Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Eigna- og veitunefnd - 45

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
07.10.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Jóhann Jónsson nefndarmaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson nefndarmaður, B-lista,
Sigurjón Vídalín Guðmundsson nefndarmaður, S-lista,
Atli Marel Vokes sviðsstjóri, Sigurður Ólafsson deildarstjóri, Hákon Garðar Þorvaldsson veitustjóri.
Fundargerð ritaði: Atli Marel Vokes, Sviðsstjóri


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
Álfheiður Eymarsdóttir kemur inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað
1. 2509490 - Fjárfestingaráætlun 2026-2029
Farið yfir fyrstu drög fjárfesintgaráætlunar 2026-2029
Lögð fram fyrstu drög að fjárfestingaráætlun 2026-2029.
Erindi til kynningar
2. 2410334 - Viðhaldsáætlun eignadeildar
Farið yfir væntanleg innkaup á loftgæðamælum ásamt greiningarsetti fyrir Eignadeild
Sveitarfélagið Árborg leggur áherslu á að viðhalda góðum innivistargæðum í fasteignum sínum og tryggja heilnæmt umhverfi fyrir starfsfólk og notendur bygginga sveitarfélagsins.

Í því skyni hefur verið ákveðið að kaupa Mycometer lofgæðamæla sem nýtast til greiningar á loftgæðum og mögulegum rakaskemmdum eða myglumyndun.

Kaup á búnaðinum eru hluti af fyrirbyggjandi viðhaldsstefnu sveitarfélagsins, þar sem markmiðið er að greina vandamál snemma og bregðast við áður en þau hafa áhrif á heilsu eða eignir. Með þessum mælum verður hægt að framkvæma reglulegar mælingar og tryggja þannig að fasteignir Árborgar haldist í góðum gæðum til framtíðar.
3. 2509239 - Flutningsleið vindmylla
Farið yfir aðgerðir vegna flutnings á vindmyllum um sveitarfélagið
Lagt fram til kynningar.
4. 1603040 - Bygging hjúkrunarheimilis í Árborg
Farið yfir framvinduskýrslu nr.3
Lagt fram til kynningar.
5. 2210290 - Gjaldskrár mannvirkja- og umhverfissviðs
Farið yfir breytingar á gjaldskrám sviðsins fyrir 2026.
Nefndin vísar tillögu að breytingum á gjaldskrám vatns- og hitaveitu til vinnu við fjárhagsáætlun 2026.
6. 2505205 - Fjárhagsáætlun 2025
Farið yfir 7 mánaða rekstrarniðurstöðu sviðsins.
Sviðsstjóri fór yfir rekstrarniðurstöðu sviðsins fyrir fyrstu sjö mánuði ársins.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica