Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 63

Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
15.10.2025 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar,
Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson varamaður, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2502001 - Búgarðabyggð í landi Byggðarhorns, lóðir 7 og 56 - Deiliskipulagsbreyting
Tillaga frá 51. fundi skipulagsnefndar frá 8. október sl. liður 3. Búgarðabyggð í landi Byggðarhorns, lóðir 7 og 56 -
Deiliskipulagsbreyting.

Lögð er fram eftir auglýsingu tillaga að breytingu á deiliskipulagi Byggðarhorns Búgarðabyggðar vegna uppskiptingar/fjölgunar lóða.
Tillagan var auglýst frá 17. júlí - 28. ágúst 2025. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Náttúruverndarstofnun og Vegagerðinni. Athugasemdir og ábendingar eru settar fram í umsögn Vegagerðarinnar þar sem meðal annars er talað um að fyrirhugaðar breytingar á skipulagi svæðisins uppfylli ekki lágmarkskröfur skv. veghönnunarreglum og getur stofnunin því ekki fallist á tillöguna. Einnig eru ábendingar settar fram í umsögn Náttúruverndarstofnun þar sem áhersla er lögð á að fuglalíf og búsvæði þess verði kortlögð og metin við frekari skipulagsvinnu. Ein athugasemd barst frá Stefáni Halldórssyni lóðarhafa á svæðinu, þar sem hann m.a. bendir á skort á viðhaldi vegar, auk þessa sem álag á veginn hefur aukist töluvert með fjölgun lóða. Þá beinir hann því til sveitarfélagsins að hefja hið fyrsta lagningu á sverari stofnlögn hitaveitu, til að anna svæði betur, auk þess að gera varanlegar úrbætur á vegi.

Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að samþykkja framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Nefndin telur að brugðist hafi verið við umsögnum sem bárust vegna málsins með fullnægjandi hætti innan gagnanna þar sem aðkomum að lóðum er ekki fjölgað og núverandi afleggjarar samnýttir. Ekki kemur því til þess að um breytingu á fjölda afleggjara sé að ræða frá núgildandi deiliskipulagi svæðisins. Að mati nefndarinnar er ekki ástæða til að kortleggja svæðið sérstaklega m.t.t. fuglalífs á grundvelli framlagðrar deiliskipulagsbreytingar enda felur hún ekki í sér verulega þéttingu byggðar og áfram er um dreifða byggð að ræða á skilgreindu landbúnaðarlandi. Varðandi athugasemdir íbúa tekur skipulagsnefnd undir áhyggjur er varðar vegamál svæðisins. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að Vegagerðin verði hvött til aðgerða vegna viðhalds héraðsvegar um svæðið. Varðandi athugasemd er varðar uppbyggingu veitna bendir nefndin á að gera megi ráð fyrir eðlilegum viðhaldi veitna á svæðinu samhliða uppbyggingu í samræmi við umfang og þörf. Nefndin mælist til þess að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti.
Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur íbúa af vegamálum svæðisins og hvetur Vegagerðina til aðgerða vegna viðhalds héraðsvegar um svæðið.
Athugasemd íbúa, Byggðarhorn Búgarður lóðir 7 og 56 dskbr. 26.8.2025.pdf
deilisk09_02_Breyting-2025-A.pdf
Umsögn Náttúruverndarstofnununar dags.29.8.2025.pdf
Umsögn Vegagerðarinnar 28.8.2025 NÝ, Búgarðabyggð lóðir 7 og 56 dskbr.pdf
2. 2308048 - Nafnabreyting á landi - Hæringsstaðir lóð - Sólveigarstaðir
Tillaga frá 51. fundi skipulagsnefndar frá 8. október sl. liður 4. - Nafnabreyting á landi - Hæringsstaðir lóð - Sólveigarstaðir.

Lögð er fram beiðni um breytingu á staðfangi lóðarinnar Hæringsstaðir lóð, L192571. Í breytingunni felst að lóðin taki upp staðfangið Sólveigarstaðir.

Skipulagsnefnd mælist til þess við bæjarstjórn að ekki verði gerð athugasemd við nýtt staðfang lóðarinnar. Lóðarhafi er hvattur til að hnitsetja og skilgreina legu landsins með fullnægjandi hætti til framtíðar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum nýtt staðfang lóðarinnar Hæringsstaðir lóð, L192571.
8541-001-LOB-001-V01-Hæringsstaðir.pdf
3. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Tillaga frá 145. fundi bæjarráðs frá 9. október sl. liður 1. Viðauki við fjárhagsáætlun 2025. Viðauki nr. 6.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025. Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu sveitarfélagsins Árborgar er kr. 23.788.199,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta áætluð jákvæð um kr. 123.366.000. Áhrif viðaukans á sveitasjóð A hluta eru kr. 23.239.149,- og lækkar því rekstrarafgangur í A hluta og er áætlaður neikvæður um rúmar kr. 509.150.000,- eftir að viðauki er samþykktur. Viðaukanum er mætt lækkun á handbæru fé.

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
Viðauki 6 - Fjárhagsáætlun 2025_loka.pdf
4. 2510084 - Opnunartími - Sundhöll Selfoss
Á 145. fundi bæjarrás var mótatkvæði við afgreiðslu málsins er það því hér lagt fram til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Samstarf Sundhallar Selfoss og World Class
Minniblað frá deildarstjóra frístundaþjónustu og forstöðumanni sundlauga, dags. 2. október vegna samstarfs Sundhallar Selfoss og World Class.
Formaður leggur til við bæjarráð að samstarfssamningur Árborgar og World Class frá 2. október 2015 verði uppfærður í samræmi við aukið framlag World Class við þrif í Sundhöll Selfoss. Einnig að samhliða tilfærslu á verkefnum til World Class verði opnunartími Sundhallar Selfoss lengdur á mánudögum til fimmtudags um 60 mínútur. Lengdur opnunartími taki gildi 24. nóvember 2025 og verði þá frá kl. 06:30-22:00 mánudaga til fimmtudags en óbreyttur á föstudögum og um helgar. Engin viðbótarkostnaður hlýst af breytingunum fyrir sveitarfélagið.

Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggja fram tillögu um að málinu verði frestað.
Tillaga um frestun er borin upp til atkvæða og felld með tveimur atkvæðum fulltrúa D- og Á lista en samþykkt af fulltrúa B-lista.

Tillaga formanns borin upp til atkvæða og samþykkt með tveimur atkvæðum D- og Á lista en fram kom mótatkvæði frá fulltrúa B-lista. Málinu er því vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar Árborgar.

Fulltrúar B- og S lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð óska eftir upplýsingum um kostnað sem fellur til miðað við að opnunartími Sundhallar Selfoss sé aukinn annars vegar frá kl. 21:00 til 21:30 og hins vegar til kl. 22:00. Eins og tillagan liggur fyrir vantar skýrari útreikninga á kostnaði. Undirrituð taka fram að þau eru ekki mótfallin lengingu opnunartímans en mikilvægt er að fyrir liggi nákvæm kostnaðargreining til þess að tryggja að ábyrg fjármálastjórnun sé ávallt höfð að leiðarljósi. Einnig óska undirrituð eftir að fá útreikninga á lengingu opnunartíma í sundlaug Stokkseyrar miðað við sem nú er.

Arnar Freyr Ólafsson B-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista

Fulltrúar D- og Á lista leggja fram eftirfarandi bókun:
Enginn kostnaðarauki felst í breytingunni vegna betri samninga við World Class. Þá er fyrirhugað að lengja opnunartíma í sundlaug Stokkseyrar í fjárhagsáætlunargerð 2026.

Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson, S-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.

Lagt er til við bæjarstjórn að samstarfssamningur Árborgar og World Class frá 2. október 2015 verði uppfærður í samræmi við aukið framlag World Class vegna þrifa í Sundhöll Selfoss. Samhliða tilfærslu á verkefnum til World Class verði opnunartími Sundhallar Selfoss lengdur á mánudögum til fimmtudags um 60 mínútur. Lengdur opnunartími taki gildi 1. desember 2025 og verði þá frá kl. 06:30-22:00 mánudaga til fimmtudaga en óbreyttur á föstudögum og um helgar. Engin viðbótarkostnaður umfram samþykkta fjárhagsáætlun hlýst af breytingunum fyrir sveitarfélagið.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum D-lista og Á-lista og atkvæði Ellýjar Tómsdóttur, B-lista. Bæjarfulltrúar S-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista sitja hjá.

Ellý Tómasdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Fundargerðir
5. 2509005F - Fræðslu- og frístundanefnd - 22
22. fundur haldinn 10. september.
Til máls taka Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
6. 2508018F - Skipulagsnefnd - 50
50. fundur haldinn 10. september.
7. 2507007F - Velferðarnefnd - 19
19. fundur haldinn 12. september.
Til máls tekur Helga Lind Pálsdóttir, D-lista.
8. 2509014F - Bæjarráð - 142
142. fundur haldinn 18. september.
Til máls taka Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista.
9. 2509021F - Bæjarráð - 143
143. fundur haldinn 25. september.
Til máls taka Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista.
10. 2509028F - Bæjarráð - 144
144. fundur haldinn 1. október.
Til máls tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.
11. 2510005F - Bæjarráð - 145
145. fundur haldinn 9. október.
Til máls taka Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista.

Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, tekur við stjórn fundarins kl. 17:26.

Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.

Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á ný við stjórn fundarins kl. 17:33.

Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:49 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica