Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 4

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
07.07.2022 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Brynhildur Jónsdóttir varaformaður, D-lista,
Arnar Freyr Ólafsson áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Á-lista,
Sveinn Ægir Birgisson varamaður, D-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson varamaður, S-lista,
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri, Sigríður Vilhjálmsdóttir lögfræðingur.
Fundargerð ritaði: Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri
Varaformaður bæjarráðs óskar eftir því í upphafi fundar að taka á dagská með afbrigðum umsagnarbeiðni um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Friðriksgáfu og Sviðið, Eyrarvegi 1d.

Bæjarrráð samþykkir samhljóða að taka málið á dagskrá.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2206381 - Styrkbeiðni - umdæmisþing Kiwanis
Styrkbeiðni frá Kiwanisklúbbnum Búrfelli á Selfossi, dags. 28. júní, þar sem óskað var eftir 100.000 kr. styrk vegna umdæmisþings Kiwanis sem haldið verður á Selfossi 10. september nk.
Bæjarráð samþykkir samhljóða styrkveitingu til Kiwanisklúbbsins með kaupum á auglýsingu í riti umdæmisþingsins að fjárhæð allt að 100.000 kr.
Styrkbeiðni - umdæmisþing Kiwanis.pdf
2. 2206345 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Lagning ljósleiðara á Eyrarbakka
Tillaga frá 2. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. júní, liður 7. Framkvæmdaleyfisumsókn - Lagning ljósleiðara á
Eyrarbakka
Beiðni Ástu Marteinsdóttur, verkefnastjóra, hjá Ljósleiðaranum ehf, kt. 691206-3780, þar sem óskað var eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara á Eyrarbakka. Einnig var óskað eftir leyfi til að nýta svæðið við Merkisteinsvelli 56 fyrir gám/kaffiaðstöðu, auk lagers fyrir sand og lagnaefni. Lýsing á verkefninu og umfangi þess koma fram á meðfylgjandi skurðaplönum/teikningum, unnar af tæknideild Ljósleiðarans. Áætlaður verktími er frá 1. júlí til 1. desember 2022.
Farið hefur fram húsaskoðun á Eyrarbakka þar sem fulltrúar
Ljósleiðarans hafa rætt við eigendur eigna og þeim boðið að fá
ljósleiðarann tengdan til sín. Viðkomandi aðilar samþykkja þá
framkvæmdir á sínum lóðum.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð Árborgar að umsókn verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Áður skal þó finna lager og starfsmannaðstöðu nýjan stað.

Bæjarráð Árborgar samþykkir samhljóða umsókn Ljósleiðarans ehf. um framkvæmdarleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012
image001.pdf
Eyrarbakki skurðplan sett.pdf
3. 2206396 - Starfshópur um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi.
Stofnun starfshóps um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi.
Bæjarráð leggur til að stofnaður verði starfshópur um frekari uppbyggingu grunnskóla á Selfossi með það að markmiði að greina hvar heppilegast sé að byggja nýjan skóla og vísar málinu til fræðslunefndar. Fræðslunefnd er falið að útfæra frekar verkefni hópsins og koma með tillögur að skipan hans.




4. 2203263 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2022
Mánaðarlegt rekstraruppgjör janúar-maí 2022.
Lagt fram til kynningar.
5. 2201175 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
Viðauki nr. 6
Bæjarráð samþykkir samhljóða viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Sveitarfélagið Árborg - viðauki nr. 6.pdf
6. 2006052 - Bygging á nýjum grunnskóla í Björkurstykki - Stekkjaskóli
Á fundi eigna- og veitunefndar hinn 29. júní sl. var lagt til við bæjarráð að samþykkja útboð á framkvæmdum við byggingu 2. áfanga Stekkjaskóla í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Tillaga frá 1. fundi eigna og veitunefndarfundi þar sem lagt var til við bæjarráð að samþykkja útboð að framkvæmdum við byggingu annars áfanga Stekkjaskóla.
Tillagan er samþykkt samhljóða af bæjarráði.
7. 1904193 - Erindisbréf eigna- og veitunefndar Árborgar
Drögum að erindisbréfi eigna- og veitunefndar Árborgar var á fundi nefndarinnar hinn 29. júní sl. vísað til samþykktar í bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir samhljóð drög að erindisbréfi fyrir eigna og veitunefnd.
Erindisbréf eigna- og veitunefnd 2022- Drög lögð til samþykktar eigna- og veitunefndar.pdf
8. 2206139 - Rekstrarleyfisumsögn - Eyravegur 1D - Friðriksgáfa og Sviðið
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 13. júní, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til rekstur í flokki III. Veitingarleyfi-B skemmtistaður. Umsækjandi: Friðriksgáfa ehf. kt: 410621-0960.

Umsögnin var tekin fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 6. júlí sl. og veitti byggingarfulltrúi þar jákvæða umsögn með fyrirvara um lagfæringu tiltekinna öryggisþátta.

Bæjarráð samþykkir samhljóða og gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði gefið út til Friðriksgáfu ehf., vegna reksturs í flokki III að Eyrarvegi 1D.
Nákvæm teikning af húsnæði.pdf
Teikningar af útiveitingaleyfi (PDF).pdf
Umsagnarbeiðni-2022021077.pdf
Fundargerðir
9. 2206028F - Fræðslunefnd - 1
1. fundur frá 29. júní.
Lagt fram til kynningar.
10. 2206020F - Félagsmálanefnd - 1
1. fundur frá 27. júní.
Lagt fram til kynningar.
11. 2206018F - Frístunda- og menningarnefnd - 1
1. fundur frá 27. júní.
Lagt fram til kynningar.
12. 2206014F - Skipulags og byggingarnefnd - 2
2. fundur frá 29. júní.
Lagt fram til kynningar.
13. 2206022F - Eigna- og veitunefnd - 1
1. fundur frá 29. júní.
Lagt fram til kynningar.
Fundargerðir til kynningar
14. 2201223 - Fundargerðir stjórnar SASS 2022
584. fundur frá 24. júní.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:45 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica