Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 131

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
18.11.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni frá Bellahotel ehf. Var það samþykkt.

Formaður leitaði afbrigða að taka á dagskrá beiðni frá Þjótanda um afnot af lóðinni Breiðumýri 6 fram á næsta vor. Var það samþykkt.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 21101740 - Minnisblað um leikskóla í Árborg
Tillaga frá 38. fundi fræðslunefndar frá 10. febrúar liður 7. - Minnisblað um leikskóla í Árborg.
Minnisblaðið var lagt fram í bæjarráði fimmtudaginn 4. nóvember um fjölda barna í leikskólum og spá um þörf fyrir leikskólarými. Ljóst er að halda verður áfram uppbyggingu á leikskólarýmum til þess að ekki myndist biðlistar.

Fræðslunefnd leggur til við bæjarráð að faghópur v/byggingar Goðheima verði falið að vinna tillögur að næstu skrefum. Einnig er óskað eftir minnisblaði frá mannvirkja- og umhverfissviði um stöðu Völusteins í Álfheimum v/beiðnar frá leikskólastjóra um leggja niður þá leikskóladeild.

Afgreiðsla minnisblaðs var áður frestar á 129. fundi bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir að faghóp v/byggingar Goðheima verði falið að vinna tillögur að næstu skrefum.
2. 2111219 - Reglur um heimild til launaðs leyfis vegna íþrótta- og menningarstarfs
Tillaga frá 28. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 15. nóvember, liður 5. Reglur um heimild til launaðs leyfis vegna íþrótta- og menningarstarfs.

Lögð fram til umræðu drög að reglum um heimild til launaðs leyfis vegna íþrótta-, björgunar- eða menningarstarfs.

Nefndin lagði til við bæjarráð að meðfylgjandi reglur yrðu samþykktar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þannig að betur megi yfirfara tillöguna.
Reglur um heimild launaðs leyfis - drög 29.okt´21.pdf
3. 2111294 - Roðagyllum heiminn - árlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi 2021
Erindi frá Soroptimistaklúbbi Suðurlands og Sigurhæðum, dags. 8. nóvember, um sextán daga átak gegn kynbundnum ofbeldi sem hefst 25. nóvember nk.
Bæjarráð samþykkir þátttöku í þessu mikilvæga verkefni.
Árlegt átak 2021.pdf
4. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
9. mánaða frávikagreining.

Lagt fram til kynningar.
Rekstraryfirlit_málaflokka_samanburður_01.01.21..31.09.21[1].pdf
5. 2009363 - Beiðni um vilyrði fyrir lóð nr. 1 við Smáratún á Selfossi
Erindi frá Bellahotel ehf, dags. 16. nóvember, þar sem óskað var eftir að færa lóðarúthlutun að Smáratúni 1 frá Bellahotel ehf til Sigga Kalla ehf.
Bæjarráð samþykkir aðilaskiptin.

Gunnar Egilsson lét bóka hjásetu sína.
6. 2111314 - Afnot af lóð - Breiðamýri 6
Fyrir fundinum liggur beiðni frá Þjótanda ehf, kt. 500901-2410, um afnot af lóðinni Breiðumýri 6 fram á næsta vor.
Bæjarráð samþykkir að Þjótandi hafi afnot af lóðinni til 1. maí 2022 gegn leigugjaldi, enda beri sveitarfélagið engan kostnað af notkun Þjótanda eða skilum fyrirtækisins á lóðinni. Afnotin eru til aðstöðu vegna vetrarþjónustu Þjótanda á Hellisheiði.
Fundargerðir
7. 2111006F - Fræðslunefnd - 38
38. fundur haldinn 10. nóvember.
8. 2111009F - Eigna- og veitunefnd - 54
54. fundur haldinn 10. nóvember.
9. 2111012F - Frístunda- og menningarnefnd - 28
28. fundur haldinn 15. nóvember.
Fundargerðir til kynningar
10. 2102216 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu 2021
Haustfundur haldinn 25. október.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerð Héraðsnefndar Árnesinga bs - haustfundur 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:10 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica