| 
     
      
       | Bæjarstjórn - 40 |  
       | Haldinn í Grænumörk 5, Selfossi,
 27.05.2024 og hófst hann kl. 16:00
 |  
       |  | Fundinn sátu: Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar, Bragi Bjarnason bæjarfulltrúi, D-lista,
 Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
 Sveinn Ægir Birgisson bæjarfulltrúi, D-lista,
 Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
 Þórhildur Dröfn Ingvadóttir varamaður, D-lista,
 Álfheiður Eymarsdóttir bæjarfulltrúi, Á-lista,
 Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, S-lista,
 Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
 Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi, B-lista,
 Guðmundur Ármann Pétursson varamaður, D-lista,
 Rósa Sif Jónsdóttir ritari, Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur.
 |  
       |  | Fundargerð ritaði: Sigríður Vilhjálmsdóttir, staðgengill bæjarstjóra |  
       |  | Í upphafi fundar kannar forseti lögmæti fundarins og kallar eftir athugasemdum. Engar athugasemdir bárust. Gerði forseti grein fyrir þremur misritunum í fundarboði. |  
       |  | 
 
 |  
       |  | Dagskrá: |  
       |  | 
         
          
           |  |  
           | Almenn erindi |  
           | 
             
              
               | 1. 2311161 - Gjaldskrár 2024 |  
               
               
               | Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista og Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista, taka til máls. 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
 |  
               | Leiga á fánaborgum ofl.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 2. 2310372 - Norðurhólar 5 - Deiliskipulagsbreyting Verslunar- og þjónustulóðar - Leikskóla |  
               
               
               | Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista, tekur til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu að afgreiðslu bæjarstjórnar: 
 Bæjarstjórn Árborgar er sammála skipulagsnefnd og telur að megináhrif tillögunnar snúi að íbúum við Dranghóla 41-51, auk Dranghóla 10-12. Einnig að Heiðarstekk 1-3, Móstekk 7-51 meðfram Suðurhólum auk Melhóla 1-19, og að litlum hluta Hraunhólum. Bæjarstjórn bendir á að í kafla 3.1.1 aðalskipulags Árborgar, er átt við nýbyggingar íbúðabyggðar, ekki verslunar- og þjónsutu. Í kafla 3.1.3, í Aðalskipulagi Árborgar 2020-2036, er eftirfarandi listað upp:
 Að verslunar- og þjónustusvæði verði fjölbreytt og þjóni öllu sveitarfélaginu sem og nærsveitum. Að uppbygging á verslunar- og þjónustusvæðum sé með þeim hætti að hún stuðli að gönguvænu umhverfi og styðji við vistvænar samgöngur. Með gönguvænu umhverfi er átt við að leitast sé eftir að tryggja umferðaröryggi gangandi vegfaranda og aðgengi fyrir alla. Almennir skilmálar. Við deiliskipulagsgerð skal hugað að öruggum og aðgengilegum gönguleiðum á og við rýmisfrek bílastæði og að tryggt sé að gönguleiðir innan lóða tengist stígakerfi sveitarfélagsins utan þeirra. Húsnæði á verslunar- þjónustusvæðum verði að jafnaði á 3-6 hæðum, eins og nánar er skilgreint í deiliskipulagi. Nýtingarhlutfall er á bilinu 1,0-2,5. Ef verið er með bílastæðakjallara getur nýtingarhlutfall verið allt að 3,0. Heimilt er að vera með djúpgáma fyrir sorp.
 Úr töflu 3.
 VÞ9 - Norðurhólar - 4,7 ha - Á svæðinu er fyrirhugað að verði verslun með dagvöru og aðra þjónustu fyrir hverfin í kring. Nýtingarhlutfall á bilinu 1,0-2,5. „’
 
 Bæjarstjórn vill árétta að auglýst tillaga er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar, þar sem tiltekið er í kafla 3.1.3, að hús skuli að jafnaði vera 3-6 hæðir.
 
 Bæjarstjórn telur sig geta komið til móts við athugasemdir og samþykkir að tillögunni verði breytt á þann veg að áætluð hæð verslunar- og þjónustuhúss, verði lækkuð úr 12m hámarkshæð niður í 9m hámarkshæð, með heimild til 2 hæða byggingar, með lágreistu þaksniði. Einnig verði möguleiki á að bygging verði með flötu þaki, og þá verði hámarkshæð 8m. Vegna lögunar lóðar telur bæjarstjórn að færsla bílastæða til norðurs sé ekki möguleg. Við vinnslu uppfærðrar tillögu verður gerð aukin krafa um gróður á lóðarmörkum.
 Bæjarstjórn telur að um óveruleg áhrif sé að ræða gagnvart byggingu á tveimur til þremur hæðum gagnvart vindstrengjum á alla þá aðila sem gerðu athugasemdir.
 
 Lögð er fram breytt tillaga þar sem komið hefur verið til móts við athugasemdir íbúa í Dranghólum og Móstekk og bygging verslunar- og þjónstuhúss lækkað. Breytt tillaga gerir ráð fyrir að verslunar- og þjónstuhús verið lækkað um eina hæð, þ.e. verði tveggja hæða hús með 9m hámarkshæð með lágreistu þaksniði, og eða bygging verði með flötu þaki, og þá hámarkshæð 8m. Þá hefur verið skerpt á texta í greinargerð varðandi látlausa og glýjulausa lýsingu, auk kvaða um gróður á lóðarmörkum.
 
 Bæjarstjórn Árborgar samþykkir uppfærða tillögu að deiliskipulagi í samræmi við 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun tillöguna til afgreiðslu í samræmi við 42.gr. skipulagslaga og auglýsa niðurstöðu Bæjarstjórnar Árborgar skv. 3.mgr. 41.gr. sömu laga.
 
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista, taka til máls.
 
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista leggur til að málinu verði vísað aftur til skipulagsnefndar og að tillagan verði auglýst á ný.
 
 Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista óskar eftir því að hlé verði gert á fundinum.
 
 Fundarhlé hefst kl. 16.25
 
 Fundi fram haldið kl. 16.33.
 
 Tillaga um að skipulagstillögunni verði vísað aftur til skipulagsnefndar og til auglýsingar á ný er tekin til atkvæðagreiðslu. Tillagan er felld með alls 6 atkvæðum, 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Bæjarfulltrúar B- og S-lista ásamt Fjólu S. Kristinsdóttur, bæjarfulltrúa D-lista greiddu atkvæði með tillögunni.
 
 
 Upphafleg tillaga til afgreiðslu er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 6 atkvæðum, 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Fjóla S. Kristinsdóttir bæjarfulltrúi D-lista situr hjá við atkvæðagreiðsluna ásamt bæjarfulltrúum B-lista og S-lista
 |  
               | DSK Norðurhólar 22.5.2024.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 3. 2206048 - Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026 |  
               
               
               | Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista víkur af fundinum áður en málið er tekið fyrir. 
 Guðmundur Ármann Pétursson, varabæjarfulltrúi D-lista tekur sæti sem varamaður.
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista, Sveinn Ægir Birgisson, bæjarfulltrúi D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, bæjarfulltrúi Á-lista, Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, Þórhildur Dröfn Ingvadóttir, varabæjarfulltrúi D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi S-lista, taka til máls.
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista óskar eftir fundahléi.
 
 Hlé gert á fundinum kl. 17.01
 
 Fundi fram haldið kl. 17.18
 
 Ellý Tómasdóttir, bæjarfulltrúi B-lista tekur til máls.
 
 
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 7 atkvæðum, 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og 1 atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Bæjarfulltrúar B- og S-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
 
 Fjóla S. Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi D-lista, tók til máls og gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
 
 Á þessum síðasta bæjarstjórnarfundi mínum sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar langar mig að byrja á því að þakka starfsfólki, íbúum og öllu því góða fólki sem ég hef unnið með að verkefnum Árborgar fyrir frábært samstarf síðastliðin tvö ár. Ég lagði hjarta mitt og sál í verkefnið og er óendanlega þakklát og auðmjúk fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna í þjónustu við íbúa að uppbyggingu sveitarfélagsins míns.
 
 Á þessum tímamótum tel ég mikilvægt að eftirfarandi komin fram. Eftir að hafa fundið fyrir miklum þrýstingi úr ýmsum áttum meðal annars frá hagaðilum, ráðgjöfum, lánastofnunum og eftirlitsaðilum um að halda áfram óbreyttu fyrirkomulagi okkar í meirihlutanum út kjörtímabilið, þar sem verkefnið er ærið og við með hreinan meirihluta, óskaði ég eftir að fulltrúaráð myndi funda um málið. Sá fundur var aldrei haldinn og í raun ekki vilji fyrir samtali um að ég myndi vera áfram þó ekki væri nema fram á haust. Framundan eru töluverðar breytingar hjá sveitarfélaginu en nýr sviðsstjóri Stjórnsýslu- og fjármálasviðs tekur til starfa þann 1. júní nk. auk þess sem þrír nýir starfsmenn eru að hefja störf á fjármáladeild um þessar mundir. Í ljósi alls þessa fannst mér ekki faglegt eða þjóna neinu tilgangi á þessum tímapunkti að gera breytingar nema þá aðeins breytinganna vegna. Fjárhagsleg endurreisn Sveitarfélagsins Árborgar á að mínu viti að vera hafin yfir menn, málefni og pólitískar leikreglur.
 
 Ég hef lagt mikið kapp á að lyfta orðspori sveitarfélagsins sl. tvo ár og væri því ekki samkvæm sjálfri mér ef ég ætlaði í pólitískt karp á opinberum vettvangi. Það þjónar engum tilgangi. Ég hef lagt mig fram við að vera fagleg í hvívetna og hef notið stuðnings frábærra ráðgjafa bæði við hagræðingu í rekstri sem og tekjuöflunar fyrir sveitarfélagið. Bæjarstjórn hefur þurft að taka erfiðar ákvarðanir sl. ár sem hafa tekið á en verkefnið er hér eftir sem hingað til að fylgja aðgerðaráætluninni “Brú til betri vegar" og samkomulaginu við eftirlitsnefndina. Ég hef lagt áherslu á að lík mál séu afgreidd með líkum hætti og að gagnsæi sé til staðar og vona ég að svo verði áfram hjá nýjum meirihluta.
 
 Að lokum þá er ég er afar stolt af minni vinnu síðustu tvö ár og þeim góða árangri sem hefur náðst eins og ársreikningur ársins 2023 er góður vitnisburður um. Komandi árshlutauppgjör mun svo sýna svo ekki verður um villst að við erum sannarlega á réttri leið.
 
 Ég óska nýjum bæjarstjóra og meirihluta velfarnaðar í starfi. Ég mun áfram sitja í bæjarstjórn Árborgar og veita núverandi meirihluta aðhald í komandi verkefnum, íbúum og sveitarfélagi til heilla.
 Með vinsemd og virðingu,
 Fjóla St. Kristinsdóttir
 Bæjarfulltrúi
 
 Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista gerir grein fyrir atkvæði sínu og bæjarfulltrúa B- og S-lista með eftirfarandi bókun:
 
 Við núverandi tímamót þá viljum við þakka fráfarandi bæjarstjóra Fjólu St. Kristinsdóttur fyrir góð störf undanfarin tvö ár. Undirrituð telja að farsælast hefði verið að falla frá bæjarstjóraskiptunum og setja hagsmuni íbúa og starfsfólks Sveitarfélagsins Árborgar í forsæti. Ljóst er að með skiptunum tapast mikil reynsla og þekking sem kostnaðarsamt verður að vinna upp.
 
 Undirrituð mótmæla ákvæði sem lýtur að þriggja mánaða biðlaunum í lok kjörtímabils ef ekki verður af endurráðningu. Í fyrri samningi við fráfarandi bæjarstjóra var ekki slíkt ákvæði. Áætluð kostnaðaraukning á bæjarsjóð vegna biðlauna er um 6 mkr. Er því um að ræða verulega hækkun á milli launasamninga sem við föllumst ekki á.
 
 Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi Framsóknar
 
 Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi Framsóknar
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar
 
 Sigurjón Vidalín Guðmundsson bæjarfulltrúi Samfylkingar
 
 Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar þakkar fráfarandi bæjarstjóra fyrir sín störf með eftirfarandi hætti:
 
 Sem forseti bæjarstjórnar Árborgar færi ég fyrir hönd bæjarstjórnar Árborgar, starfsfólks sveitarfélagsins og íbúa allra innilegar þakkir til Fjólu Steindóru Kristinsdóttur fyrir óeigingjarnt og gott framlag til okkar samfélags.
 Kjartan Björnsson forseti bæjarstjórnar Árborgar
 
 
 
 Kl. 17.29 vék Guðmundur Ármann Pétursson varabæjarfulltrúi D-lista af fundi og Bragi Bjarnason, bæjarfulltrúi D-lista sneri aftur inn á fundinn.
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 4. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026 |  
               
               
               | Kosningar í embætti innan bæjarstjórnar til eins árs. 1. Kosning forseta til eins árs.
 
 Lagt er til að Kjartan Björnsson, D-lista, verði kosinn forseti bæjarstjórnar til eins árs.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 6 atkvæðum, 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Kjartan Björnsson D-lista sat hjá ásamt bæjarfulltrúum B- og S-lista
 
 2. Kosning 1. varaforseta til eins árs.
 
 Lagt er til að Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, verði kosin 1. varaforseti til eins árs.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með alls 7 atkvæðum, 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og 1 atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Bæjarfulltrúar B- og S-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
 
 3. Kosning 2. varaforseta til eins árs.
 
 Lagt er til að Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista, verði kosinn 2. varaforseti til eins árs.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 7 atkvæðum, 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og 1 atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Bæjarfulltrúar B- og S-lista sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
 
 4. Kosning tveggja skrifara til eins árs.
 
 Lagt er til að Sveinn Ægir Birgisson, D-lista og Helga Lind Pálsdóttir, D-lista verði kosnir skrifarar til eins árs.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 7atkvæðum, 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Bæjarfulltrúar B- og S-lista sitja hjá.
 
 5. Kosning tveggja varaskrifara til eins árs.
 
 Lagt er til að Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, verði kosin varaskrifarar til eins árs.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 7 atkvæðum, 6 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista og einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista. Bæjarfulltrúar B- og S-lista sitja hjá.
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 5. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026 |  
               
               
               | Forseti leggur til að tekið verði örstutt fundarhlé. 
 Hlé gert á fundi kl. 17.34
 
 Fundi fram haldið kl. 17.36
 
 Lagt er til að
 
 aðalmenn verði:
 Sveinn Ægir Birgisson, D-lista formaður
 Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, varaformaður
 Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, aðalmaður.
 
 
 varamenn verði:
 Brynhildur Jónsdóttir, D-lista
 Axel Sigurðsson, Á-lista
 Ellý Tómasdóttir, B-lista.
 
 
 Áheyrnarfulltrúi
 Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
 
 Varaáheyrnarfulltrúi
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 6. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026 |  
               
               
               | Yfirkjörstjórn Aðalmenn:
 Ingimundur Sigurmundsson
 Steinunn Fjóla Sigurðardóttir
 Steinunn Erla Kolbeinsdóttir
 
 Varamenn:
 Þórarinn Sólmundarson
 Anna Ingadóttir
 Jón Páll Hilmarsson
 
 Kjördeild 1
 Aðalmenn:
 Íris Böðvarsdóttir
 Hólmfríður Einarsdóttir
 Ólafur Bachmann Haraldsson
 
 Varamenn:
 Steinar Hermannsson
 Sigrún Helga Einarsdóttir
 Herborg Anna Magnúsdóttir
 
 Kjördeild 2
 Aðalmenn:
 Grétar Páll Gunnarsson
 Ingibjörg Jóhannesdóttir
 Valdemar Bragason
 
 Varamenn:
 Drífa Björt Ólafsdóttir
 Dagbjört Sævarsdóttir
 Heiða Sólveg Haraldsdóttir
 
 Kjördeild 3
 Aðalmenn:
 Margrét Katrín Erlingsdóttir
 Hafdís Kristjánsdóttir
 Jónína Halldóra Jónsdóttir
 
 Varamenn:
 Garðar Hrafn Skaptason
 Helena Sif Zóphoníasdóttir
 Ingibjörg Elfa L. Stefánsdóttir
 
 Kjördeild 4
 Aðalmenn:
 Guðrún María Jóhannsdóttir
 Sigríður Sigurjónsdóttir
 Brynja Hjálmtýsdóttir
 
 Varamenn:
 Elísabet Davíðsdóttir
 Sigríður Erlingsdóttir
 Eiríkur Már Rúnarsson
 
 Kjördeild 5
 Aðalmenn:
 Guðmundur Sigmarsson
 Magnús Gísli Sveinsson
 Kristjana Hallgrímsdóttir
 
 Varamenn:
 Gunnar Þorkelsson
 Herdís Sif Ásmundsdóttir
 Helga Berglind Valgeirsdóttir
 
 Kjördeild 6
 Aðalmenn:
 Ingibjörg Ársælsdóttir
 Ólafur Már Ólafsson
 Ragnhildur Jónsdóttir
 
 Varamenn:
 Elín Dögg Haraldsdóttir
 Berglind Sigurðardóttir
 Ingi Þór Jónsson
 
 Kjördeild 7
 Aðalmenn:
 Lýður Pálsson
 Rannveig Brynja Sverrisdóttir
 Vigdís Jónsdóttir
 
 Varamenn:
 Víglundur Guðmundsson
 Barði Páll Böðvarsson
 Guðmundur Magnússon
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
 
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 7. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026 |  
               
               
               | Kosið er í eftirfarandi nefndir og skal kosning gilda út kjörtímabilið 2022-2026. 
 Forseti leggur til að tekið verði fundarhlé.
 
 Hlé gert á fundi kl. 17.43.
 Fundi fram haldið kl. 18.12
 
 Tillaga að nefndaskipan:
 
 Velferðarnefnd:
 
 Aðalmenn:
 Helga Lind Pálsdóttir, formaður D-lista
 Margrét Anna Guðmundsdóttir D-lista
 Lieselot Simoen Á-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 
 Varamenn
 Anna Linda Sigurðardóttir D-lista
 Ragna Berg Gunnarsdóttir D-lista
 Ragnheiður Pálsdóttir Á-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 Svala Norðdal S-lista
 
 Menningarnefnd:
 Aðalmenn:
 
 Kjartan Björnsson, formaður D-lista
 Anna Linda Sigurðardóttir D-lista
 Gunnar Eysteinn Sigurbjörnsson Á-lista
 Kolbrún Júlía Erlendsdóttir B-lista
 Ástfríður M. Sigurðardóttir S-lista
 
 Varamenn:
 Olga Bjarnadóttir D-lista
 Viðar Arason D-lista
 Ástrós Rut Sigurðardóttir Á-lista
 Guðmunda Ólafsdóttir B-lista
 Herdís Sif Ásmundsdóttir S-lista
 
 Fræðslu- og frístundanefnd:
 Aðalmenn:
 
 Brynhildur Jónsdóttir, formaður D-lista
 Gísli Rúnar Gíslason D-lista
 Ástrós Rut Sigurðardóttir Á-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 Elísabet Davíðsdóttir S-lista
 
 Varamenn:
 Þórhildur Ingvadóttir D-lista
 Ingvi Már Guðnason D-lista
 Berglind Björgvinsdóttir Á-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Herdís Sif Ásmundsdóttir S-lista
 
 Skipulagsnefnd
 Aðalmenn:
 Ari Thorarensen, formaður D-lista
 Rebekka Guðmundsdóttir D-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Björgvin G. Sigurðsson S-lista
 Matthías Bjarnason B-lista
 
 Varamenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Óskar Örn Vilbergsson D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Viktor Pálsson S-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 
 Eigna- og veitunefnd
 Aðalmenn:
 Sveinn Ægir Birgisson, formaður D-lista
 Jóhann Jónsson D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 
 Varamenn
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 Matthías Bjarnason B-lista
 
 Umhverfisnefnd
 Aðalmenn:
 Daníel Leó Ólason, formaður Á-lista
 Þórhildur Dröfn Ingvadóttir D-lista
 Björg Agnarsdóttir D-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 
 Varamenn:
 Esther Óskarsdóttir D-lista
 Ólafur Ibsen Tómasson D-lista
 Arnar Þór Skúlason Á-lista
 Kolbrún Júlía Erlendsdóttir B-lista
 Jónas Hallgrímsson S-lista
 
 
 
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, taka til máls.
 
 Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 8. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026 |  
               
               
               | Kosið er í eftirfarandi í nefndir, stjórnir og til að sækja aðalfundi og skal kosning gilda út kjörtímabilið 2022-2026. 
 Tillaga að nefndaskipan liggur fyrir á fylgiskjali.
 
 Aðalfundur SASS
 Aðalmenn
 Bragi Bjarnason D-lista
 Fjóla St. Kristinsdóttir D-lista
 Kjartan Björnsson D-lista
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 Þórhildur D. Ingvadóttir D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Matthías Bjarnason B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 
 Varamenn
 Ari Thorarensen D-lista
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 Anna Linda Sigurðardóttir D-lista
 Jóhann Jónsson D-lista
 Björg Agnarsdóttir D-lista
 Gísli Rúnar Gíslason D-lista
 Ástrós Rut Sigurðardóttir Á-lista
 Daníel Leó Ólason Á-lista
 Ólafur Ibsen Tómasson D-lista
 Björgvin G. Sigurðsson S-lista
 Óskar Hróbjartsson B-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 Ástfríður M. Sigurðardóttir S-lista
 Kolbrún Júlía Erlendsdóttir B-lista
 
 
 Aðalfundur Heilbrigðiseftirlits Suðurlands
 Aðalmenn
 Bragi Bjarnason D-lista
 Fjóla St. Kristinsdóttir D-lista
 Kjartan Björnsson D-lista
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 Þórhildur D. Ingvadóttir D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Matthías Bjarnason B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 
 Varamenn
 Ari Thorarensen D-lista
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 Anna Linda Sigurðardóttir D-lista
 Jóhann Jónsson D-lista
 Björg Agnarsdóttir D-lista
 Gísli Rúnar Gíslason D-lista
 Ástrós Rut Sigurðardóttir Á-lista
 Daníel Leó Ólason Á-lista
 Ólafur Ibsen Tómasson D-lista
 Björgvin G. Sigurðsson S-lista
 Óskar Hróbjartsson B-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 Ástfríður M. Sigurðardóttir S-lista
 Kolbrún Júlía Erlendsdóttir B-lista
 
 Héraðsnefnd Árnesinga
 Aðalmenn
 Bragi Bjarnason D-lista
 Fjóla St. Kristinsdóttir D-lista
 Kjartan Björnsson D-lista
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Þórhildur D. Ingvadóttir D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 
 Varamenn
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 Ari Thorarensen D-lista
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 Anna Linda Sigurðardóttir D-lista
 Jóhann Jónsson D-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Björg Agnarsdóttir D-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 Matthías Bjarnason B-lista
 Björgvin G. Sigurðsson S-lista
 Ástfríður M. Sigurðardóttir S-lista
 
 
 Aðalfundur Bergrisans bs.
 Aðalmenn
 Bragi Bjarnason D-lista
 Fjóla St. Kristinsdóttir D-lista
 Kjartan Björnsson D-lista
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 Þórhildur D. Ingvadóttir D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Matthías Bjarnason B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 
 Varamenn
 Ari Thorarensen D-lista
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 Anna Linda Sigurðardóttir D-lista
 Jóhann Jónsson D-lista
 Björg Agnarsdóttir D-lista
 Gísli Rúnar Gíslason D-lista
 Ástrós Rut Sigurðardóttir Á-lista
 Daníel Leó Ólason Á-lista
 Ólafur Ibsen Tómasson D-lista
 Björgvin G. Sigurðsson S-lista
 Óskar Hróbjartsson B-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 Ástfríður M. Sigurðardóttir S-lista
 Kolbrún Júlía Erlendsdóttir B-lista
 
 Aðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 
 Almannavarnanefnd Árnessýslu
 Aðalmenn
 Bragi Bjarnason D-lista
 
 Varamenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Axel Sigurðsson Á-lista
 
 Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands
 Aðalmenn
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 
 Varamenn
 Bragi Bjarnason D-lista
 
 Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ehf.
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 
 Aðalfundur Leigubústaða Árborgar ses.
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 
 Samstarfsnefnd með starfsmannafélögum
 Aðalmenn
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 
 Varamenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Aðalfundur Borgarþróunar
 Aðalmenn
 Kjartan Björnsson D-lista
 
 Varamenn
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 
 Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ehf.
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 
 Aðalfundur Fasteignafélags Árborgar ses.
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 
 Aðalfundur Verktækni ehf.
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 
 Aðalfundur Sandvíkurseturs ehf.
 Aðalmenn
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 
 Varamenn
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 
 Öldungaráð Árborgar
 Aðalmenn
 Þórhildur Dröfn Ingvadótir, formaður D-lista
 Ingvi Már Guðnason D-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 
 Varamenn
 Kjartan Björnsson D-lista
 Esther Ýr Óskarsdóttir D-lista
 Guðrún Rakel Svandísardóttir B-lista
 
 Samráðshópur um málefni fólks með fötlun
 Aðalmenn
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 
 Varamenn
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Kjartan Björnsson D-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 
 Landsfundur Sambandsins
 Aðalmenn
 Kjartan Björnsson D-lista
 Sveinn Ægir Birgisson D-lista
 Álfheiður Eymarsdóttir Á-lista
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 Arna Ír Gunnarsdóttir S-lista
 
 Varamenn
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Helga Lind Pálsdóttir D-lista
 Axel Sigurðsson Á-lista
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 
 Bragi Bjarnason, D-lista óskar eftir fundahléi
 Hlé gert á fundinum kl. 18.31
 Fundi fram haldið kl. 18.35.
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista tekur til máls.
 
 Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
 
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 9. 2205259 - Kosning í embætti og nefndir 2022 - 2026 |  
               
               
               | Lagt er til að eftirfarandi verði skipaðir í nefndina: 
 
 Almannavarnaráð Árborgar
 Aðalmenn
 Kjartan Björnsson, formaður D-lista
 Viðar Arason D-lista
 Sólveig Þorvaldsdóttir B-lista
 
 Varamenn
 Brynhildur Jónsdóttir D-lista
 Guðmundur Ármann Pétursson D-lista
 Arnar Páll Gíslason B-lista
 
 Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum.
 |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 10. 2203180 - Reglur um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna |  
               
               
               | Álfheiður Eymarsdóttir, Á-lista, Fjóla St. Kristinsdóttir, D-lista, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, S-lista, Bragi Bjarnason, D-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, Ellý Tómasdóttir, B-lista, taka til máls. 
 Brynhildur Jónsdóttir varaforseti tekur við stjórn fundarins kl. 18.44
 
 Kjartan Björnsson forseti tekur á ný við stjórn fundarins kl. 18.50
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista óskar eftir fundarhléi.
 Hlé gert á fundinum kl. 19.06.
 Fundi fram haldið kl. 19.18.
 
 Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með alls 6 atkvæðum, 5 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista, einu atkvæði bæjarfulltrúa Á-lista, á móti greiddu alls 5 atkvæði 2 bæjarfulltrúar B-lista, 2 bæjarfulltrúar S-lista og Fjóla St. Kristinsdóttir bæjarfulltrúi D-lista.
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi S-lista gerir grein fyrir atkvæðum bæjarfulltrúa S- og B-lista með svohljóðandi bókun:
 
 Það veldur undirrituðum gríðarlegum vonbrigðum að nýr meirihluti skuli ekki fylgja samþykktri fjárhagsáætlun og hækka þóknun formanns bæjarráðs úr 21% af þingfararkaupi, eins samþykkt var, í 42%. Undirrituð ítreka ákall um sundurliðun á störfum fráfarandi formanns bæjarráðs sem kallaði á hækkun á þóknun formanns úr 21% af þingfararkaupi í 65%. Til viðbótar, er óskað eftir sundurliðun á verkefnum nýkjörins formanns bæjarráðs sem réttlætir hækkun úr 21% skv. fjárhagsáætlun í 42%.
 
 Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista
 
 Sigurjón Vídalín Guðmundsson S-lista
 
 Arnar Freyr Ólafsson B-lista
 
 Ellý Tómasdóttir B-lista
 
 |  
               | Tillaga að reglum um starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Sveitarfélaginu Árborg 27.05.2024.pdf |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 11. 2206157 - Fundartími bæjarstjórnar kjörtímabilið 2022-2026 |  
               
               
               | Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 11 atkvæðum. |  
               |  |  
               |  |  |  
           |  |  
           | Fundargerðir |  
           | 
             
              
               | 12. 2405010F - Ungmennaráð - 3/2024 |  
               
               
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 13. 2405009F - Eigna- og veitunefnd - 31 |  
               
               
               | Arnar Freyr Ólafsson, B-lista, tekur til máls undir dagskrárlið 1 - Ársreikningur Selfossveitna 2023. |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 14. 2405003F - Umhverfisnefnd - 16 |  
               
               
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 15. 2404030F - Skipulagsnefnd - 28 |  
               
               
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 16. 2405013F - Bæjarráð - 87 |  
               
               
               | Ellý Tómasdóttir bæjarfulltrúi B-lista tekur til máls undir dagksrárlið 5. Framkvæmdaleyfisumsókn - Girðing á skipulagssvæði miðbæjarins. |  
               |  |  
               |  |  |  
           | 
             
              
               | 17. 2405020F - Bæjarráð - 88 |  
               
               
               |  |  
               |  |  |  |  
       |  | Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:27
 
 |  |