Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 149

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
06.11.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Ellý Tómasdóttir varamaður, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson varaáheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Arnar Freyr Ólafsson, B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista boðuðu forföll og í þeirra stað komu inn á fundinn Ellý Tómasdóttir, B-lista og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2503321 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2025
Lagt fram milliuppgjör út september 2025.
Lagt fram milliuppgjör út september 2025.
2. 2502120 - Upplýsingar frá mannauðsdeild 2025
Upplýsingar frá mannauðsdeild út október 2025.
Lagt fram til kynningar.
3. 2511014 - Reglur um val og útnefningu heiðursborgara í Sveitarfélaginu Árborg
Lögð eru fram drög að reglum um val og útnefningu heiðursborgara Sveitarfélagsins Árborgar ásamt minnisblaði bæjarstjóra og bæjarritara, dags. 3. nóvember 2025.
Bæjarráð tekur vel í að settar verði reglur um val á heiðursborgara í Sveitarfélaginu Árborg og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja reglurnar.
Samþykkt
4. 2503193 - Staða leikskólamála í Árborg 2025
Minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs dags. 2. nóvember um þróun leikskólamála í Árborg og nýtingu húsnæðis.
Lagt er fram minnisblað sviðstjóra fjölskyldusviðs varðandi þróun leikskólamála í Árborg og nýtingu á húsnæði, dags. 2.nóvember 2025.

Bæjarráð samþykkir að færanlegar kennslustofur sem standa við Stekkjaskóla og eru nýttar í dag sem leikskóladeildir við Jötunheima verði færðar á lóð í Norðurhólum 5 við hliðina á Jötunheimum. Með því skapast svigrúm til að mæta þörf á leikskólaplássum og horft sé til þess að húsnæðið nýtist á þeim stað næstu árin sem tímabundin lausn fyrir þá starfsemi sem helst er í húsnæðisvanda hverju sinni.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica