Skipulagsnefnd - 43 |
Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi, 23.04.2025 og hófst hann kl. 08:15 |
|
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista, Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista, Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista, Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista, Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
Almenn afgreiðslumál |
1. 2502389 - Miðengi 8 - Viðbygging - Stækkun lóðar |
Skipulagsnefnd samþykkir áformin, þar sem fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá HS Veitum og Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að stilla upp nýju lóðarblaði, með stækkun lóðarinnar Miðengis 8 og skrá inn í landskrá HMS. |
Samþykkt |
|
|
|
2. 2503409 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja |
Í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 kemur m.a. eftirfarandi fram um stefnu byggðar á Eyrarbakka og Stokkseyri: Að heimild sé fyrir minniháttar atvinnustarfsemi innan íbúðarbyggðar svo sem gistiheimili, ferða- þjónustu, minni verslanir og menningartengda starfsemi, til að efla fjölbreytni í atvinnulífi. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls. Nefndin gerir þó fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyjaseli 11 og Eyrarbraut 14 og 16. |
Samþykkt |
|
|
|
3. 2410079 - Austurvegur 61-63. - Deiliskipulagsbreyting |
Skipulagsnefnd hafnar framkominni tillögu og gerir alvarlegar athugasemdir við útfærslu byggingar á lóðinni. Nefndin leggur áherslu á að reiturinn uppfylli skilyrði um algilda hönnun, svo sem öruggt aðgengi að sorpgeymslum, hjóla- og vagnageymslum. Einnig leggur nefndin áherslu á mikilvægi sameiginlegs dvalarrýmis fyrir íbúa á lóðinni, og að íbúðir á jarðhæð hafi nægjanlegt dvalarrými. Miðað við byggingarmagn á lóðinni er nauðsynlegt að bílastæði séu færð neðanjarðar, eða að byggingarmagni verði breytt til að uppfylla skilyrði um dvalarrými á lóðinni.
|
Hafnað |
|
|
|
4. 2503526 - Reyrhagi 8 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit -DSK.br. |
Skipulagsnefnd samþykkir áformin til samræmis við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að tillagan sé óverulegt frávik og muni ekki skerða hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn. |
Samþykkt |
|
|
|
5. 2503515 - Umsagnarbeiðni - Laugardælur-hverfi, nýr aðkomuvegur - deiliskipulag |
Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti, svo fremi að fyrir liggi jákvæðar umsagnir frá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar og Selfossveitum. |
Samþykkt |
|
|
|
6. 2310134 - Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og iðnaðarsvæða |
Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti þær umbætur og breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni, í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur að þær breytingar sem gerðar hafi verið á tillögunni, kalli ekki á endurauglýsingu. Nefndin mælir með að bæjarstjórn samþykki tillöguna í samræmi við 41 og 42. gr. skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagstofnunar til afgreiðslu. |
Samþykkt |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 |
|