Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 84

Haldinn í gegnum fjarfundarbúnað,
29.12.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Kristbjörn Hjalti Tómasson nefndarmaður, S-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði.
Fundargerð ritaði: Anton Kári Halldórsson, Skipulagsfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2112324 - Lóðarumsóknúthlutun - Háheiði 15
Friðrik Ingi Friðriksson f.h.Anpro ehf. leggur fram ósk um að fá úthlutað lóðinni Háheiði 15 á Selfossi.
Umsækjandi hafði áður fengið vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til Anpro ehf.
Samþykkt
2. 2109267 - Hásteinsvegur 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Samúel Smári Hreggviðsson fyrir hönd Kumbaravogs ehf. sækir um leyfi til að byggja parhús. Helstu stærðir eru; 312,6m2 og 1184,4m3. Byggingaráform voru samþykkt 13.10.2021, með fyrirvara um skil á gögnum. Við meðferð máls, láðist að leita eftir afstöðu nálægra hagsmunaaðila til tillögunnar með grenndarkynningu, þar sem ekki liggur fyrir gildandi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Hásteinsvegur 10, 12, 16, 19 og 23.
Samþykkt
3. 2112126 - Suðurengi 27-35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál tekið til afgreiðslu að lokinni grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd Elínborgar Telmu Ágústdóttur hefur sótt um leyfi til breytinga á hurðum og gluggum á raðhúsinu Suðurengi 33, á Selfossi. Um er að ræða breytingar á gerð glugga og hurða. Tillaga að gerð og útliti glugga og hurða hefur verið grenndarkynnt og var gefinn frestur til athugasemda, til 12. janúar 2022. Fyrir liggur undirritað samþykki á uppdrátt tillögu eigenda Suðurengis 27,29,31 og 35.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna Suðurengis 33, á Selfossi.
Samþykkt
4. 21101285 - Vallholt 19 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mál tekið til afgreiðslu að lokinni grenndarkynningu skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Varðar umsókn Davíðs Sigurðssonar f.h. Oddfellowhússins á Selfossi, um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á annari hæð núverandi húss. Tillagan hefur verið grenndarkynnt og var athugsemdafrestur til 2. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi vegna Vallholts 19, á Selfossi.
Samþykkt
5. 2112232 - Tryggvagata 32 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Máli vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá byggingarfulltrúa. Guðjón Sigfússon fyrir hönd Wojciech Widenski og Maria Widenska sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús og breyttri notkun. Breytingin felst í að innrétta sólbaðsstofu yfir bílskúr þar sem áður var geymsla. Brunahólfun er breytt til samræmis við áformaða notkun. Gildandi deiliskipulag íbúðabyggðar liggur ekki fyrir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum fasteignanna Tryggvagata 32, 34 og Engjavegur 42.
Samþykkt
6. 2111442 - Björkurstekkur 79 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Óli Rúnar Eyjólfsson fyrir hönd Unnar Eyjólfsdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 300,7 m2 og 1.271,4 m3. Framlögð gögn gera ráð fyrir vegghæð hús fari yfir leyfilega hæð samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt nálægum hagsmunaaðilum, skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir lóðarhöfum lóðanna Björkurstekkur 73, 75, 77, 83 og 81.
Samþykkt
7. 2107156 - Fyrirspurn um breytingu á skipulagi - Móstekkur 14-16
Mál tekið til afgreiðslu að lokinni grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi sínum 3.11.2021, að um óverulega breytingu á á deiliskipulagi væri að ræða og skyldi tillagan grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan hefur verið grenndarkynnt, með athugasemdafresti til 22.desember 2021. Ein athugasemd barst frá Hauki Baldvinssyni f.h. Bílasölu Suðurlands,(lóðarhafi af Móstekk 8-12), þar sem lýst er þeirri skoðun að núverandi fyrirkomulag í gildandi deiliskipulagi sé fýsilegra.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu erindisins. Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við skipulagshöfund.
Frestað
Fundargerð
8. 2112010F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 81
8.1. 2112170 - Norðurleið 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigfús Halldórsson fyrir hönd Svört föt ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 431,7 m2 og 2.136,9 m3
Áformin samræmast samþykktu deiliskipulagi Tjarnarbyggðar.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara um að gögn verði leiðrétt skv. athugasemdum byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2112190 - Norðurgata 26 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen fyrir hönd Eiríks S. Arndals sækir um leyfi til að byggja hesthús og geymslu. Helstu stærðir eru; 300,4m2 og 1396,1m3
Áformin samræmast ekki samþykktu deiliskipulagi Tjarnabyggðar.
Umsókn hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2112224 - Björkurstekkur 52 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen fyrir hönd Leifs Arnar Leifssonar sækur um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 200,4 m2 og 951,6 m3
Áformin eru í samræmi við deiliskipulag.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2112232 - Tryggvagata 32 - Umsókn um byggingarheimild
Guðjón Sigfússon fyrir hönd Wojciech Widenski og Maria Widenska sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús og breyttri notkun.
Breytingin felst í að innrétta sólbaðsstofu yfir bílskúr þar sem áður var geymsla. Brunahólfun er breytt til samræmis við áformaða notkun.
Framkvæmdin fellur undir umfangsflokk 1 skv. byggingarreglugerð gr. 1.3.2.
Deiliskipulag liggur ekki fyrir.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2112320 - Hulduhóll 37 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason fyrir hönd RG smíði ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 166,5m2 og 665,2m3
Áformin eru í samræmi við saþykkt deiliskipulag.
Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi gögn skv. 3. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar liggja fyrir:
- Aðaluppdrættir og skráningartafla, undirritað af hönnuði
- Yfirlýsing byggingarstjóra um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á starfsábyrgðartryggingu byggingarstjóra
- Ábyrgðaryfirlýsing húsasmíða-, múrara-, pípulagninga- og rafvirkjameistara
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2111442 - Björkurstekkur 79 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Óli Rúnar Eyjólfsson fyrir hönd Unnar Eyjólfsdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir eru; 300,7 m2 og 1.271,4 m3.
Áformin innifela frávik frá samþykktu deiliskipulagi.
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar að ósk umsækjenda.

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2112197 - Austurvegur 23 - Stöðuleyfi
Hjálparsveitin Tintron sækir um stöðuleyfi fyrir 3 stk. 20 feta gáma vegna flugeldasölu.
Sótt er um leyfi fyrir tímabilið 26.12.2021 - 10.01.2022.
Fyrir liggur samþykki lóðarhafa.
Samþykkt að veita stöðuleyfi fyrir tímabilið 26.12.2021 - 10.01.2022

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2112172 - Tryggvatorg 3 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Pylsuvagninn Selfossi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands biður um umsögn vegna endurútgáfu starfsleyfis fyrir Pylsuvagninn Selfossi
Byggingarfulltrúi staðfestir að byggingin og starfsemin er í samræmi við deiliskipulag og útgefið byggingarleyfi.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2112341 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Kringlumýri
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Kringlumýri, landnr. 186665

Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 2112342 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Dælengi
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Dælengi, landnr. 161978
Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 2112343 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Fossveg
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Fossveg, landnr. 186665
Svæðið er opið svæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 2112344 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Túngötu
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Túngötu.
Óskað er eftir nánari skýringu á staðsetningu.
Afgreiðslu frestað.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 2112345 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir leiksvæði við Miðengi
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir leiksvæðið við Miðengi, landnr. 218242.
Svæðið er íbúðasvæði skv. gildandi aðalskipulagi. Deiliskipulag hefur ekki verið gert.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica