1. 2210038 - Breiðumýrarholt/Holt L194765 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hildur Bjarnadóttir hönnuður fyrir hönd Lindu Helgadóttur sækir um leyfi til að staðsetja aðstöðuhús á landinu í 36 mánuði meðan framkvæmdir og uppbygging eiga sér stað. Helstu stærðir eru; 41,7 m2 og 157,5 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
2. 2210161 - Austurhólar 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Jóhann Einar Jónsson hönnunarstjóri f.h. Austurhóla ehf. sækir um leyfi til að byggja fjölbýlishús á fimm hæðum með 40 íbúðum. Stærðir: 3.625,7 m2 og 10.734,7 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
3. 2210162 - Heiðarstekkur 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ögmundur Skarphéðinsson hönnunarstjóri f.h. Sveitarfélagsins Árborgar sækir um leyfi til að hefja undirbúning jafðvinnuframkvæmda við 2. áfanga Stekkjarskóla. Einnig er óskað eftir óverulegri stækkun byggingarreits til suðurs um u.þ.b. 2 m.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 3. Byggingaráform fyrir gröft og fyllingu eru samþykkt með fyrirvara um að skipulagsnefnd samþykki óverulega stækkun byggingarreits. Takmarkað byggingarleyfi fyrir gröft og fyllingu verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir eða séruppdráttur verkfræðinga fyrir gröft og fyllingu. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og húsasmíða- eða múrarameistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd.
Ósk um óverulega stækkun byggingarreits er vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Vísað í nefnd
4. 2209306 - Fossnes 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason hönnuður fyrir hönd Bílasölu Suðurlands ehf. sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við iðnaðarhúsnæði. Helstu stærðir eru; 199,4m2 og 886,1m3. Málinu var áður á 102. fundi og var þá vísað til skipulags- og byggingarnefndar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi í samræmi við umsókn og þau gögn sem fyrir liggja. Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag sem er í vinnslu. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr. 2.4.1 gr. byggingarreglugerðar. Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd - Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.
Sigtún þróunarfélag ehf. sækir um leyfi til niðurrifs að Kirkjuvegi 11.
Byggingarheimild til niðurrifs verður gefin út að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum: - Vottorð um að eignin sé veðbandalaus verði lagt fram. - Áætlun um meðhöndlun byggingar- og niðurrifsúrgangs verði lögð fram. - Byggingarstjóri verði skráður á framkvæmdina.
Samþykkt
9. 2210055 - Umsagnarbeiðni - starfsleyfi fyrir Hjúkrunarheimilið Móberg
Heilbrigðiseftirlit Suðurland biður um umsögn vegna útgáfu starfsleyfis fyrir hjúkrunarheimili.
Öryggisúttekt skv. byggingareglugerð gr. 3.8.1 hefur verið gerð á nýju hjúkrunarheimili sem stendur á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Byggingarfulltrúi staðfestir að fyrirhuguð starfsemi er í samræmi við samþykkta notkun húnæðisins og gerir ekki athugasemdir við að húsnæðið verði tekið í notkun.