| Fræðslu- og frístundanefnd - 25 |
Haldinn á 3. hæð Ráðhúss, 14.01.2026 og hófst hann kl. 16:30 |
|
Fundinn sátu: Brynhildur Jónsdóttir formaður, D-lista, Gísli Rúnar Gíslason nefndarmaður, D-lista, Ástrós Rut Sigurðardóttir nefndarmaður, Á-lista, Guðrún Rakel Svandísardóttir nefndarmaður, B-lista, Elísabet Davíðsdóttir nefndarmaður, S-lista, Hilmar Björgvinsson fulltrúi skólastjóra, Kristrún Hafliðadóttir fulltrúi leikskólastjóra, Áslaug Halla Elvarsdóttir fulltrúi foreldra grunnskóla, Rakel Pálmadóttir fulltrúi grunnskólakennara, Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir fulltrúi foreldra leikskóla, Oddný Guðríður Pálmadóttir fulltrúi leikskólakennara, Erla Björk Tryggvadóttir fulltrúi frístundaþjónustu, Margrét Björk Brynhildardóttir deildarstjóri, Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson deildarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Margrét Björk Brynhildardóttir, deildarstjóri skólaþjónustu |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn afgreiðslumál |
| 1. 2512025 - Lokun kennslurýma í Sunnulækjarskóla |
| Fræðslu- og frístundanefnd tekur jákvætt í erindi Sunnulækjarskóla og vísar erindinu áfram til bæjarráðs. |
|
|
|
| 2. 2601098 - Endurskoðun rekstrarleyfa leikskólans Hulduheima |
| Á undanförnum árum hefur verið talsverð fjölgun leikskólabarna í sveitarfélaginu og samhliða opnun nýrra deilda hefur verið horft til þess að nýta rekstrarleyfi leikskóla Árborgar að fullu. Frekari uppbygging leikskóla er forgangsverkefni sveitarfélagsins á næstu árum og því getur nefndin ekki samþykkt fækkun rekstrarleyfa í leikskólum að svo stöddu. Það er þó mikilvægt að endurmeta fjölda rekstrarleyfi út frá reynslunni og lagt til að beiðnin verði lögð aftur fyrir nefndina að tveimur árum liðnum verði þess þörf að mati leikskólastjóra. Starfsfólki fjölskyldusviðs er falið að hafa erindið til hliðsjónar við úthlutun leikskólaplássa í vor. |
|
|
|
| 3. 2512130 - Starfsáætlun frístundaklúbbsins kotsins 2025-2026 |
| Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina. |
|
|
|
| 4. 2601129 - Starfsáætlun frístundaklúbbsins Kópsins 2025-2026 |
| Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina. |
|
|
|
| 5. 2601128 - Starfsáætlun frístundaklúbbsins Klettsins 2025-2026 |
| Fræðslu- og frístundanefnd staðfestir starfsáætlunina. |
|
|
|
| 6. 2508264 - Barnvæn sveitarfélög - boð um þátttöku - UNICEF |
| Verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun 2026 en Sveitarfélagið Árborg vinnur að mörgum verkefnum sem tengjast barnvænu sveitarfélagi og farsæld barna. Mikilvægt er að halda áfram þeirri góðu vinnu þar sem Árborg hefur verið leiðandi undanfarin ár í verkefnum tengdum farsæld barna og ungmenna. Nefndin felur sviðstjóra fjölskyldusviðs að leggja tillöguna fram að nýju fyrir nefndina í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2027. |
|
|
|
| 7. 2511178 - Tillaga frá UNGSÁ - Árborg barnvænt sveitarfélag |
| Fræðslu- og frístundanefndar þakkar UNGSÁ fyrir tillöguna. Verkefnið er ekki á fjárhagsáætlun 2026 en Sveitarfélagið Árborg vinnur að mörgum verkefnum sem tengjast barnvænu sveitarfélagi og farsæld barna. Mikilvægt er að halda áfram þeirri góðu vinnu þar sem Árborg hefur verið leiðandi undanfarin ár í verkefnum tengdum farsæld barna og ungmenna. Nefndin felur sviðstjóra fjölskyldusviðs að leggja tillöguna fram að nýju fyrir nefndina í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2027. |
| Tillaga 6 - barnvænt sveitarfélag.pdf |
|
|
|
| 8. 2511173 - Tillaga frá UNGSÁ - Heimavist FSu |
| Fræðslu- og frístundanefnd tekur undir áhyggjur UNGSÁ og vísar erindinu áfram til bæjarráðs. |
| Tillaga 1 - Heimavist FSu.pdf |
|
|
|
| 9. 2511174 - Tillaga frá UNGSÁ - samræmd einkunnagjöf í grunnskólum og Safnskóli |
Fræðslu- og frístundanefnd þakkar UNGSÁ fyrir erindið og leggur áherslu á að mikið samstarf er á milli grunnskóla sveitarfélagsins sem og við FSU varðandi ýmis mál er varða málefni nemenda, nám og kennslu.
Allir grunnskólar vinna samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla en þar eru sett fram ákveðin matsviðmið sem kennurum ber að fara eftir við námsmat. Árið 2026 verður tekinn upp samræmdur matsferill, svokölluð stöðu- og framvindupróf, í öllum grunnskólum landsins á vegum Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu. Tilgangur þessara prófa í lesskilningi og stærðfræði er að draga upp sem nákvæmasta mynd af stöðu nemanda og framvindu í námi.
Stöðu- og framvinduprófin eru stöðluð matspróf en það þýðir að form, efnisinnihald, matsreglur og reglur um fyrirlögn prófanna eru fyrir fram ákveðin. Þar sem hverju prófi fylgja aldursbundin viðmið um frammistöðu er mögulegt að bera niðurstöður hvers nemanda, bekkjar eða skóla saman við landsmeðaltal.
Ábendingum varðandi safnskóla er vísað áfram til fjölskyldusviðs til skoðunar.
Fulltrúi fræðslu- og frístundanefndar býðst til að funda með UNGSÁ varðandi þetta málefni og önnur. |
| Tillaga 2 - samræmd einkunnagjöf og safnskóli.pdf |
|
|
|
| 10. 2511176 - Tillaga frá UNGSÁ - þjónusta á Eyrarbakka og Stokkseyri |
| Fræðslu- og frístundanefnd þakkar fyrir ábendinguna og tekur undir bókun bæjarráðs frá 27. nóvember 2025. |
| Tillaga 4 - áminning um ströndina.pdf |
|
|
|
|
| Erindi til kynningar |
| 11. 2504343 - Samstarfsverkefni - Exið |
| Fræðslu- og frístundanefnd þakkar Tómasi fyrir áhugaverða kynningu. |
|
|
|
| 12. 2206083 - Skólaráð Stekkjaskóla 2022-2026 |
| Erindi til kynningar. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 |
|