Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn - 46

Haldinn í Norðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
04.04.2022 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Helgi Sigurður Haraldsson forseti bæjarstjórnar,
Klara Öfjörð Sigfúsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson bæjarfulltrúi, Á-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Brynhildur Jónsdóttir bæjarfulltrúi, D-lista,
Kjartan Björnsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari B. Thorarensen bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri, Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari
Í upphafi fundar kallar forseti eftir athugasemdum við útsent fundarboð.
Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls og gerir athugasemdir við boðunina.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203362 - Útboð á húsnæðislausn BES á Eyrarbakka
Tillaga frá 144. fundi bæjarráðs þar sem lagt var til að bæjarráð samþykkti að útboð fari fram í samræmi við sviðsmynd 2a. Samþykkt með tveimur atkvæðum Gunnar Egilsson, D-lista, greiddi atkvæði gegn tillögunni.
Ari B. Thorarensen, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Brynhildur Jónsdóttir, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Það ætti öllum að vera ljóst að það borgar sig að byggja nýjar skólabyggingar á Eyrarbakka í stað þess að fara í viðgerðir. Almennt er viðurkennt í mannvirkjagerð að þegar hrakvirði eignar er komið niður fyrir 30% af endurstofnverði þá er mannvirkið talið ónýtt. Það er forkastanlegt og mjög óábyrgt að ætla sér að fara í endurbætur á húsnæði þar sem hrakvirði eignarinnar er komið niður í 5%.

Brunabótamat fasteigna skólans á Eyrarbakka er 245.7mkr. Endurstofnverði fasteignanna má því áætla að sé 275mkr. Viðgerðarkostnaður sem unnið var af Eflu verkfræðistofu er talinn vera 260mkr og verktími 52 vikur. Áætlaður viðgerðarkostnaður er því um 95% af endurstofnverði. Hrakvirði fasteignanna má þannig ætla að sé 5% af endurstofnverði.

Brunabótamat tekur til þeirra efnislegu verðmæta húseignar sem eyðilagst geta í eldi og miðast við byggingarkostnað að teknu tilliti til aldurs, slits, viðhalds og ástands eignar, að viðbættum kostnaði við hreinsun brunarústa. Brunabótamat tekur ekki til lóðarinnar eða staðsetningarverðmætis. Tvö eins hús sem byggð eru á sama tíma, annars vegar á eftirsóttu svæði og hins vegar á lítt söluvænu svæði, hafa því jafnhátt brunabótamat.

Endurstofnverð (EST) er áætlaður heildarbyggingarkostnaður húseignar án opinberra lóða- og tengigjalda og án kostnaðar vegna lóðarfrágangs.

Út frá brunabótamati er hægt að finna út Endurstofnverð fasteignar. Almennt er talið að endurstofnverð fasteignar sé 10-12% hærra en brunabótamat.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista,
Helgi Sigurður Haraldsson, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista,
Klara Öfjörð, S-lista og
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista.

Hlé gert á fundi kl. 17:44
Fundi fram haldið kl. 17:56

Hlé var gert á fundi kl. 18:00
Fundi fram haldið kl. 18:19

Gunnar Egilsson, D-lista f.h. bæjarfulltrúa D-lista leggur fram breytingartillögu um að samhliða útboði verði óskað eftir verðtilboði í viðgerðir á núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka.

Tillagan með breytingartillögu er borin undir atkvæði og er felld með 5 atkvæðum bæjarfulltrúa meirihluta gegn 4 atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista leggur fram eftirfandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:

Samkvæmt skýrslu verkfræðistofunnar Eflu þá liggur þegar fyrir að kostnaðaráætlun á viðgerð á núverandi húsnæði Barnaskólans á Eyrarbakka er 260 milljónir króna og verktími viðgerða 52 vikur. Undiritaðir bæjarfulltrúar telja að vinna við útboð á endubótum sé of áhættusöm með tilliti til kostnaðar og verktíma. Undirrituð telja að starfsemi Barnaskólans á Eyrarbakka sé best borgið í nýjum færanlegum kennslustofum.

Helgi S. Haraldsson
Arna Ír Gunnarsdóttir
Klara Öfjörð
Sigurjón Vídalín Guðmundsson
Tómas Ellert Tómasson

Tillaga frá 144. fundi bæjarráðs þar sem lagt var til að samþykkti væri að útboð fari fram í samræmi við sviðsmynd 2a. Tillagan var samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

Kjartan Björnsson, D-lista leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarfulltrúar D-lista lýsa yfir áhyggjum sínum á stöðunni í skólamálum á Eyrarbakka og Stokkseyri og þeirri óvissu sem ríkt hefur. Einnig lýsum við yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til þess að skoða í fullri alvöru kostnað við lagfæringu skólahúsnæðisins á Eyrarbakka. Það er skýr afstaða D-listans að skólastarf verði á Eyrarbakka og Stokkseyri í framtiðinni.

Bæjarfulltrúar D-listans í Sveitarfélaginu Árborg.
MINNISBLAÐ v. húsnæðismála BES 01.04.2022.pdf
2. 1806094 - Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Árborgar
Síðari umræða.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúa D-lista sitja hjá.
Tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt_mars 2022.pdf
3. 1912054 - Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b
Tillaga frá 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. mars sl. liður 3.- Tillaga að deiliskipulagi - Heiðarbrún 6-6b

Kjartan Sigurbjartsson Pro-Ark Teiknistofu, lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina Heiðarbrún 6, L165659, á Stokkseyri.
Deiliskipulagstillagan gerði ráð fyrir að lóðin Heiðarbrún 6, sem er 852m2 að stærð yrði parhúsalóð (6-6a), og að heimilt yrði að byggja parhús með stakstæðum eða sambyggðum bílskúr. Húsin yrðu á einni hæð með risi. Hámarksvegghæð allt að 3,5m og mænishæð allt að 6,5m. Nýtingarhlutfall allt að 0,5.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillöguna til auglýsingar fyrir sitt leyti og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
S-001-Ú1-Heiðarbrún 6-6b_7.03.2022.pdf
4. 2203210 - Samruni lóða Dísarstaðir 2C og 4B
Tillga frá 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. mars sl., liður 5. - Samruni lóða Dísarstaðir 2C og 4B

Hannes Þór Ottesen f.h .Fagralands ehf, lagði fram umsókn um stofna 91.731m2 landspildu sem fengi heitið Dísarstaðir Land 4B, og að stofnun lokinn yrði sú spilda sameinuð landspildunni Dísarstaðir 2C, L230584.
Sameinuð spilda fengi heitið Dísarstaðir 2C og yrði eftir sameiningu 198.874,2m2 (19,88ha) að stærð.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að umsókn um stofnun landspildu og samruna yrði samþykkt.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
8428-002-LOB-004-V07-Dísarstaðir-2C-samruni.pdf
5. 21101800 - Deiliskipulagstillaga - Nabbi 3
Tillaga frá 91. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. mars sl., liður 6. Deiliskipulagstillaga - Nabbi 3

Tekin til afgreiðslu eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga sem nær yfir lóðina
Nabbi 3 (L232497) sem er 14225,4 m2 að stærð. Lóðin er staðsett í Sveitarfélaginu Árborg, í Sandvíkurhreppi hinum forna. Á lóðinni stendur til að byggja frístundahús og gestahús. Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Árborgar 2010-2030,skilgreint sem
landbúnaðarsvæði. Skipulagstillagan var auglýst frá 22.12.2021 - 2.2.2022 og bárust engar athugasemdir. Vegagerðin bendir á í umsögn sinni dags. 21.2.2022, að bil milli vegtenginga á Kaldaðarnesvegi skuli að
lágmarki vera 200m.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti tillögu að deiliskipulagi fyrir Nabba 3 og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
9187-001-01-DSK-001-V02-Nabbi 3-DSK.pdf
6. 2203396 - Kjörstaðir í Sveitarfélaginu Árborg í sveitarstjórnarkosningum 2022
Lagt er til að
Kjördeild 1-4 verði í Vallaskóla, Sólvöllum 2, Selfossi
Kjördeild 5 verði í Samkomuhúsinu Stað, Búðarstíg 7, Eyrarbakka.
Kjördeild 6 verði í Grunnskólanum á Stokkseyri, Stjörnusteinum 2, Stokkseyri.

Tómas Ellert Tómasson, M-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.
7. 2204006 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2022
Lagt er til að næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn miðvikudaginn 27. apríl nk. og þarnæsti fundur bæjarstjórnar þann 11. maí nk.
Gunnar Egilsson, D-lista tekur til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Bæjarfulltrúar D-lista sitja hjá.
Fundargerðir
8. 2203005F - Fræðslunefnd - 42
42. fundur haldinn 15.03.2022
9. 2203009F - Skipulags og byggingarnefnd - 90
90. fundur haldinn 16.03.2022
10. 2203016F - Bæjarráð - 142
142. fundur haldinn 17.03.2022
Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Ari B. Thorarensen, D-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista taka til máls undir lið nr. 9- Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista- opið bókhald.

11. 2203020F - Eigna- og veitunefnd - 61
61. fundur haldinn 23.03.2022
Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Gunnar Egilsson, D-lista taka til máls undir lið nr. 1- Hreinsistöð við Geitanes.
12. 2203014F - Skipulags og byggingarnefnd - 91
91. fundur haldinn 23.03.2022
13. 2203022F - Bæjarráð - 143
143. fundur haldinn 24.03.2022
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica