Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Velferðarnefnd - 23

Haldinn á 3. hæð Ráðhúss,
27.01.2026 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Helga Lind Pálsdóttir formaður, D-lista,
Margrét Anna Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Lieselot Michele Maria Simoen nefndarmaður, Á-lista,
Ellý Tómasdóttir nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir nefndarmaður, S-lista,
Sigþrúður Birta Jónsdóttir deildarstjóri.
Fundargerð ritaði: Sigþrúður Birta Jónsdóttir, deildarstjóri velferðarþjónustu


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2601093 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
Skráð í trúnaðarbók.
2. 2601094 - Áfrýjun til velferðarnefndar
Trúnaðarmál.
Lieselot óskar eftir að víkja af fundi vegna vanhæfi. Lieselot víkur af fundi 16.54.Anna Rut kemur inn á fund 16.54.
3. 2311035 - Barnaverndarmál
Trúnaðarmál.
Trúnaðarbók.
Lieselot kemur aftur inn á fund 17.30 og Anna Rut víkur.
Erindi til kynningar
4. 2312193 - Samningur um samræmda móttöku flóttafólks
Lagt til kynningar undirritaður áframhaldandi samningur vegna samræmdrar móttöku flóttafólks.
Til kynningar.
5. 2509360 - Samstarfs- og nýsköpunarstyrkir til íslenskunáms innflytjenda
Mennta- og barnamálaráðherra hefur ákveðið að veita umsókninni ?Virkni og íslenskunám einangraðra kvenna af erlendum uppruna? styrk að fjárhæð 1.436.000 kr. til að framkvæma verkefnahugmyndina og gera afurðina aðgengilega til að flýta fyrir umbótum á vettvangi íslenskunnar.
Velferðarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með styrkveitingu ríkisins til verkefnisins Virkni og íslenskunám einangraðra kvenna af erlendum uppruna. Nefndin telur mikilvægt að einstaklingar af erlendum uppruna fái aukin tækifæri til að taka þátt í íslensku samfélagi og með því aukar líkur á samfélagslegri þátttöku kvennanna.
6. 2401051 - Samkomulag - styrkur til ráðningar tengiráðgjafa
Erindi sem tekið var fyrir á fundi öldungaráðs Árborgar 16. janúar sl. liður 1. Samkomulag - styrkur til ráðningar tengiráðgjafa.

?Lagt er til kynningar áskorun velferðarþjónustu til félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins um að endurskoða ákvörðun um niðurfellingu styrks til stöðugildis tengiráðgjafa
Öldungarráð Árborgar lýsir áhyggjum af þeirri ákvörðun að veita ekki áframhaldandi styrk til stöðugildis tengiráðgjafa fyrir árið 2026. Það tekur tíma að aðlaga nýtt stöðugildi inn í þjónustu fyrir viðkvæma hópa og starf Tengirráðgjafa á þessum tímapunkti er viðkvæmt þar sem að þjónustan við eldra fólk er loks að festast í sessi og sérþekking Tengiráðgjafa orðin lykilþáttur í samvinnu við önnur kerfi.

Ráðið telur mikilvægt að tryggja samfellu í verkefninu Gott að eldast og skorar á ráðuneytið að endurskoða ákvörðun sína.

Velferðarnefnd hefur tekið til umfjöllunar greinargerð um starf tengiráðgjafa og tekur undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Nefndin vill koma á framfæri áhyggjum sínum af því að ekki standi til að veita áframhaldandi styrk til starfs tengiráðgjafa sem hefur verið óaðskiljanlegur hluti af þróunarvinnu verkefnisins Gott að eldast, en verkefnið stendur til ársins 2027. Nefndin hvetur stjórnvöld til endurskoðunar á ákvörðun sinni þar sem niðurfelling starfsins gæti raskað samfellu í þróun þjónustu, leitt til þekkingartaps og dregið úr árangri verkefnisins.
7. 2601289 - Staða húsnæðislausra í Sveitarfélaginu Árborg á árinu 2025
Lagt er fyrir minnisblað velferðarþjónustu um stöðu húsnæðislausra í sveitarfélaginu ásamt tillögum að næstu skrefum í málaflokknum.
Velferðarnefnd hefur farið yfir minnisblað um stöðu húsnæðislausra í Sveitarfélaginu Árborg og tekur undir þau sjónarmið og tillögur sem þar koma fram.

Velferðarnefnd telur brýnt að sveitarfélagið hefji vinnu við gerð stefnu í málefnum húsnæðislausra í sveitarfélaginu. Velferðarnefnd tekur undir tillögu starfsmanna velferðarþjónustunnar um að hefja undirbúningsvinnu við gerð stefnunnar með þarfagreiningu ásamt kostnaðargreiningu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica