Bæjarstjórnarfundur - útsending

Smellið hér til að horfa á útsendinguna


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 22

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
12.09.2023 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Jón Tryggvi Guðmundsson nefndarmaður, D-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson varaáheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Ólafsson .
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
2. 2109014 - Vatnsöflun frá Kaldárhöfða
Farið yfir fundargerð starshóps og næstu skref í verkefninu.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að samþykkja jafna skiptingu á rannsóknarkostnaði milli sveitarfélaganna sem koma að samstarfinu. Grímsnes- og Grafningshreppur verði skilgreindur verkkaupi. Einnig að áætluðum kostnaði verði vísað til endurskoðunar á fjárfestingaráætlun 2023 sem lögð verður fyrir bæjarstjórn.
Erindi til kynningar
1. 2102410 - Hreinsistöð við Geitanes
Farið yfir útboðsgögn á byggingu hreinsistöðvar við Geitanes.
Farið yfir stöðuna á verkefninu. Fullnaðarhönnun er lokið og kostnaðaráætlun liggur fyrir. Áframhaldandi vinnu vísað til fjárfestingáætlunar 2024-2027
3. 2308150 - Fjárfestingaráætlun 2024-2027
Vinna við fjárfestingaáætlun 2024-2027 kynnt nefndinni.
Áframhaldandi umræður um fjárfestingaráætlun 2024-2027

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica