lind Pálsdóttir, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.
Drög að reglum sveitafélagsins Árborgar um sérstakan húnsæðisstuðning.pdf
6. 2208269 - Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi
Tillaga af 6. fundi skipulags- og bygginarnefndar, frá 6. september, liður 1. Larsenstræti 2. - Óveruleg breyting á deiliskipulagi.

Mál áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar 31.8.2022:
"Larsen hönnun og ráðgjöf, lagði fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi Merkilandstúns (Larsenstræti). Um er að ræða lóðina Larsenstræti 2, sem er skilgreind verslunar- þjónustu og athafnalóð. Breytingin felur í sér að gert er útskot á hluti byggingarreits að vestanverðu, til að koma fyrir inntaksrými væntanlegs húss. Aðrir eldri skilmálar deiliskipulags breytast ekki.
Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu og óskaði eftir fullnægjandi gögnum. Skipulagsfulltrúa var falið að hafa samband við umsækjanda."
Borist hafa ítarlegri gögn frá hönnuðum.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða, enda liggi fyrir samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar, Langholti 1.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 , og fól skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
Skipulags og byggingarnefnd bendir lóðarhafa á að huga að aðgengi gangandi og hjólandi innan lóðar og góð aðstaða sé fyrir hjólreiðamenn.

Lagt var til við bæjarstjórn að samþykkja breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og fela skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.


Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum breytingartillögu í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna og auglýsa í B-deild Stjórnartíðinda.
102_Larsenstræti 2.pdf
101_Larsenstræti 2.pdf
100_Larsenstræti 2.pdf
Larsenstræti 2_deiliskipulagsbreyting_3.pdf
Fundargerðir
7. 2208014F - Bæjarráð - 7
7. fundur haldinn 25. ágúst.

Bragi Bjarnason, D-lista, tekur til máls undir lið 1. milliuppgjör og fjárhagstölur 2022 og lið 2, afnotaleyfi vegna Haustgildis 2022 og lið 5. mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar óskar eftir að 2. varaforseti Bragi Bjarnason taki við stjórn fundarins.
8. 2208018F - Frístunda- og menningarnefnd - 2
2. fundur haldinn 23. ágúst.

Kjartan Björnsson, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls undir lið 1, Menningarmánuðurinn október 2022 og lið 2, stuðningur við börn með sérþarfir í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Kjartan Björnsson, forseti tekur við stjórn fundarins.
9. 2208019F - Eigna- og veitunefnd - 3
3. fundur haldinn 23. ágúst.

Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, tekur til máls undir lið 1, fjárfestingaráætlun 2022-2025, lið 3, frístundamiðstöð- hönnun og framkvæmdir, lið 4, nýr miðlunargeymir Austurvegi 67 og lið 5, bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóla.
Álfheiður Eymarsdóttir, Á- lista tekur til máls undir lið 1, fjárfestingaráætlun 2022-2025, lið 3, frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir og lið 4, nýr miðlunargeymir Austurvegi 67.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls undir lið 3, frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir og lið 4, nýr miðlunargeymir Austurvegi 67.
10. 2208007F - Fræðslunefnd - 2
2. fundur haldinn 25. ágúst.

Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, D-lista tekur til máls undir lið 2, menntastefna Árborgar.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista tekur til máls undir lið 1, minnisblað um skólaþjónustu Árborgar.
11. 2208030F - Bæjarráð - 8
8. fundur haldinn 1. september.

Bragi Bjarnason, D-lista tekur til máls undir lið 3, fjölgun rafhleðslustöðva í Sveitarfélaginu Árborg.
Álheiður Eymarsdóttir, Á lista, tekur til máls undir lið 1, starfshópur um kennslusundlaug við Sunnulækjarskóla og lið 2, tillaga um stofnun starfshóps um hönnun á útisvæði Sundhallar Selfoss.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls undir lið 4, mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar óskar eftir að 2. varaforseti Bragi Bjarnason taki við stjórn fundarins.

Kjartan Björnsson, D-lista tekur til máls undir lið 4, mönnun heilbrigðisstarfsfólks á landsbyggðinni.

Kjartan Björnsson, forseti tekur við stjórn fundarins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:13 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica