Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 61

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
10.02.2021 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Sigurjón Vídalín Guðmundsson formaður, Á-lista,
Ari Már Ólafsson nefndarmaður, M-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Magnús Gíslason nefndarmaður, D-lista,
Leifur Stefánsson fulltrúi á skipulags- og byggingarsviði, Ásdís Styrmisdóttir starfsmaður, Helga María Pálsdóttir bæjarritari, Bárður Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Bárður Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi
Formaður hóf fundinn á að bjóða Anton Kára Halldórsson, skipulagsfulltrúa velkominn til starfa hjá sveitarfélaginu.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2101356 - Framkvæmdaleyfisumsókn - 2. áfangi Björkustykkis
Sótt um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð og lagnagerð í 2. áfanga Björkurstykkis.
Lagt er til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfisumsóknin verði samþykkt.
2. 2102040 - Framkvæmdaleyfisumsókn - Hjóla og göngustíg
Mannvirkja- og umhverfissvið óskar eftir framkvæmdarleyfi vegna áframhaldandi vinnu við göngu- og hjólastíg meðfram Eyrarbakkavegi. Næsti áfangi er uppbygging á stígnum frá Stekköldu inn að afleggjara við Tjarnabyggð, malbikun á stígnum frá Kaldaðarnesvegi inn að Stekkum, uppsetning og tenging ljósastaura frá Flugvallarvegi að Stekkum.

Lagt er til við bæjarstjórn að samþykkja framkvæmdaleyfið.
3. 2101114 - Bjarmaland - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt um leyfi fyrir viðbyggingju að Bjarmalandi Stokkseyri, fyrir líggur samþykki nágranna. Umsækjand: Hugi Freyr Valsson
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi grenndarsamþykkt og vísa erindinu til afgreiðslu afgreiðslunefndar byggingarfulltrúa.
4. 2101308 - Eyrargata 16C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sótt um leyfi til að byggja við og endurbyggja bílskúr að Eyrargötu 16c Eyrarbakka. Umsækjandi: Þórey Gylfadóttir
Afgreiðslu er frestað og óskað er eftir umsögn Landforms, sem eru höfundar deiliskipulags og verndaráætlunar og hverfisráðs Eyrarbakka á byggingaráformum umsækjanda.
5. 2102056 - Lóðarumsókn - Hellismýri 10
Byggingatækni ehf. sækir um lóðina Hellismýri 10, Selfossi.
Samþykkt er að úthluta lóðinni til umsækjanda.
6. 2102066 - Fyrirspurn um bílskúr - Fagramýri 11
Meðf. er teikn./fyrirspurn sem sýnir afstöðu bifreiðageymslu við raðhús að Fagramýri 11, Selfossi.
Óskað er eftir afstöðu til tillögu ? hvort leyfi fáist að byggja skv. meðf. tillögu ? og þá með hvaða skilyrðum.
Umsækjandi/eigandi: Elfa Dögg Þórðardóttir Fagramýri 11 Selfossi.


Skipulagsnefnd leggst gegn fyrirhuguðum byggingaráformum um byggingu bílgeymslu þar sem þau er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag.
7. 2102065 - Fyrirspurn um stækkun húsnæðis - Austurvegur 42
Óskað er eftir afstöðu til tillögu um hvort leyfi fáist til að byggja skv. meðf. og þá með hvaða skilyrðum.
Umsækjandi/eigandi: Sigfús Kristinsson Bankavegi 5, Selfossi. Meðfylgjandi er teikningsem sýnir stækkun verslunar að Austurvegi 42 Selfossi, um 444 m2.


8. 2102001 - Fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi - Austurás
Lögð hafa verið fram gögn um óverulegar breytingar á deiliskipulagi að Austurási, breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit.
Lagt er til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt.
9. 2102116 - Fyrirspurn um framkvæmdir - Norðurgata 11
Sendi hér fyrirspurn varðandi fyrirhugaða framkvæmdir á lóðinni Norðurgötu 11.
Fyrirhugað er að byggja íbúðarhús og 3 lítil gestahús á lóðinni, íbúðarhús getur verið allt að 300 m² og hvert gestahús allt að 30 m².
Lóðirnar Norðurgata 1,5,7,9 og 11 eru allar í eigu umsækjanda, Erlingus ehf kt.7004007-0630.


Óskað er eftir umsögn hverfisráðs Sandvíkurhrepps.
10. 2102114 - Lóðarumsókn -Þykkvaflöt 9
Smiðsnes ehf. sækir um lóðina Þykkvaflöt 9 Eyrarbakka.
11. 2102113 - Lóðarumsókn - Þykkvaflöt 7
Smiðsnes ehf. sækir um lóðina Þykkvaflöt 7 Eyrarbakka.
12. 2102112 - Lóðarumsókn - Þykkvaflöt 5
Smiðsnes ehf. sækir um lóðina Þykkvaflöt 5 Eyrarbakka.
13. 2102111 - Lóðarumsókn - Þykkvaflöt 3
Smiðsnes ehf. sækir um lóðina Þykkvaflöt 3 Eyrarbakka.
14. 2102120 - Framkvæmdaleyfisumsókn gatnagerð - Jórvík 1
Akurhólar ehf. eru að ganga frá verksamningum við verktaka vegna framkvæmdarinnar og hefur verktímanum verið skipt í tvær megin tímasetningar. Annars vegar er gert ráð fyrir að verkkaupi (Akurhólar ehf.) fái afhentan fyrri áfanga af hverfinu í október 2021, þar er verið að miða við að fyrri áfangi markist við safngötu 2, sjá skipulagsuppdrátt. Hins vegar er gert ráð fyrir að verkkaupi fái afhent restina af hverfinu í maí 2022.
Við afhendingu hvors áfanga fyrir sig er gengið út frá því að verktaki skili því svæði sem um ræðir fullfrágengnu, þar með talið allan yfirborðsfrágang.
Gengið verðu frá endanlegum verksamningi um verkið eigi síðar en 12 feb. 2021 og gert er ráð fyrir að framkvæmdir byrji eigi síðar en í 26 febrúar 2021.

Málinu er frestað þar sem vinnu við deiliskipulag er ekki lokið, beðið er eftir samþykki Skipulagsstofnunar.
Ari Már Ólafsson, M-lista víkur af fundi undir þessum lið
15. 2011020 - Deiliskipulagsbreyting - Björkurstykki
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Björkurstykkis.
Áður á fundi 2. desember sl.

Lagt er til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt. Einnig er lagt til að breyting á nýtingarhlutfalli, lóðarinnar Heiðarstekkur 2 verði hluti þessarar óverulegu breytingar.

Ari Már Ólafsson, kemur aftur inn á fundinn.
Fundargerð
16. 2101022F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 58
16.1. 2101305 - Víkurmói 2 - Fyrirspurn um breytingu á byggingarleyfi
Kjartan Björgvinsson spyrst fyrir um breytingu á stigahúsi á fjölbýli á 4 hæðum. Númer gildandi byggingarleyfis er 1707179
Tekið er jákvætt í erindið.
Umsækjandi er beðinn um að skila breyttum hönnunargögnum á gildandi byggingarleyfi nr. 1707179.

Niðurstaða þessa fundar
16.2. 2101308 - Eyrargata 16C - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Þórey Gylfadóttir sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við íbúðarhús.
Helstu stærðir
126,5m²
469,9m³
Erindinu er vísað til skipulagsnefndar.

Niðurstaða þessa fundar
16.3. 2101383 - Heiðarstekkur 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Möl og sandur ehf. sækir um leyfi til að byggja steinsteypt hús á tveimur hæðum með 10 íbúðum ásamt tæknirými.
Helstu stærðir
865m²
2764,2m³
Gögn liggja fyrir skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2. Byggingaráform samþykkt með fyrirvara um samþykki byggingarnefndar á hönnun lóðar sbr. gr. 5.6.1 í greinargerð deiliskipulags. Leggja þarf fram samþykki lóðarhafa nágrannalóðar varðandi smáhýsis.

Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr.2.4.4 í byggingarreglugerð, með fyrirvara um að brugðist verði við athugasemdum eldvarnareftirlits.

Niðurstaða þessa fundar
16.4. 2101384 - Urðarmói 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Eðalbyggingar ehf. sækir um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri.
Helstu stærðir
160m²
638,1m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum og skil á skráningartöflu.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
16.5. 2001045 - Byggingarleyfisumsókn - Gagnheiði 53d
GBS- Gröfuþjónusta ehf. sækir um leyfi til stækkunar á iðnaðarhúsnæði.
Helstu stærðir:
90,3 m²
485,0m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara að aðaluppdráttur verði uppfærður í samræmi við athugasemdir frá brunavörnum og skil á gátlista.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
16.6. 2101073 - Heiðarvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Iron Fasteignir sækir um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða fjölbýlishús úr steyptum einingum.

Helstu stærðir 375,3m² 1239,2m³
Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt.


Byggingarleyfi verður gefið út þegar tilskildum gögnum hefur verið skilað sbr. gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar
16.7. 2101388 - Tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingaleyfi - Laufhagi 4
Johnny Símonarson tilkynnir um byggingu viðbyggingar við íbúðarhús skv. gr. 2.3.5 h. í byggingarreglugerð.
Helstu stærðir á breytingu
9,5m²
24,9m³
Grenndarkynning var gerð vegna viðbyggingarinnar og voru áformin samþykkt af skipulagsnefnd.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina með fyrirvara um skil á skráningartöflu.
Skv. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð skal eigandi senda leyfisveitanda stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdarinnar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um
framkvæmdina eða breytinguna.

Niðurstaða þessa fundar
16.8. 2101328 - Tilkynning um framkvæmd undanþegna byggingaleyfi í Dísarstaðalandi.
Rarik ohf. sækir um leyfi til að setja niður smáspennistöð sem er hluti af dreifikerfi Rarik.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við framkvæmdina með fyrirvara um skil á skráningartöflu.
Skv. gr. 2.3.6 í byggingarreglugerð skal eigandi senda leyfisveitanda stutta lýsingu með upplýsingum um lok framkvæmdarinnar sem skal árituð af þeim aðila sem sá um
framkvæmdina eða breytinguna.

Niðurstaða þessa fundar
16.9. 2101336 - Umsagnarbeiðni vegna starfsleyfis leikskóla að Engjalandi 21
Heilbrigðiseftirlit Suðurland óskar umsagnar vegna útgáfu starfsleyfis leikskóla.
Öryggisúttekt hefur ekki farið fram.
Málinu er frestað.

Niðurstaða þessa fundar
16.10. 2101353 - Umsagnarbeiðni vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistingu - Norðurgata 3
Heilbrigðiseftirlit Suðurland óskar umsagnar vegna útgáfu starfsleyfis fyrir gistingu.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
16.11. 2101338 - Rekstrarleyfisumsögn - Guesthouse near Selfoss - Gestahús
Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar umsagnar vegna útgáfu rekstrarleyfis til sölu gistingar í flokki II að Norðurgötu 3 Tjarnarbyggð.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
16.12. 2102007 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir sjúkraþjálfun Austurvegi 9
Heilbrigðiseftirlit Suðurland óskar eftir umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir sjúkraþjálfun að Austurvegi 9
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica