Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 120

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
22.07.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu:
Nefndarmenn
Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Tómas Ellert Tómasson varaformaður, M-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Starfsmenn
Helga María Pálsdóttir bæjarritari.
Fundargerð ritaði: Helga María Pálsdóttir, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2106119 - Samþykkt að hænsnahaldi í þéttbýli innan Árborgar
Samþykkt um hænsnahald í Sveitarfélaginu Árborg
Bæjarráð samþykkir samþykkt um hænsnahald í Sveitarfélaginu Árborg.
Samþykkt um hænsnahald í Sveitarfélaginu Árborg.pdf
2. 2107036 - Framkvæmdaleyfi Hellisland - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarborana
Tillaga frá 73. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 14. júlí, liður 3. Hellisland - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna rannsóknarborana.
Vilhjálmur Kristjánsson f.h. Selfossveitna, sótti um framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborun í Hellislandi. Um var að ræða borun á einni rannsóknarholu skv. meðfylgjandi erindi.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfi yrði veitt. Skipulags- og byggingarnefnd lagði áherslu á að samráð yrði haft við Skógræktarfélag Selfoss varðandi framkvæmdir og frágang verksins.

Bæjarráð samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis vegna rannsóknarborana í Hellislandi.
minnisblad_rannsoknarholur_laugarbakkar_selfoss.pdf
3. 2101332 - Deiliskipulag - Austurbyggð II
Tillaga frá 73. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 14. júlí, liður 5. Deiliskipulag - Austurbyggð II.

Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurbyggð II hafði verið auglýst og var athugasemdafrestur til og með 23. júní 2021. Ein athugasemd og umsagnir lögboðinna umsagnaraðila barst á auglýsingartíma tillögunnar.
Brugðist hafði verið við innkominni athugasemd hestamannafélagsins Sleipnis og umsögnum umsagnaraðila með óverulegri breytingu á deiliskipulagstillögu. Í kjölfar athugasemda Sleipnis voru felldir út göngustígar og gróðurbelti sem sýnt var fyrir utan deiliskipulagssvæðis og því ekki sýndar neinar framkvæmdir utan skipulagðs íbúðarsvæðis skv. tillögu að aðalskipulagi. Fyrir lá að skipa starfshóp með hestamannafélaginu til þess að yfirfara og skipuleggja svæði hestamannafélagsins til framtíðar. Það var eindreginn vilji skipulags- og byggingarnefndar að vel tækist til í þeirri vinnu og framtíð hestamannafélagsins á núverandi stað yrði tryggð með góðum framtíðarmöguleikum. Ekki rétt farið með það í athugasemd hestamannafélagsins að ekkert deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið. Hið rétta var að deiliskipulag fyrir svæðið að hluta var í gildi og var staðfest með birtingu í b-deild stjórnartíðinda 31. mars 2006.
Í kjölfar umsagnar Veðurstofunnar var uppfærður texti í greinargerð um flóðamál. Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar hafði verið skerpt á texta um vernd vistkerfa. Í kjölfar umsagnar Gagnaveitu Reykjavíkur var gert ráð fyrir lóðum fyrir tengi- og spennistöðvar. Í kjölfar umsagnar Vegagerðarinnar var veghelgunarsvæði bætt við á uppdrátt. Aðrar breytingar sem gerðar höfðu verið taka til kafla 5.5 í greinargerð þar sem texta um fjölda bílastæða var breytt m.t.t. fjölgunar þeirra, í kafla 6 var texti um lóðatöflu tekinn út og kvöð var sett á aðkomu að baklóðum raðhúsa.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8428-001-GRG-001-V09-Greinargerð- Austurbyggð_eftir auglýsingu.pdf
8428-001-DSK-001-V11 eftir auglýsingu-A1L.pdf
4. 2107085 - Eystri-Grund- Landskipti
Tillaga frá 73. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 14. júlí, liður 6. Eystri-Grund- Landskipti.

Sigmar Eiríksson, f.h. Keipur ehf. sótti um leyfi til að stofna 475m2 lóð undir núverandi íbúðarhús, úr landi Eystri-Grundar ln. 165540.

Skipulags- byggingarnefnd gerði ekki athugasemd við landskiptin.

Lagt var til við bæjarráð að samþykkja landskiptin.

Bæjarráð samþykkir landskiptin.
Eystri Grund-SE-L001-120721.pdf
Eystri Grund-SE-L002-120721.pdf
5. 1003151 - Afsal vegna makaskipta heimatún Gamla Hrauns 2
Undirritun og útgáfa afsala með vísan til samkomulags um makaskipti sem undirritaður var þann 1. júní 2018 þar sem Sveitarfélagið Árborg, kt. 650598-2029, skuldbatt sig annars vegar til að selja landspilduna Háeyri lóð 3, L217287, F2341202, ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber til Sjávarbýlisins ehf., kt. 670303-3730 og hins vegar til að kaupa fasteignirnar Hraunstekk 1, L224352, F2506236 og Gamla-Hrauni lóð 2, L222217, F2351456, ásamt öllu því sem eignunum fylgir og fylgja ber af Sjávarbýlinu ehf. kt. 650598-2029.
Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita afsal vegna sölu sveitarfélagsins á landspilldunni Háeyri lóð 3, L2171287, F2341202 til Sjávarbýlisins ehf, kt. 6703033730. Þá veitir bæjarráð bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita afsal vegna kaupa sveitarfélagsins á fasteignunum Hraunstekk 1, L224352, F2506236 og Gamla-Hrauni lóð 2, L222217, F2351456 af Sjávarbýlinu ehf., kt.6703033730.
6. 2001040 - Kaup sveitarfélagsins á Geirakoti Engjalandi
Afsal af landspildu er nefnist Eyrði Mörk 2, Geirakot Engjaland, í Sveitarfélginu Árborg með landnr. 228755 og fnr. 250-6028.
Kaupsamningur var samþykktur á 19. fundi bæjarstjórnar 15. janúar sl..

Bæjarráð veitir bæjarstjóra fullt umboð til að undirrita afsal vegna kaupa sveitarfélagsins á Eyði Mörk 2, Geirakot Engjalandi, landnr. 228755, fnr. 250-6028.
7. 2107104 - Rekstrarleyfisumsögn - Risið - Brúarstræti 2
Erindir frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 16. júlí, þar sem óskað var eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III krá. Umsækjandi var Friðriksgáfa ehf.

Von var á niðurstöðum afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 21. júlí.

Bókun afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 21. júlí:

Afgreiðslu frestað þar sem öryggisúttekt hefur ekki farið fram.

8. 2107114 - Drög - reglur um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta á fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. júlí.
Alþingi samþykkti í vor breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. Var sveitarfélögum þar veitt heimild til þess að lækka eða fella niður dráttarvexti á fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar var hvatt til þess að Samband íslenskra sveitarfélaga myndi útbúa fyrirmynd fyrir sveitarfélög til að styðjast við ef áhugi væri fyrir sameiginlegum reglum.

Drög Sambands íslenskra sveitarfélaga að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.

Bæjarráð felur fjármálasviði og stjórnsýslusviði að yfirfara drögin og leggja fyrir bæjarráð tillögur að reglum um lækkun og niðurfellingu dráttarvaxta af fasteignaskatti.
9. 21044901 - Milliuppgjör og fjárhagstölur 2021
Rekstraryfirlit jan-maí.
Lagt fram til kynningar.
5 mánaða uppgjör - frávikagreining.pdf
Aðalbók sundurliðanir 1.1.21 - 31.5.21.pdf
Rekstraryfirlit deilda 01.01.21 - 31.05.21.pdf
Rekstraryfirlit málaflokka 01.01.21 - 31.05.21.pdf
Fundargerðir
10. 2106030F - Skipulags og byggingarnefnd - 73
73. fundur haldinn 14. júlí.
Fundargerðir til kynningar
11. 2103236 - Fundargerðir stjórnar Byggðasafns Árnesinga 2021
21. fundur haldinn 6. júlí.
210706stjórnarfundurhjáByggðasafniÁrnesinganr21.pdf
12. 2102210 - Fundargerðir byggingarnefndar Búðarstígs 22 árin 2021-2022
13. fundur haldinn 6. júlí.
210706bygginganefndBúðarstígs22nr13.pdf
13. 2103323 - Fundargerðir hverfisráðs Eyrarbakka 2021
30. fundur haldinn 21. júní.
Bæjarráð vísar lið nr. 2 - Göngustígur á sjóvarnargerði -lúpína til umfjöllunar í umhverfisnefnd, lið nr. 3 - Gónhóll-friðlýstar fornminjar til umfjöllunar í eigna- og veituefnd og liðum nr. 5 - Deiliskipulag við Hjalladæl og lið nr. 6 - Deiliskipulag við Þykkvaflöt til umfjöllunar í skipulags- og byggingarnefnd.
hverfisrad-Eyrarb_30-fundur_21062021.pdf
14. 2009832 - Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga 2020 - 2021
Aðalfundur haldinn 3. júní.
Aðalfundargerð 2021.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:34 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica