Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 6

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.08.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson varamaður, S-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Axel Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2202259 - Minnisblað um húsnæðismál Sunnulækjarskóla og Hóla
Erindi frá skólastjóra Sunnulækjarskóla dags. 21. júlí, þar sem óskað var eftir að kostnaður við tækjakaup verði bókfærður sem hluti af framkvæmd við breytingar á húsnæði Sunnulækjarskóla.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð 6.524.000 svo samnýta megi húsnæðið í Sunnulækjaskóla fyrir frístund og sem kennslurými með markvissari hætti en verið hefur. Bæjarráð vísar því til fjármálstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætun 2022.
Erindi_Sunnulæk -21.07.22.pdf
2. 2206245 - Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista - framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka
Tillaga frá bæjarfulltrúum Á- B- og S-lista, lagt var til að sett yrði strax á laggirnar byggingarnefnd vegna uppbyggingar á framtíðarskólahúsnæði á Eyrarbakka. Nefndina skipi m.a. fulltrúar bæjaryfirvalda í Svf. Árborg, sérfræðingar af mannvirkja- og umhverfissviði ásamt sérfræðingum af fjölskyldusviði Árborgar, fulltrúar skólayfirvalda í BES, fulltrúar starfsfólks skólans ásamt fulltrúum foreldra nemenda við skólann.

Bæjarráð samþykkti á 3. fundi að skipa starfshópinn og fól bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra fjölskyldusviðs að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn.

Lögð fram tillaga sviðstjóra fjölskyldusviðs og bæjarstjóra að erindisbréfi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að erindisbréfi að því viðbættu að starfshópurinn ráði verkefnastjóra.
Tillaga vegna uppbyggingar framtíðarskólahúsnæðis á Eyrarbakka.pdf
Erindisbréf f. byggingarnefnd BES_loka.pdf
3. 2204079 - Faghópur um leikskóla
Á 5. fundi bæjarráðs 28. júlí fól bæjarráð bæjarstjóra í samráði við sviðstjóra fjölskyldusviðs að útbúa drög að erindisbréfi fyrir starfshópinn sem lagt yrði fyrir bæjarráð til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að erindisbréfi.
Erindsbréf faghóps um leikskólamál.pdf
4. 2203305 - Endurskipulagning sýslumannsembætta - markmið og áform
Drög að frumvarpi til laga frá dómsmálaráðuneytinu, um sýslumenn eru komin til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnafrestur er til 15. ágúst nk.
Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar mál nr. 122/2022, drög að frumvarpi til laga um sýslumann. Með frumvarpinu er sú grundvallarbreyting á skipulagi sýslusmannsembætta lögð fram að þeim verði fækkað úr níu í eitt. Bæjarráð hefur fjallað um málið og vill ítreka mikilvægi þess að halda störfum og verkefnum á Suðurlandi. Þrátt fyrir að bæjarráð fagni ákveðnum markmiðum sem frumvarpinu er áætlað að ná fram t.a.m. aukinni stafrænni þjónustu og fjölgun verkefna sem unnin verði um allt land til að styðja við byggðarþróun og valfrelsi í búsetu vegna starfa hjá ríkinu, vill bæjarráð benda á að ákveðin hætta sé fyrir hendi, í ljósi sögunnar, að umfang starfstöðva á landsbyggðinni minnki með tímanum með tilheyrandi þjónustuskerðingu. Þá verður ekki séð með afdráttarlausum hætti hvernig því markmiði að styðja við byggðarþróun verður náð fram með frumvarpinu. Bæjarráð ítrekar að mikilvægt er að stand vörð um þessa þjónustu í Sveitarfélaginu Árborg sem og á landsbyggðinni allri, tryggja þarf jafnt aðgengi að allri þjónustu sem veitt er af sýslumannsembættum um allt land. Að lokum bendir bæjarráð á að Sveitafélagið Árborg er ákjósanleg staðsetning fyrir aðsetur sýslumanns utan höfuðborgarsvæðisins.
Drög að frumvarpi til laga um sýslumann.pdf
Fundargerðir
5. 2206032F - Skipulags og byggingarnefnd - 3
3. fundur haldinn 27. júlí.
6. 2207019F - Umhverfisnefnd - 2
2. fundur haldinn 27. júlí.
7. 2206026F - Stjórn Leigubústaða Árborgar ses - 4
4. fundur haldinn 30. júní.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica