Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 159

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
10.09.2025 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra, Vigfús Þór Hróbjartsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Sölvi Leví Gunnarsson, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2509158 - Ástjörn 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ragnar Magnússon fyrir hönd Pálmatré ehf. sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu mhl 03 fyrir 4 bíla að Ástjörn 13. Helstu stærðir eru; 126m2 og 399,4m3
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
2. 2503399 - Hörðuvellir 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lárus Ragnarsson hönnuður fyrir hönd Ríkiseignir sækir um leyfi fyrir breytingum innanhús meðal annars breytingar á léttum veggjum og innréttingum engar breytingar eru á stærðum hús.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa og Brunavarna Árnessýslu. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
3. 2508147 - Móstekkur 108 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Kjartan Sigurbjartsson hönnuður fyrir hönd Jón Inga Lárussonar sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 227,2m² og 803,0m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
4. 2509010 - Ólafsvellir 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Heimir Freyr Hauksson hönnuður fyrir hönd Pétur og Bjarki ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýli.
Helstu stærðir eru; 187,5m² og 740,8m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur verði lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa ásamt jákvæðri umsögn Mannvirkja- og umhverfissviðs vegna byggingarhæfi lóða. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: -Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af aðalhönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Samþykkt
5. 2508217 - Vatnsgeymir svæði 53 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Anne Bruun Hansen hönnuður fyrir hönd Sveitarfélagsins Árborg sækir um leyfi til að byggja dælustöð.
Helstu stærðir eru; 220,1m² og 1.176,3m³.

Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt með fyrirvara á að aðaluppdráttur sé lagfærður í samræmi við athugasemdir byggingarfulltrúa. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
6. 2508166 - Smáratún 16 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vigfús Halldórsson hönnuður fyrir hönd Ragnars Aðalstein Magnússonar sækir um leyfi til að byggja yfir svalir.
Erindinu er frestað hönnuður þarf að sýna hvernig á að leysa flóttaleið á rishæð.
Frestað
7. 2508165 - Tryggvagata 25 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ingvar Bjarnason hönnunarsjóri f.h. Byko sækir um stöðuleyfi fyrir 20 m2 gestahús sem verður smíðað af nemendum á húsasmíðabraut í Fjölbrautaskóla Suðurlands skólaárið 2025-2026 undir handleiðslu kennara/hússmíðameistara. Húsið verður smíðað í porti verknámshúss skólans (Hamri) yfir skólaárið og verður síðan flutt af staðnum sumarið 2026.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Samþykkt
8. 2508187 - Hagalækur 7 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Eyþór Lárusson eigandi af Hagalæk 7 óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg vegna byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.

Erindinu er vísað til samráðsfundar Mannvirkja og Umhverfissviðs
Vísað í nefnd
9. 2508151 - Kálfhólar 27 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Sigurður Örn Gunnarsson eigandi af Kálfhólum 27 tilkynnir samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
10. 2509160 - Kelduland 10 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Torfi Brynjar Sverrisson eigandi af Keldulandi 10 og Unnur Björk Hjartardóttir eigandi af Keldulandi 8 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
11. 2508210 - Tilkynning um samþykki á byggingaáformum - Laxalækur 9
Axel Jóhann Helgason og Arndís Hrefna Sigurjónsdóttir eigendur af Laxalæk 9 og Maríanna Gunnarsdóttir eigandi af Eyrarlæk 8 tilkynna samþykki á byggingaráformum ásamt því að eigandi af Laxalæk 9 óskar eftir samþykki frá Sveitarfélaginu Árborg vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
12. 2508013 - Sigtún 21 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Atli Pálsson eigandi af Sigtún 21 og Guðmunda Dagbjartsdóttir eigandi af Sigtúni 19 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
13. 2509157 - Tjaldhólar 3 - Tilkynning um samþykki nágranna, smáhýsi
Guðbjörg Jóney Þorbjörnsdóttir & Tómas Filippusson eigendur af Tjaldhólum 3 tilkynna samþykki á byggingaráformum vegna smáhýsis nær lóðarmörkum en 3 metrar, fyrir liggur samþykki frá Grétar Þór Pálsson eigandi af Hrafnhólum 4 og Matthías Garðarson eigandi af Tjaldhóla 5.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin enda verði að öðru leyti farið að ákvæðum byggingareglugerðar gr. 2.3.5 f. og leiðbeiningum HMS nr. 9.7.6 um smáhýsi.
Samþykkt
14. 2506198 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Fossvélar að Hellismýri 7
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn skipulags- og byggingafulltrúa vegna umsóknar Fossvélar ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði ásamt færanlegri starfsemi á steinmölun og framleiðslu á ofaníburð að Hellismýri 7, fnr. F2306448.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi, samþykktri notkun fasteignarinnar og hefur staðist lokaúttekt þar með gerir byggingarfulltrúi ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica