Bæjarstjórn - 63 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 15.10.2025 og hófst hann kl. 16:00 |
|
Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista, Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Helga Lind Pálsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson varamaður, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista, Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista, Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari. |
|
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarritari |
|
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð. Engar athugasemdir eru gerðar. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2502001 - Búgarðabyggð í landi Byggðarhorns, lóðir 7 og 56 - Deiliskipulagsbreyting |
Til máls tekur Bragi Bjarnason, D-lista.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum framlagt deiliskipulag eftir auglýsingu. Bæjarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd að brugðist hafi verið við umsögnum með fullnægjandi hætti. Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið taki gildi með birtingu auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð Skipulagsstofnunar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn tekur undir áhyggjur íbúa af vegamálum svæðisins og hvetur Vegagerðina til aðgerða vegna viðhalds héraðsvegar um svæðið. |
Athugasemd íbúa, Byggðarhorn Búgarður lóðir 7 og 56 dskbr. 26.8.2025.pdf |
deilisk09_02_Breyting-2025-A.pdf |
Umsögn Náttúruverndarstofnununar dags.29.8.2025.pdf |
Umsögn Vegagerðarinnar 28.8.2025 NÝ, Búgarðabyggð lóðir 7 og 56 dskbr.pdf |
|
|
|
2. 2308048 - Nafnabreyting á landi - Hæringsstaðir lóð - Sólveigarstaðir |
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 11 atkvæðum nýtt staðfang lóðarinnar Hæringsstaðir lóð, L192571.
|
8541-001-LOB-001-V01-Hæringsstaðir.pdf |
|
|
|
3. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |
Viðauki 6 - Fjárhagsáætlun 2025_loka.pdf |
|
|
|
4. 2510084 - Opnunartími - Sundhöll Selfoss |
Til máls taka Bragi Bjarnason, D-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson, S-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista.
Lagt er til við bæjarstjórn að samstarfssamningur Árborgar og World Class frá 2. október 2015 verði uppfærður í samræmi við aukið framlag World Class vegna þrifa í Sundhöll Selfoss. Samhliða tilfærslu á verkefnum til World Class verði opnunartími Sundhallar Selfoss lengdur á mánudögum til fimmtudags um 60 mínútur. Lengdur opnunartími taki gildi 1. desember 2025 og verði þá frá kl. 06:30-22:00 mánudaga til fimmtudaga en óbreyttur á föstudögum og um helgar. Engin viðbótarkostnaður umfram samþykkta fjárhagsáætlun hlýst af breytingunum fyrir sveitarfélagið.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 8 atkvæðum D-lista og Á-lista og atkvæði Ellýjar Tómsdóttur, B-lista. Bæjarfulltrúar S-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista sitja hjá.
Ellý Tómasdóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu. |
|
|
|
|
Fundargerðir |
5. 2509005F - Fræðslu- og frístundanefnd - 22 |
Til máls taka Brynhildur Jónsdóttir, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. |
|
|
|
6. 2508018F - Skipulagsnefnd - 50 |
|
|
|
7. 2507007F - Velferðarnefnd - 19 |
Til máls tekur Helga Lind Pálsdóttir, D-lista. |
|
|
|
8. 2509014F - Bæjarráð - 142 |
Til máls taka Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista. |
|
|
|
9. 2509021F - Bæjarráð - 143 |
Til máls taka Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Arnar Freyr Ólafsson, B-lista. |
|
|
|
10. 2509028F - Bæjarráð - 144 |
Til máls tekur Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista. |
|
|
|
11. 2510005F - Bæjarráð - 145 |
Til máls taka Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista og Bragi Bjarnason, D-lista.
Brynhildur Jónsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar, tekur við stjórn fundarins kl. 17:26.
Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls.
Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, tekur á ný við stjórn fundarins kl. 17:33.
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Sveinn Ægir Birgisson, D-lista taka til máls. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:49 |
|