Fræðsla og viðbragsæfingar í stofnunum Sveitarfélagsins Árborgar.
Farið yfir skrifborðsæfinguna sem var gerð með viðbragðsstjórn vorið 2024 og æfingar innan stofnana sveitarfélagsins. Nefndinni lýst vel á að febrúar verði áfram almannavarnarmánuður þar sem bæði fari fram fræðsla og vitundarvakning fyrir stofnanir og íbúa sveitarfélagsins. Einnig að haldinn verði önnur skrifborðsæfing haustið 2025 með stofnunum sveitarfélagsins um viðbrögð sveitarfélagsins við samfélagsröskun. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.
2. 2301149 - Staða mála hjá Almannavarnarráði Árborgar 2022-2026
Farið yfir stöðu máli.
Farið yfir drög að stefnu Árborgar vegna samfélagsröskunar fyrir árin 2023-2026. Nefndin vinnur áfram að stefnunni og er áætlað að afgreiða hana á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt
3. 2505247 - Stjórnskipulag aðgerðarstjórnar - Lögreglan á Suðurlandi
Stjórnskipulag aðgerðarstjórnar í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Atvikaáætlun vegna hópslysa.
Bæjarráð vísaði erindinu til umræðu í almannavarnarráði Árborgar á 136. fundi.
Lagt fram til kynningar. Nefndin telur eðlilega þróun að skipulag aðgerðarstjórnar og skipulag sveitarfélaga séu aðgreind og er þetta stjórnskipulag skref í þá átt. Mikilvægt er þó, að samskiptaleiðir séu skýrar.