Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd - 43

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
23.04.2025 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ari B. Thorarensen formaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Guðrún Rakel Svandísardóttir varamaður, B-lista,
Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi, Ásdís Styrmisdóttir fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Sölvi Leví Gunnarsson aðstoðarbyggingafulltrúi.
Fundargerð ritaði: Ari B Thorarensen, formaður skipulagsnefndar


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2502389 - Miðengi 8 - Viðbygging - Stækkun lóðar
Mál áður á dagrká fundar skipulagsnefndar 19.3.2025:
"Kristinn R. Guðlaugsson, eigandi lóðar Miðengis 8 á Selfossi, óskar eftir stækkun lóðar. Fyrirhugað er að byggja við núverandi hús á lóðinni til suð-vesturs og yrði viðbygging komin of nálægt lóðarmörkum Miðengis 8 og 10. Óskað er eftir að stækka lóðina á kostnað lóðar Miðengis 10 sem myndi minnka í kjölfarið. Á lóð Miðengi 10 stendur spennistöð og leiksvæði fyrir börn og talið líklegt að lóðin verði ekki byggileg fyrir íbúðarhúsnæði.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn frá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar, auk umsagnar frá HS veitum."

Skipulagsnefnd samþykkir áformin, þar sem fyrir liggja jákvæðar umsagnir frá HS Veitum og Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar.
Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsfulltrúa verði falið að stilla upp nýju lóðarblaði, með stækkun lóðarinnar Miðengis 8 og skrá inn í landskrá HMS.
Samþykkt
2. 2503409 - Beiðni um umsögn um geymslustað ökutækja
Samgöngustofa óskar eftir umsögn Sveitarfélagsins Árborgar, skv. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 65/2015 um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Kodiak Travel ehf, um geymslustað ökutækja að Eyjaseli 12 á Stokkseyri. Sótt er um að leiga út eitt ökutæki.
Í aðalskipulagi Árborgar 2020-2036 kemur m.a. eftirfarandi fram um stefnu byggðar á Eyrarbakka og Stokkseyri:
Að heimild sé fyrir minniháttar atvinnustarfsemi innan íbúðarbyggðar svo sem gistiheimili, ferða- þjónustu, minni verslanir og menningartengda starfsemi, til að efla fjölbreytni í atvinnulífi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að lóðarhafa á Eyjaseli 12, verði heimilt að geyma eitt ökutæki sem tengist útleigu bíls. Nefndin gerir þó fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningar, og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Eyjaseli 11 og Eyrarbraut 14 og 16.
Samþykkt
3. 2410079 - Austurvegur 61-63. - Deiliskipulagsbreyting
Kristinn Ragnarsson f.h. Reyrus ehf. leggur fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Austurvegur 61 og 63 á Selfossi. Á lóðinni Austurvegur 61 stendur einnar hæða íbúðarhús með risi ásamt stakstæðri bílgeymslu og á lóðinni Austurvegur 63 stendur tveggja hæða tvíbýlishús ásamt stakstæðri bílgeymslu. Tillagan gerir ráð fyrir að núverandi byggingar á lóðunum verði rifnar og lóðirnar sameinaðar í eina lóð. Gert er ráð fyrir byggingu á 3 hæða fjölbýlishúsi. Fjöldi íbúða allt að 24 og gert ráð fyrir allt að 24 bílastæðum á lóð. Fyrir liggur skuggavarpsgreining sem sýnir áhrif 3 hæðahúss. Óskað er eftir að gerð verið breyting á legu byggingarreits. Hann færður um 2 metra til vesturs og 2 metra til austurs. Verði þá reiturinn orðinn samsíða línum byggingarreita annarra húsa við Heiðmörk. Ekki er þó gert ráð fyrir að norðausturhluti gildandi byggingarreits verði nýttur. Reiknað byggingarmagn verður nærri 2170m2, eða nýtingarhlutfall upp á 1,15.
Skipulagsnefnd hafnar framkominni tillögu og gerir alvarlegar athugasemdir við útfærslu byggingar á lóðinni. Nefndin leggur áherslu á að reiturinn uppfylli skilyrði um algilda hönnun, svo sem öruggt aðgengi að sorpgeymslum, hjóla- og vagnageymslum. Einnig leggur nefndin áherslu á mikilvægi sameiginlegs dvalarrýmis fyrir íbúa á lóðinni, og að íbúðir á jarðhæð hafi nægjanlegt dvalarrými.
Miðað við byggingarmagn á lóðinni er nauðsynlegt að bílastæði séu færð neðanjarðar, eða að byggingarmagni verði breytt til að uppfylla skilyrði um dvalarrými á lóðinni.
Hafnað
4. 2503526 - Reyrhagi 8 - Fyrirspurn um stækkun á byggingarreit -DSK.br.
Kári Eiríksson sendir inn fyrirspurn vegna breytingar á byggingarreit við Reyrhaga 9. Óskað er eftir leyfi til að breyta byggingarreit svo hægt sé að koma fyrir forsmíðuðu timburhúsi skv. meðfylgjandi gögnum. Húsið er á einni hæð með mænisþaki, samtals 147 m2 og er einnig gert ráð fyrir hjóla- og geymsluskúr á lóðinni. Breyting á byggingarreit felur í sér reiturinn stækkar um 4 m á suðurhorni. Nýtingarhlutfall verður óbreytt. Breytingin hefur hvorti áhrif á skuggavarp né útsýni frá nærliggjandi húsum.
Skipulagsnefnd samþykkir áformin til samræmis við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að tillagan sé óverulegt frávik og muni ekki skerða hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni skuggavarp eða innsýn.
Samþykkt
5. 2503515 - Umsagnarbeiðni - Laugardælur-hverfi, nýr aðkomuvegur - deiliskipulag
Flóahreppur hefur óskað eftir umsögn vegna nýs deiliskipulag í landi Laugardæla L166253. Deiliskipulagið tekur til nýs aðkomuvegar að Laugardælum, en núverandi vegur mun leggjast af á stórum hluta með tilkomu nýrrar brúar yfir Ölfusá. Nýji vegurinn mun tengjast mislægum gatnamótum þar sem núverandi Hringvegur, Austurvegur og nýji Hringvegurinn munu mætast. Núverandi aðkomuvegur mun að hluta til leggjast af og breytast í göngu- og hjólastíg sem mun fara í undirgöng undir nýjan veg.
Skipulagsnefnd Árborgar gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti, svo fremi að fyrir liggi jákvæðar umsagnir frá Mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar og Selfossveitum.
Samþykkt
6. 2310134 - Fossnes og Mýrarland - Deiliskipulag Verslunar-þjónustu, Athafna- og iðnaðarsvæða
Uppfærð tillaga deiliskipulags Fossness og Mýrarlands er hér með lögð fram eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 19. september. til og með 31. október 2024. Umsagnir bárust frá Brunavörnum Árnessýslu, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni. Athugasemdir eru gerðar innan umsagnar Vegagerðar og Minjastofnunar. Vegagerðin gerði nokkrar athugasemdir og var haldinn samráðsfundur um þær breytingar sem gerðar hafa verið, m.a. með fækkun vegtenginga við Suðurlandsveg. Minjastofnun taldi að fornleifafræðing þyrfti að fá til að uppfæra í einni skýrslu þær fornleifaskráningar sem gerðar hafa verið og ná yfir mismunandi hluta deiliskipulagssvæðis.
Fornleifastofnun Íslands hefur gert skýrslu FS 1011-2433, þar sem kemur fram að fundist hafi tvær nýjar fornminjar.
Gerðar hafa verið ítarbreytingar frá auglýstri tillögu, m.a. færslu á lóðarmörkum Fossness 14, til norðvesturs, sameining á lóðunum Fossnes 11-13 og Fossnes 16-18. Þá er gerð ítarlegri þarfagreining vegna lóðar sem er utan um kaldavatnstank á svæði 53, m.a. með afmörkun á byggingarreit.


Skipulagsnefnd Árborgar samþykkir fyrir sitt leyti þær umbætur og breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni, í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd telur að þær breytingar sem gerðar hafi verið á tillögunni, kalli ekki á endurauglýsingu. Nefndin mælir með að bæjarstjórn samþykki tillöguna í samræmi við 41 og 42. gr. skipulagslaga, og feli skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagstofnunar til afgreiðslu.
Samþykkt

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica