Bæjarstjórn - 48 |
Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi, 11.05.2022 og hófst hann kl. 17:00 |
|
Fundinn sátu: Guðbjörg Jónsdóttir varamaður, B-lista, Klara Öfjörð Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista, Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista, Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista, Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista, Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista, Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Rósa Sif Jónsdóttir ritari, Sigríður Vilhjálmsdóttir starfsmaður. |
|
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri |
|
Í upphafi fundar upplýsir forseti að Guðbjörg Jónsdóttir, B-lista, hafi tafist en sé væntanleg inn á fundinn fljótlega. |
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn erindi |
1. 2203119 - Landamerki - Kaldaðarnes - Flóagaflstorfa |
Ari B. Thorarensen, D-lista og Gunnar Egilsson, D-lista, tóku til máls.
Hlé gert á fundinum kl. 17.07 vegna tæknilegra örðugleika. Fundi framhaldið kl. 17.09
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum. |
merkjauppdráttur.pdf |
|
|
|
2. 2202076 - Aðalskipulagsbreyting - Hreinsistöð |
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, og Kjartan Björnsson, D-lista, taka til máls.
Guðbjörg Jónsdóttir, B-lista, kemur inn á fundinn kl. 17.15.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
ASK br. Geitanesi hreinsistöð.- Greinargerð dags. 4.2.2022.pdf |
ASK br. Geitanesi hreinsistöð.- Uppdráttur dags. 4.2.2022.pdf |
|
|
|
3. 2202077 - Deiliskipulag - Hreinsistöð við Geitanes |
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
DSK - Hreinsistöð greinargerð dags. 4.2.2022.pdf |
DSK - Uppdráttur dags. 4.2.2022.pdf |
|
|
|
4. 2202256 - Larsenstræti 2 - Deiliskipulagsbreyting |
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
Larsenstræti 2. DSK.br. Uppdráttur dags.28.4.2022.pdf |
|
|
|
5. 2203261 - Umsókn um stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022 |
Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
HMS bréf vegna Brynja - Árborg 2022 - 7 íbúðir.pdf |
Stofnframlag sveitarfélags skv. lögum um almennar íbúðir - Brynja hússjóður ÖBÍ.pdf |
|
|
|
6. 2204324 - Framkvæmdaleyfi - Suðurhólar - Háspennustrengur í jörð. Rarik |
Lagt er til við bæjarstjórn að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
29-4-2022 13-36-33.pdf |
|
|
|
7. 2204325 - Framkvæmdaleyfi - Rannsóknarborholur. Heitt vatn. Selfossveitur |
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
Næstu_skref_innanbæjar-minnisblað.pdf |
|
|
|
8. 2205116 - Árangursstjórnun í fjármálum með KPMG |
Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri, Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.
Gunnar Egilsson, D-lista leggur til að tillögunni verði frestað.
Tillaga um frestun borin undir atkvæði, 4 bæjarfulltrúar D-lista greiða atkvæði með frestunartillögu en 5 bæjarfulltrúar S-, B-, Á- og M-lista greiða atkvæði á móti og er tillagan því felld.
Upphafleg tillaga er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum fulltrúa S-, B-, Á-, og M-lista. 3 fulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni. Kjartan Björnsson, D-lista, situr hjá. |
|
|
|
9. 2205118 - Tilboð í jörðina Litlu-Sandvík land 4 |
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum. |
|
|
|
10. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022 |
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri, Ari B. Thorarensen D-lista, varaforseti, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. 4 fulltrúar D-lista sitja hjá. |
Sveitarfélagið árborg - viðauki nr. 4.pdf |
|
|
|
11. 2204214 - Ársreikningur 2021 |
Gunnar Egilsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Guðbjörg Jónsdóttir, B-lista, og Klara Öfjörð, S-lista, taka til máls.
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, tekur til máls og þakkar fyrir spennandi og skemmtilegt samstarf á kjörtímabilinu.
Ársreikningur 2021 er borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða með 9 atkvæðum.
Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:
Bæjarfulltrúar D-lista þakka starfsfólki Sveitarfélagsins Árborgar fyrir vel unnin störf á árinu 2021.
Það verður að segjast að niðurstöður ársreiknings sveitarfélagsins fyrir árið 2021 valda miklum vonbrigðum. Gríðarlegt tap er á rekstri sveitarfélagsins og skuldahlutfall þess eitt það hæsta á landinu.
Fjárhagsleg staða sveitarfélagsins er grafalvarleg. Það er því dapurlegt að upplifa þá stöðu að Sveitarfélagið Árborg sé rekið með 2.480 millj.kr. tapi árið 2021 á A hluta , sem gerir 6,7 millj.kr. tap á dag.
Rekstrarniðurstaða A sjóðs sem hlutfall af tekjum nemur -19,4% sem er ein alversta rekstrarniðurstaða sveitarfélags á Íslandi. Meirihlutinn hefur í umræðunni bent á að það sé sambærilegt og þau sveitarfélög sem eru í svipuðum vexti. Því fer fjarri. Til samanburðar má nefna að rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar er -4,6%, Hveragerðisbæjar -9,4%, Garðabæjar -1,8% og Akureyrar 1,4%.
Ársreikningurinn endurspeglar þann alvarleika sem bæjarfulltrúar D-lista hafa bent á, sem felst í því að aðhalds er ekki gætt í rekstri og forgangsröðun er ekki í samræmi við skyldur sveitarfélagsins. Hafa því skuldir aukist umtalsvert á sama tíma og illa gengur að byggja nauðsynlega innviði fyrir lögbundna starfsemi.
Í framlögðum ársreikningi eru skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins orðnar 21 milljarður og hafa tvöfaldast á kjörtímabilinu og samkvæmt áætlun munu þær enda í 25 milljörðum á þessu ári a.m.k.
Skuldahlutfall A sjóðs er komin í 181% og mun hækka á næsta ári.
Frá því þegar núverandi meirihluti tók við stjórn sveitarfélagsins hafa rekstrartekjur A-hluta bæjarsjóðs aukist um 50% á meðan rekstrargjöld hafa vaxið um 70% og undirstrikar þá grafalvarlegu stöðu sem Sveitarfélagið Árborg er komin í undir stjórn Framsóknarflokks, Miðflokks, Samfylkingarinn og Áfram Árborg. Þessi aukning gjalda umfram tekjur nemur 3.3 milljarða króna á aðeins þremur árum. Sveitarfélagið getur ekki talist rekstrarhæft þar sem það þarf að taka lán fyrir rekstrinum. Sú staða er dapurleg svo ekki sé meira sagt. Núverandi meirihluti er löngu búinn að missa öll tök á rekstrinum og ef fram heldur sem horfir þá mun Árborg lenda í greiðslufalli innan örfárra mánaða.
Yfirlýst markmið nýs meirihluta sem tók við rekstri Sveitarfélagsins Árborg vorið 2018 var að taka til í rekstrinum og stoppa útgjaldalekann. Niðurstaða stóra lekamálinu er stjórnlaust rekstrartap A sjóðs sem jafnast á við byggingu 3ja leikskóla og skuldir og skuldbindingar úr 11 - 21 milljarð króna.
Bæjarfulltrúar D-listans, Gunnar Egilsson, Brynhildur Jónsdóttir, Kjartan Björnsson, Ari Björn Thorarensen.
Tómas Ellert Tómasson leggur fram eftirfarandi bókun fyrir hönd fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar:
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var neikvæð um 1790 m.kr. en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu að fjárhæð kr. 1184 m.kr.
Heildartekjur A og B hluta eru 12.640 m.kr. og heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta 12.582 m.kr.
Rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs (A-hluta) er neikvæð um 2.145 m.kr. en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu upp á 1.446 m.kr.
Helstu ástæður þessa munar er að hækkun vísitölu var mun meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir en slíkar hækkanir á vísitölu hafa gríðarleg áhrif á rekstrarniðurstöðu allra sem skulda. Þrátt fyrir áhrif hækkunar vísitölu þá hefur þó enn meiri áhrif á rekstrarniðurstöðuna sú ákvörðun tryggingastærðfræðinga og fjármálaráðuneytis að nú skuli með einskiptisfærslu færð til bókar breyting á lífeyrisskuldbindingu. Áhrif þeirrar aðgerðar hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga almennt og hér nemur sú breyting 583 m.kr. Það jákvæða er þó að hér er um einskiptis aðgerð að ræða sem ekki mun falla til á næstu árum.
Einnig má nefna að tekjur sveitarfélagsins úr jöfnunarsjóð sem hlutfall af heildartekjum hefur lækkað töluvert á milli ára á undanförnum árum. Ríkissjóður er ábyrgur fyrir því. Ýmsar lagasetningar Alþingis s.s. málefni fatlaðra og farsældarlögin valda nú sveitarfélögunum töluverðum kostnaðarauka sem allt stefnir í að þau muni ekki fá bætt nema að litlu leyti.
Ljóst er að kjarasamningar og ýmsar breytingar sem í þeim eru hafa haft mikil áhrif á rekstur sveitarfélaga sem erfitt var að sjá fyrir í aðdraganda gerðar fjárhagsáætlunar.
Fjárfestingar á árinu 2021 voru miklar. Stekkjaskóli fór í byggingu, lokið var við Selfosshöllina og leikskólann Goðheima auk þess sem að gatnagerð er í gangi í Björkustykki svo nefndar séu nokkrar af helstu fjárfestingum.
Í árslok er hlutfall skulda af tekjum að frádregnum lífeyrisskuldbindingum sem falla til eftir 15 ár eða síðar, eða hið svokallaða skuldaviðmiðið 138,4%. Samkvæmt fjármálareglum sveitarfélaga má það ekki fara yfir 150%.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista Klara Öfjörð, S-lista Helgi S. Haraldsson, B-lista og Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista
|
Sveitarfélagið Árborg_Samantekinn ársreikningur 2021_seinni umræða.pdf |
Greinargerð með ársreikningi 2021.pdf |
|
|
|
|
Fundargerðir |
12. 2204029F - Bæjarráð - 147 |
|
|
|
13. 2204026F - Eigna- og veitunefnd - 63 |
Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls undir lið nr. 2 útboð á húsnæðislausn BES á Eyrarbakka og lið nr. 3 - Frístundamiðstöð- hönnun og framkvæmdir. Guðbjörg Jónsdóttir, B-lista tekur til máls undir lið nr. 3 - Frístundamiðstöð - hönnun og framkvæmdir. |
|
|
|
14. 2205002F - Bæjarráð - 148 |
|
|
|
15. 2204025F - Skipulags og byggingarnefnd - 94 |
Sigurjón Vídalín Guðmundsson S- lista tekur til máls og ræðir fundargerðina í heild, þakkaði hann nefndarmönnum og starfsmönnum og öðru samstarfsfólki fyrir gott samstarf. |
|
|
|
16. 2205003F - Eigna- og veitunefnd - 64 |
Ari B. Thorarenson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista, taka til máls undir 3. lið - fjárfestingaáætlun 2021-2024. |
|
|
|
|
|
Kjartan Björnsson, D-lista, tekur til máls og þakkar kjörnum fulltrúum, starfsmönnum og öðrum gott samstarf á kjörtímabilinu.
Gunnar Egilsson, D-lista, tekur til máls og þakkar fyrir sig, og óskar þeim sem munu halda áfram velfarnaðar. Þakkar jafnframt starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir samstarfið.
Ari Björn Thorarensen, D-lista, tekur til máls og þakkar fyrir sig, þakkar starfsmönnum bæjarins og þeim bæjarfulltrúum sem hann hefur starfað með á þessum tíma.
Tómas Ellert Tómasson, M-lista, tekur til máls og þakkar bæjarfulltrúum og starfsmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu.
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, tekur til máls og þakkar fyrir samstarfið og þakkar jafnframt starfsmönnum sín störf. |
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:12 |
|