Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 152

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
04.12.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2511342 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð - Þjónustustöð N1
Erindi frá Óðni Árnasyni fyrir fh. Yrkis eigna ehf, dags. 24. nóvember, þar sem óskað er vilyrði fyrir lóð fyrir þjónustustöð fyrir N1. Óskað er eftir heimild fyrir breytingu á aðal- og deiliskipulagi Fossness og Mýrarlands.
Bæjarráð samþykkir, á grundvelli 9. gr. reglna um úthlutanir lóða, að veita Yrki eignum ehf. vilyrði fyrir óstofnaðri 1-2 ha lóð sem ætluð verði fyrir uppbyggingu verslunar- og þjónustutengdrar starfsemi. Lóðin verði stofnuð úr upprunalandi Fossness, lnr. 161791, skv. fyrirliggjandi tillögu að grófum áformum og forsendum skipulags fyrir lóðina.

Bæjarráð samþykkir að Yrki eignum ehf. sé veitt heimild til að hefja skipulagsvinnu vegna lóðarinnar í samráði við skipulagsfulltrúa. Bæjarráð samþykkir enn fremur að ef til þess kemur að deiliskipulag verði samþykkt skuli Yrki eignir ehf. greiða, staðfestingargjald gegn vilyrði þessu, sem samsvarar lágmarks byggingarréttargjaldi skv. gjaldskrárleið 2 í samþykktum um gatnagerðargjald og byggingarréttargjald Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt
2. 2505234 - Kirkjugarður á Selfossi - framtíðarstaðsetning
Tillaga frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 26. nóvember sl. liður 7. Kirkjugarður á Selfossi - framtíðarstaðsetning.

Lögð er fram til kynningar skýrsla vegna greiningar á jarðvegsaðstæðum á Laugardælavelli við Glymskóga - Laugardælur land, L206116. Almennar umræðum um hugsanlega staðsetningu nýs kirkjugarðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða hugmynd um staðsetningu nýs Kirkjugarðar. Nefndin mælist til þess að skipulagsfulltrúi vinni minnisblað varðandi verkefni og leggi fyrir fund bæjarstjórnar. Mælist nefndin til þess við bæjarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að boða til fundar með Flóahreppi um framlagðar hugmyndir og hugsanlega skilgreiningu svæðisins innan aðalskipulags sveitarfélagsins.

Minnisblað skipulagsfulltrúa, dags. 27. nóvember er lagt fram.

Minnisblað skipulagsfulltrúa er lagt fram til kynningar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og í framhaldinu funda með sóknarnefnd Selfosskirkju um mögulegar tillögur að staðsetningu.
Samþykkt
3. 2511397 - Styrkbeiðni - samstarf og fræðsla um ADHD
Erindi frá ADHD samtökum, dags. 26. nóvember, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100-500 þúsund sem nýttur samkvæmt nánara samkomulagi.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Samþykkt
Almenn greinargerð um starfsemi adhd samtakanna -nóv 2025.pdf
Umsókn um styrk vegna fræðslu 2025.pdf
4. 2312193 - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks
Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs, deildarstjóra velferðarþjónustu og verkefnastjóra í málefnum flóttafólks, dags. 24. nóvember um ósk um endurnýjun á samningi um samræmda móttöku flóttafólks.
Bæjarráð samþykkir að framlengja gildandi samning við félags- og húsnæðismálaráðuneytið um eitt ár, þ.e. til 31. desember 2026 með nýjum viðauka.
Samþykkt
5. 2511343 - Beiðni um aukinn nemendakvóta í Tónsmiðju Suðurlands
Beiðni frá Tónkjallaranum ehf vegna Tónsmiðju Suðurlands, dags. 24. nóvember, um aukinn nemendakvóta til handa Tónkjallaranum ehf til að stytta biðlista og auka þjónustu í Árborg.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með fulltrúum Tónsmiðju Suðurlands.
Samþykkt
Ósk um aukinn kvóta v. Tónlistarkennslu Tónsmiðju Suðurlands 2025.pdf
6. 2412233 - Upplýsingar - umhverfismál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga
Erindi frá innviðaráðuneytinu, dags. 19. nóvember þar sem kynnt er skýrsla um markvissari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Kortlagning á aðgerðum sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.
Aðgerð 7 - kortlagning - samantekt.pdf
Tölvupóstur - Markvissari árangur á sviði umhverfis- og loftslagsmála.pdf
7. 2510393 - Fyrirkomulag - Hverfisráð Árborgar
Lagðar eru fram til umræðu tillögur að breyttum reglum um hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar.
Lagðar eru fram tillögur að breyttum reglum um hverfisráð Sveitarfélagsins Árborgar. Bæjarráð felur bæjarstjóra og bæjarritara að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja uppfærð drög fyrir bæjarráð.
Samþykkt
8. 2511377 - Söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. nóvember, þar sem fram kemur að unnið sé að endurhönnun á Upplýsingaveitur sveitarfélaga. Einnig kemur fram að Samband íslenskra sveitarfélaga taki yfir söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga fyrir árið 2026, næstu þriggja ára þar á eftir sem og útgönguspá fyrir 2025.
Lagt fram til kynningar.
Samband íslenskra sveitarfélaga tekur við söfnun fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2026.pdf
Fundargerðir
9. 2511021F - Umhverfisnefnd - 25
25. fundur haldinn 25. nóvember.
10. 2511022F - Eigna- og veitunefnd - 49
49. fundur haldinn 25. nóvember.
11. 2511007F - Skipulagsnefnd - 53
53. fundur haldinn 26. nóvember.
Fundargerðir til kynningar
12. 2508228 - Ársþing SASS 2025
Fundargerð ársþings haldið 23. og 24. október.
Samantekt ársþings.

Lagt fram til kynningar.
Samantekt ársþings SASS 2025.pdf
Fundargerð ársþings SASS 2025.pdf
13. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
339. fundur haldinn 13. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð SOS 13.11.2025.pdf
14. 2502026 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025
989. fundur haldinn 14. nóvember.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 989.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:22 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica