Athugið

Kórónaveiran COVID-19 upplýsingasíða


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 104

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.02.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2102108 - Umsögn - frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
Lagt fram til kynningar.
2. 2102107 - Umsögn - frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál
Erindi frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 4. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
Lagt fram til kynningar.
3. 2101354 - Móttökusveitarfélag flóttafólks
Félagsmálaráðuneytið hefur leitað til sveitarfélagsins Árborgar
um að gerast móttökusveitarfélag við flóttafólk. Nú þegar eru nokkrir einstaklingar að þiggja þjónustu hjá sveitarfélaginu Árborg sem myndu falla innan verkefnisins.

Verkefnið miðar fyrst og fremst að einstaklingum sem búa nú þegar á Íslandi og hafa hlotið alþjóðlega vernd. Meirihluti mögulegra þátttakenda í verkefninu eru einstaklingar sem nú þegar dvelja á landinu. Með þátttöku í verkefninu er sveitarfélagið að tryggja öflugri og betri þjónustu við fólk af erlendum uppruna. Markmiðið er að aðlögunin verði sem farsælust, að einstaklingar aðlagist fyrr inn í samfélagið og að spornað sé við frekari félagslegum vandamálum. Jákvæð samlegðaráhrif farsællar aðlögunar í samfélagið er að einstaklingar þurfa síður aðstoð úr velferðarkerfinu til langs tíma auk þess sem að afleiddur kostnaður s.s. vegna skóla, félagsþjónustu, frístundar barna o.fl. ætti að vera minni með snemmtækum stuðningi og þjónustu.

Beinn kostnaður sveitarfélagsins ætti að vera nánast enginn þar sem verkefnið stendur straum af launakostnaði sérfræðings og fær sveitarfélagið endurgreiddan útlagðan kostnað vegna þeirra sem falla undir verkefnið samkvæmt 15. gr laga um félagsþjónustu nr. 40/1991. Í dag eru starfsmenn innan félagsþjónustu að sinna þessum hópi og mun sérfræðingurinn taka þau verkefni auk þess sem ávinningur verður með aukinni þekkingu og samstarfi innan félagsþjónustu. Verkefnið er til reynslu í eitt ár og höfum við starfsmann sem er að ljúka störfum innan málaflokksins sem er tilbúinn að taka þetta verkefni að sér.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Svf. Árborg gerist móttökusveitarfélag við flóttafólk með samningi við félagsmálaráðuneytið í samræmi við fyrirliggjandi kröfulýsingu.
4. 2102199 - Fréttasíða Árborgar í Dagskránni
Útgefandi Dagskrárinnar, Prentmet Oddi, hefur óskað eftir stuðningi Svf. Árborgar við prentmiðilinn í formi vikulegrar heilsíðu sem yrði vettvangur fyrir sveitarfélagið til að birta ýmsar fréttir og tilkynningar um málefni Árborgar. Heildarkostnaður af heilsíðunni gæti orðið um 4,5 milljónir á ársgrundvelli. Einnig kemur til greina að síða Árborgar myndi birtast aðra hverja viku, a.m.k. meðan reynsla er að komast á þennan vettvang og þá yrði kostnaður um helmingi minni.

Ljóst er að prentaðir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja en eru engu að síður enn mikilvægir héraðsfréttamiðlar. Prentútgáfa Dagskráarinnar hefur skipað mikilvægan sess hér á Suðurlandi og rekur fréttamiðillin einnig fréttasíðu á netinu.

Ef af þessu samstarfi yrði þá verður lögð sérstök áhersla á að efnið á fréttasíðu Árborgar verði á ábyrgð sveitarfélagsins en ekki útgáfu Dagskrárinnar, Prentmet Odda.

Óskað var eftir afstöðu bæjarráðs til þessara hugmynda.

Bæjarráð samþykkir erindi útgefanda Dagskrárinnar um birtingu Árborgarsíðu í prentmiðlinum, þó þannig að fyrirkomulagið verði að þessu sinni til reynslu í 6 mánuði og miðast við birtingu aðra hverja viku. Kostnaður af þessu er áætlaður ríflega ein milljón króna.
5. 2102194 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 8. febrúar, þar sem óskað var eftir tilnefningum eða framboðum í stjórn og varastjórn Lánasjóðsins.
Bæjarráð tilnefnir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa M-lista, í stjórn Lánasjóðsins.

Gunnar Egilsson, D-lista, sat hjá við afgreiðslu málsins.
Fundargerðir
6. 2102002F - Umhverfisnefnd - 16
16. fundur haldinn 3. febrúar.
7. 2102006F - Frístunda- og menningarnefnd - 18
18. fundur haldinn 8. febrúar.
Fundargerðir til kynningar
8. 2102089 - Bergrisamál - fundargerðir stjórnar 2021
26. fundur haldinn 26. janúar.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundagerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica