Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 74

Haldinn á vesturvæng Ráðhúss,
08.02.2024 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Axel Sigurðsson varamaður, Á-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2301186 - Fjárhagsleg markmið og eftirlit
Bæjarstjóri fer yfir stöðu mála.
Bæjarstjóri fer yfir stöðuna.
2. 2401372 - Tilnefningar eða framboð í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga 2024
Erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 30. janúar, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Áformað er að halda aðalfund Lánasjóðsins 14. mars í Hörpu í Reykjavík. Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til kjörnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 21. febrúar.
Lagt fram til kynningar.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.pdf
3. 2401331 - Rammasamningur um ráðgjöf - KPMG
Samningur milli KPMG og Sveitarfélagsins Árborgar vegna ráðgjafar í reikningsskilum og áætlanagerð.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.
4. 2402024 - Miðstöð héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu MHR
Kynningarbréf frá héraðsskjalavörðum um móttöku rafrænna gagna á vegum héraðsskjalasafna og stofnun Miðstöðvar héraðsskjalasafna um rafræna skjalavörslu
Lagt fram til kynningar.
MHR - Bréf til héraðsskjalasafna og sveitarfélaga 2024.pdf
5. 2402043 - Heimavist - Fjölbrautaskóli Suðurlands
Bókun stjórnar SASS um heimavist við FSu.

Stjórn SASS skorar á mennta- og barnamálaráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands verði eytt hið allra fyrsta. Samkvæmt upplýsingum frá skólastjórnendum þá rennur samningur um núverandi húsnæði heimavistarinnar út á vordögum 2024 og engar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja nemendum sem þess þurfa húsnæðisúrræði fyrir næsta skólaár.

Það markaði tímamót þegar samningar náðust um rekstur heimavistarinnar á haustdögum 2020 eftir nokkurra ára tímabil þar sem engin húsnæðisúrræði voru til staðar. Nýtingin á heimavistinni hefur verið mjög góð og það sætir því furðu að ríkið skuli ekki ganga frá samningum um áframhaldandi rekstur hennar þegar fyrir liggur að tilboð barst frá núverandi rekstraraðila.

Heimavist við skólann er lykilatriði í því að tryggja jafnrétti til náms á starfssvæði skólans og því með öllu óviðunandi að ríkið skuli bjóða ungmennum og fjölskyldum þeirra upp á þá óvissu sem nú er uppi.


Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SASS og skorar á mennta- og barnamálaráðherra og þingmenn kjördæmisins að beita sér tafarlaust fyrir því að óvissu vegna heimavistar við FSu verði eytt hið allra fyrsta.
6. 2402022 - Umsögn - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða 521. mál.
Erindi frá atvinnuveganefnd Alþingis dags. 1. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um 521. mál, frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
Umsagnarfrestur er til 15. febrúar.

Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða mál 521..pdf
Tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis.pdf
7. 2402023 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna 13. mál
Erindi frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 1. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um 13. mál, frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán).
Umsagnafrestur er til 15. febrúar.

Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna.pdf
Tölvupóstur frá allsherjar- og mennatamálanefnd.pdf
Fundargerðir
8. 2401029F - Eigna- og veitunefnd - 27
27. fundur haldinn 30. janúar.
9. 2401015F - Skipulagsnefnd - 21
21. fundur haldinn 31. janúar.
Fundargerðir til kynningar
10. 2402001 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2024
69. fundur haldinn 27. janúar.
Lagt fram til kynningar.
69. stjórnarfundur Bergrisans bs (1).pdf
11. 2401373 - Fundargerðir BÁ 2024
16. fundur haldinn 18. janúar.
Lagt fram til kynningar.
16 stjórn 180124 (1).pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:35 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica