Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 28.12.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Puja Acharya fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðjón Birkir Birkisson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Guðmundur Gestur Þórisson f.h. slökkviliðsstjóra.
1. 2212178 - Arnberg - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Gunnar Örn Sigurðsson hönnunarstjóri f.h. Olíuverzlun íslands sækir um heimild til að byggja geymslu við þjónustuhús. Helstu stærðir 43,8 m² og 158,9 m³.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
2. 2008080 - Urðarmói 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sigurður Unnar Sigurðsson hönnunarstjóri f.h. KK Verk ehf sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir: 198,4 m² og 809,1 m³.
Málið var áður rætt á 49. fundi og var þá frestað. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2. Breyting á byggingarreit var samþykkt 10.05.2007. Fyrir liggur undirritað samþykki nágranna á minni háttar fráviki frá áður samþykktum uppdráttum. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
3. 2212237 - Suðurbraut 39 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jens Karl Bernharðsson hönnunarstjóri f.h. Vesturmörk ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús. Helstu stærðir 32,9m² og 88,6 m³.
Byggingaráform voru samþykkt á 6. fundi árið 2018. Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
4. 2210393 - Nauthagi 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi.
Bjarki Guðmundsson hönnunarstjóri f.h. Bergrisans bs sækir um leyfi til að byggja 6 íbúða kjarna fyrir þjónustuíbúðir. Helstu stærðir 514,2 m² og 1.440,0 m³.
Málið var áður fyrir fundi 105 og þá samþykkt að gefa út takmarkað byggingarleyfi til jarðvinnu með fyrirvara. Fyrir liggja uppfærðir aðaluppdrættir. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
7. 2212221 - Smáratún 10 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um starfsleyfi
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar umsagnar vegna umsóknar vegna reksturs gististaðar að Smáratúni 10 á Selfossi. Skv. umsókn er um að ræða gistingu fyrir tvo.