Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 99

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
07.01.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2012157 - Umsögn - frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, 356. mál.
Lagt fram til kynningar.
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis mál 356.pdf
2. 2012167 - Umsögn - frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál
Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, dags. 18. febrúar, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um kosningalög 339. mál.
Lagt fram til kynningar.
Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 339. mál. .pdf
3. 2012170 - Umsögn - tillögu þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál
Erindi frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 18. desember, þar sem óskað var eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.
Lagt fram til kynningar.
Erindi efnahags- og viðskiptanefndar mál 360.pdf
4. 2012156 - Umsögn - frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, þar sem óskar var eftir umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.

Umsögn sviðsstjóra fjölskyldusviðs;
Fagna ber þessu frumvarpi en Barna- og fjölskyldustofa er ætti að auðvelda ríki og sveitarfélögum að efla þjónustu við börn og vinna enn betur að velferð þeirra. Hins vegar er eðliegt að bæta við síðustu setningu í 3. grein frumvarpsins þar sem fjallað er um meginhlutverk.

Eftir breytingu verði hún þá svona:
Barna og og fjölskyldustofa þjónar landinu öllu og því skal hún einnig hafa samvinnu við sveitarfélögin og heilsugæslustöðvar.

Bæjarráð fagnar þessu frumvarpi en Barna- og fjölskyldustofa er ætti að auðvelda ríki og sveitarfélögum að efla þjónustu við börn og vinna enn betur að velferð þeirra. Hins vegar er eðlilegt að bæta við síðustu setningu í 3. grein frumvarpsins þar sem fjallað er um meginhlutverk.

Eftir breytingu verði hún þá svona:
Barna og og fjölskyldustofa þjónar landinu öllu og því skal hún einnig hafa samvinnu við sveitarfélögin og heilsugæslustöðvar.
Erindi frá velferðanefnd Alþingis mál 355.pdf
5. 2012155 - Umsögn - frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, þar sem óskar var eftir umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. mál 354.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs telur mega fagna þessu frumvarpi en það ætti að stuðla að aukinni farsæld barna og meira samráði allra er að málefnum þeirra koma hér á landi. Hins vegar þarf að tryggja aukna fjármuni til sveitarfélaga þar sem margt í frumvarpinu kallar á að þau setji enn meiri fjármuni þróunarstarf í velferðar- og skólaþjónustu. Í því sambandi þarf að horfa til næstu 10 ára á meðan unnið er að þróun verklags og styrkingu þverfaglegrar samvinnu ýmissa stofnana ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka.

Bæjarráð bendir á að tryggja þarf aukna fjármuni til sveitarfélaga þar sem margt í frumvarpinu kallar á að þau setji enn meiri fjármuni í þróunarstarf í velferðar- og skólaþjónustu. Í því sambandi þarf að horfa til næstu 10 ára á meðan unnið er að þróun verklags og styrkingu þverfaglegrar samvinnu ýmissa stofnana ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka.
Velferðarnefnd Alþingis mál 354.pdf
6. 2012183 - Frumvarp um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa Covid-19 á sveitarfélög
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 23. desember, frumvarpið var samið í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Lánasjóð sveitarfélaga. Þær lagabreytingar sem lagðar voru til í frumvarpinu eiga það sameiginlegt að tilurð þeirra mætti rekja til þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hafa haft á íslenskt efnahagslíf og samfélag.
Lagt fram til kynningar.
Frumvarp til breytinga á ýmsum lögum - covid19 og sveitarf. - samráðsgátt.pdf
7. 1903073 - Svæðisskipulag Suðurhálendisins
Erindi frá SASS, dags. 20 nóvember, þar sem óskað var eftir afgreiðslu sveitarfélagsins á minnisblaði um að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið. Taka þarf afstöðu til eftirfarandi:
- að áfram verði unnið að gerð svæðisskipulags fyrir Suðurhálendið.
- að skipting kostnaðar sveitarfélaganna byggi á töflu sem fram kemur í minnisblaðinu.
- að framkomnar starfsreglur liggi til grunvallar
- staðfesting á skipan tveggja kjörinna aðalmanna og tveggja kjörinna varamanna í starfshópinn
- samþykki á að ráðgjafar EFLU leiði vinni við gerð svæðisskipulagsins.

Áður frestað á 98. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir þátttökuna á þeim grunni sem fram kemur í minnisblaðinu.
Fulltrúar Árborgar í samráðinu eru Helgi S. Haraldsson og Ari Björn Thorarensen. Varamenn eru Sigurjón Vídalín Guðmundsson og Gunnar Egilsson.
Minnisblað 19 11 2020.pdf
Svæðisskipulag Suðurhálendis - starfsreglur nov20.pdf
Fundargerð 4. fundur.pdf
8. 2012166 - Ályktun vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar
Ályktun frá stjórn landssamtaka Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur Geðhjálpar um það að aðgengi einstaklinga að sálfræðiþjónustu óháð efnahag og aðstæðum sé ekki tryggt með því fjármagni sem lagt er til.
Ályktun stjórnar landssamtakanna Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar.pdf
9. 2012222 - Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum
Áskorun til sveitarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum, dags. 29. desember.
Lagt fram til kynningar.
Áskorun til sveitarfélaga.pdf
Áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins.pdf
10. 2012172 - Lokaskýrsla um sérstakan húsnæðisstuðning
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. desember, um lokaskýrslur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðnimg. Óskað var eftir afstöðu sveitarfélaga um eitt opinbert stuðningskerfi við leigjendur.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu á fjölskyldusviði.
Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning.pdf
Skýrsla HMS - Lykilverkefni 8.pdf
11. 2002030 - Viðbragð vegna Kórónaveirunnar og Covid-19
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis nr. 9.
Lagt fram til kynningar.
Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 22.12.2020.pdf
12. 2010008 - Framlag Árborgar til TÁ 2020-2021
Erindi frá Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 30. desember, með upplýsingum um nýja kostnaðarskiptingu sveitarfélaga vegna nýrra kjarasamninga tónlistarskólakennara.
Bæjarráð vísar erindinu til úrvinnslu og viðaukagerðar á fjármálasviði.
Kostnaðarskipting sveitarfélaga 2021 m.v. nýjan kjarasamn. des.20.pdf
Rauntölur 2020 - Áætlun 2021 m.v. nýjan kjarasamn. des.´20.pdf
13. 2003223 - Covid-19 - Leiðbeiningar um aðgerðir fyrir heimilin
Á árinu 2020 veitti bæjarstjórn heimild til frestunar þriggja gjaldaga fasteignagjalda ársins. Samkvæmt þeirri ákvörðun, og í samræmi við tilmæli ríkisvaldsins, var gjöldunum frestað til 15. janúar 2021. Þessi gjöld eru nú að falla í gjalddaga og fara að því búnu til löginnheimtu, verði þau ekki greidd.
Í ljósi aðstæðna samþykkir bæjarráð frekari frestun þeirra þriggja gjalddaga sem um ræðir. Þeir komi til greiðslu í maí, júní og júlí 2021.
Aðgerðir Sveitarfélagsins Árborgar vegna Covid.pdf
14. 1811024 - Byggingarframkvæmdir Bjargs íbúðafélags hses. við Heiðarstekk 1-3
Beiðni Bjarg íbúðafélags hses. um að veitt verði heimild til undirritunar tryggingarbréfs vegna fjármögnunar á byggingarframkvæmdum við Heiðarstekk 1 -3 á Selfossi.

Um er að ræða tryggingu á fjármögnunum Landsbankans vegna byggingarframkvæmda Bjargs íbúðafélags hses., kt. 490916-0670 á almennum íbúðum við Heiðarstekk 1-3.

Tryggingarfjárhæð bréfsins er allt að kr. 757.000.000,-

Bæjarráð heimilar að tryggingarbréfið verði gert og hafi fullt gildi.
15. 2012144 - Kjaramál - vinnutímastytting hjá Árborg
Tillögur frá vinnustöðum sem bæjarráð þarf að taka afstöðu til.
Tillaga að bókun:
Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi tillögur vinnustaða að útfærslu vinnutímastyttingar og gildir ákvörðunin til 1. apríl næstkomandi. Reynslan af fyrirkomulaginu skal metin á þessum þremur mánuðum og koma til umfjöllunar í bæjarráði fyrir 1. apríl.
Bæjarráð brýnir það fyrir starfsfólki að breytingarnar eiga ekki að skerða þjónustu sveitarfélagsins eða valda auknum kostnaði. Það er því mikilvægt að starfsfólk gæti að því við framkvæmd vinnutímastyttingar að samráð sé haft milli sviða, deilda og samstarfsfólks þannig að starfsemin fari fram eins og best verður á kosið, m.a. með tilliti til samspils starfsemi deilda sveitarfélagsins.
Samkomulag um vinnutimastyttingu Sunnulækjarskóli.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu A67 Skrifstofa.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Álfheimar.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Álftarimi dagvinnustarfsmenn.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Árblik.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu BES.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Bifröst.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Bókasafn.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Brimver Æskukot.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Heimaþjónustan Grænumörk.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Hólar.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Hulduheimar.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Jötunheimar.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Ráðhús fjölskyldusvið.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Ráðhús.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Stjörnusteinar.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Vallaskóli.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Vinaminni.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Viss.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu Þroskaþjálfar í grunnskólum Árborgar.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu_Árbær.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu_Félagsmiðstöð.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu_Frístundaklúbbur.pdf
Samkomulag um vinnutímastyttingu_Ungmennahús og Lengd viðvera.pdf
16. 2101019 - Opnunartími skrifstofu sveitarfélagsins
Í ljósi ákvarðana um vinnutímastyttingu dagvinnufólks þarf að taka ákvörðun um opnunartíma á skrifstofum sveitarfélagsins. Opnunartími er nú frá 9:00 til 16:00 dag hvern. Tillögur að styttingu í Ráðhúsi Árborgar gera ráð fyrir að ekki verði teknir matar- eða kaffitímar og að vinnudegi ljúki klukkan 15:12. Tillaga skrifstofufólks Austurvegi 67 gerir ráð fyrir að vinnudegi ljúki klukkan 14:30 á föstudögum.
Bæjarráð samþykkir að opnunartími á skrifstofum Árborgar verði frá 9:00 til 15:00. Á Austurvegi 67 verði þó, á föstudögum, lokað klukkan 14:30. Þessi opnunartími verður endurmetinn fyrir 1. apríl í ljósi reynslunnar.
Fundargerðir
17. 2012001F - Skipulags og byggingarnefnd - 58
58. fundur haldinn 16. desember.
Fundargerðir til kynningar
18. 2001248 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2020
17. fundur haldinn 5.október
18. fundur haldinn 4. desembre

Lagt fram til kynningar.
201005stjórnByggðasafnsArnnr17.pdf
201215 stjórnarfundur hjá Byggðasafni Árnesinga nr. 18.pdf
19. 1905258 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2019-2020
9. fundur haldinn desember.
Lagt fram til kynningar.
201215 Bygginganefnd Búðarstígs 22 nr 9.pdf
20. 2001353 - Fundargerðir stjórnar SASS 2020
565. fundur haldinn 4. desember.
Lagt fram til kynningar.
565. fundur stj. SASS.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica