Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 41

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
06.05.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson nefndarmaður, S-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Ólafsson deildarstjóri, Hákon Garðar Þorvaldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Sveinn Ægir Birgisson, formaður eigna- og veitunefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
Inn á fundinn mæta í gegnum fjarfundarbúnað Teams, Jón Sigurðsson og Jana Flieglova frá PWC endurskoðunarskrifstofu. Einnig kemur inn á fundinn, fjármálastjóri sveitarfélagsins Árborgar, Unnur Edda Jónsdóttir.
1. 2504171 - Ársreikningur Selfossveitna 2024
Ársreikningur Selfossveitna bs. fyrir árið 2024 lagður fram til samþykktar stjórnar.
Heildarrekstur Selfossveitna árið 2024 er jákvæður um 87,5 millj.kr. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 98,4 millj.kr tapi.
Mismunurinn er því jákvæður um 185,9 millj.kr miðað við fjárhagsáætlun og um 89,7 millj.kr milli áranna 2023 og 2024 sem er afar ánægjulegt fyrir rekstur Selfossveitna.
Selfossveitur bs. eru í eigu Sveitarfélagsins Árborgar og eru hluti af B-hluta reikningsskilum sveitarfélagsins.
Stjórn Selfossveitna staðfestir ársreikninginn.


Bókun bæjarfulltrúa B-lista Framsóknar:

Undirritaður saknar þess að ársreikningar fráveitu og Vatnsveitu séu teknar fyrir á stjórnarfundi eigna- og veitunefndar. Hvatt er til að ársreikningar séu lagðir fram með sama hætti og ársreikningur Selfossveitna.
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi Framsóknar.

Samþykkt
Jón Sigurðsson og Jana Flieglova víkja af fundi kl.09:00
Unnur Edda Jónsdóttir víkur af fundi kl.09:05
2. 2211340 - Biðskýli á Stokkseyri fyrir Árborgarstrætó
Farið yfir staðsetningu á biðskýli á Stokkseyri. Málinu var vísað úr bæjarráði til úrvinnslu hjá eigna- og veitunefnd.
Bæjarráði barst áskorun frá íbúum um uppsetningu á biðskýli fyrir farþega Árborgarstrætó á Stokkseyri. Búið er að útvega tvö biðskýli og verður öðru þeirra komið fyrir á Stokkseyri í sumar. Nefndin leggur til að óskað verði eftir tillögum frá íbúum, verktaka og þjónustunotendum, um staðsetningu biðskýlisins á Stokkseyri í gegnum síðuna "Betri Árborg".
3. 2504317 - Samningur um jarðhitaleit 2025
Farið yfr drög að verksamningi við ÍSOR vegna jarðhitaleitar 2025
Nefndin samþykkir kostnaðaráætlun og felur sviðsstjóra að undirrita verksamning.
4. 2505016 - Malbiksyfirlagnir 2025
Farið yfir kostnaðaráætlun vegna malbiksyfirlagna í Árborg 2025
Nefndin samþykkir tillögu deildarstjóra þjónustumiðstöðvar um yfirlagnir á eftirtaldar götur í Árborg 2025 og er áætlað að malbika fyrir um 45 milljónir kr.
Nauthagi frá Reyrahaga fram yfir Laufhaga.
Suðurhólar - frá Vesturhólum að Erlurima.
Bankavegur frá Skólavöllum að Sólvöllum.
Sólvellir að hluta.
Fossheiði frá malbikun 2024 að Kirkjuvegi.
Árvegur frá Selfossvegi að Bankavegi.
Samþykkt
Erindi til kynningar
5. 2407149 - Endurskipulagning á lögnum við Ingólfsfjall-Vatnsöflun
Farið yfir verðkönnun vegna framkvæmda við nýja aðveitulögn vatnsveitu.
Minnnisblað deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar lagt fram til kynningar.
E.pdf
6. 2406061 - Virkjun SE-45 við Hótel Selfoss
Farið yfir verðkönnun vegna framkvæmda við nýtt borholuhús við SE-45
Minnnisblað deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar lagt fram til kynningar.
EogV_minnisblað_SE 45_verðkönnun_020525.pdf
7. 2503320 - Endurnýjun á stofnlögn við Eyrarveg-Kirkjuvegur-Fossvegur
Farið yfir verðkönnun vegna framkvæmda við stækkun stofnlagnar við Eyraveg.
Minnnisblað deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar lagt fram til kynningar.
8. 2503270 - Endurnýjun á Eyrarlögn frá dælustöð Víkurheiði niður á strönd
Farið yfir verðkönnun vegna framkvæmda við endurnýjun og stækkun Eyrarlagnar.
Minnnisblað deildarstjóra framkvæmda- og tæknideildar lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica