Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 164

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
03.12.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi, Halldór Ásgeirsson f.h. slökkviliðsstjóra.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2512021 - Eyrargata 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Shruthi Basappa hönnuður fyrir hönd Arndísar Reynisdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 181,6m² og 703,4m³.

Erindinu er frestað vegna ófullnægjandi gagna ásamt því að staðfesting á að lífsferilgreiningu hafi verið skilað inn til HMS fylgir ekki umsókn.
Frestað
2. 2511345 - Móstekkur 78 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Larsen hönnun og ráðgjöf ehf. eigandi af Móstekk 78 og Fossbygg ehf. eigandi af Móstekk 76b tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna skjólgirðingar nær lóðarmörkum en 3 metrar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áform er varðar skjólgirðingu enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5.e og leiðbeiningum HMS nr. 2.3.5. um skjólveggi og girðingar.
Samþykkt
3. 2512008 - Sigtún 32 - Tilkynning um samþykki á byggingaráformum - smáhýsi
Guðrún Jónsdóttir eigandi af Sigtún 32 & María Ragna Lúðvígsdóttir og Björgvin Guðni Sigurðsson eigandi af Sigtún 34 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
4. 2511214 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Bakkasel vegna gististaðar í flokki II
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar Þorvaldar Óskars Gunnarssonar um starfsleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: H - frístundahús.
Heiti staðar: Bakkasel, 825 Stokkseyri F2199749, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 5.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
5. 2510247 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Byggðarhorn 5C vegna gistingar í flokki II
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar Guðbjargar Ágústu Sigurðardóttur um starfsleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: C - minna gistiheimili.
Heiti staðar: Byggðarhorn 5c, Byggðarhorn Búgarður 5C 801 Selfossi F2524339, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 7.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
6. 2511336 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Selfossveitur vegna endurnýjun á starfsleyfi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Selfossveitna bs. vegna breytinga á starfsleyfi, áður útgefið starfsleyfi var fyrir 10-50 MW en nýja starfsleyfið er fyrir hitaveitu stærri en 50 MW.


Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og dæluhús hafa ýmist staðist öryggisúttekt- og eða lokaúttekt þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
7. 2511416 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Íslenska Gámafélagið að Hellisland Gámasvæði F2186468
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Íslenska gámafélagsins vegna endurnýjun á starfsleyfi, sótt er um að bæta við brennslustöð fyrir dýrahræ.
Íslenska Gámafélagið að Hellislandi Gámasvæði, fnr. F2186468.

Byggingarfulltrúi getur ekki gefið jákvæða umsögn þar sem að öryggis- og eða lokaúttekt hefur ekki farið fram.
Frestað
8. 2511201 - Rekstrarleyfisumsögn - Kaffi Krús - Austurvegi 7 - breyting á veitingaleyfi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Tómasar Þóroddsonar um breytingar á rekstrarleyfi vegna veitingaleyfi í flokki II, Tegund: D - Veisluþjónusta og veitingaverslun þar sem sótt er um að bæta við útiveitingasvæði
Heiti staðar: Kaffi Krús, Austurvegur 7 800 Selfossi F2185380, hámarksfjöldi gesta er 60 innandyra og 70 utandyra.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt
9. 2510231 - Rekstrarleyfisumsögn - fyrir gistingu í flokki II - Byggðarhorn 5C
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna umsóknar Guðbjargar Ágústu Sigurðardóttur um rekstrarleyfi til gistinga í flokki II, Tegund: C - minna gistiheimili.
Heiti staðar: Byggðarhorn 5c, Byggðarhorn Búgarður 5C 801 Selfossi F2524339, rýmisnúmer 01 0101 og hámarksfjöldi gesta er 7.

Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttektar þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica