Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 46

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
21.10.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir varamaður, S-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Ólafsson deildarstjóri, Hákon Garðar Þorvaldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2503182 - Viðræður um vatnstöku úr Alviðru
Farið yfir drög að rannsóknarsamningi um mögulega vatnstöku í landi Alviðru.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti samning Vatnsveitu Árborgar um rannsóknarleyfi vegna leitar að köldu vatni í landi Alvirðu. Nefndin leggur til við bæjarráð að staðfesta samninginn.
2. 2006052 - Bygging grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Farið yfir minnisblað varðandi framkvæmdir við 3.áfanga Stekkjaskóla og húsnæðismál Tónlistarskóla Árnesinga.
Nefndin leggur til við bæjarráð að við hönnun og framkvæmd þriðja áfanga Stekkjaskóla verði gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss. Í áfanganum verði tekið mið af því að koma fyrir aðstöðu til íþróttakennslu, æfinga og keppni ásamt áhorfendaaðstöðu fyrir fimleika, handknattleik og mögulega fleiri íþróttagreinum.
Við undirbúning verkefnisins hefur íþróttahluti þriðja áfanga stækkað verulega. Með hliðsjón af breyttum forsendum ásamt aukinni rýmisþörf tónlistarskólans leggur nefndin til að skólanum verði fundinn annar staðsetningarkostur. Tónlistarskólinn verði þá ekki hluti þriðja áfanga Stekkjaskóla heldur verði strax hafin vinna við að finna hentuga staðsetningu að framtíðarhúsnæði fyrir skólann. Nefndin leggur til við bæjarráð að stofnaður verði starfshópur sem fyrst um húsnæði tónlistarskólans.
3. 2509490 - Fjárfestingaráætlun 2026-2029
Farið yfir drög að fjárfestingaráætlun 2026-2029
Farið yfir drög að fjárfestingaráætlun 2026-2029
Erindi til kynningar
4. 21044712 - Ný Ölfusárbrú
Farið yfir framvinduskýrslur vegna framkvæmda við nýja Ölfusárbrú.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica