|
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista, Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista, Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista, Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista, Bragi Bjarnason bæjarstjóri. |
|
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri |
|
Formaður leitar afbrigða að taka inn mál nr. 2203261, stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg. Samþykkt samhljóða og fer málið inn sem dagskrárliður þrjú og færast önnur mál neðar í samræmi við það. |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 2105457 - Fyrirhuguð byggingaráforma á lóð MS Selfossi - Austurvegur 65 |
| Bæjarráð fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu MS á Selfossi. Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á mannvirkja- og umhverfissviði sem vinni málið áfram í samráði við bæjarstjóra. |
| Samþykkt |
| Erindi MS - Lagnir á vegum stofnana Árborgar sveitarfélagsins í gegnum lóð MS á Austuvegi 65.pdf |
|
|
|
| 2. 2511165 - Beiðni um viðauka leik- og grunnskólar Árborgar 2025 |
| Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun nemapotts vegna leikskólakennaranema og að fjármagn verði fært milli deilda innan málaflokks 04 - fræðslu- og uppeldismál í viðauka nr. 9, vegna reksturs á leik- og grunnskólum Árborgar samkvæmt framlögðu minnisblaði. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 3. 2203261 - Stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022 - 2026 |
| Bæjarráð samþykkir samninginn vegna stofnframlaganna, allt að fjárhæð 6 m.kr. sem bókast undir fjárfestingar ársins 2025. Bæjarstjóra er veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninga og skjöl vegna stofnframlags fyrir hönd sveitarfélagsins. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 4. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025 |
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.
Verið er að færa fjármagn að upphæð kr. 19.924.287,- milli deilda innan málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál.
Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins Árborgar (A og B hluta) er kr. 0,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta óbreytt áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,-. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 5. 2512066 - Þarfagreining á húsnæðisþörf stofnanna Árborgar |
| Bæjarráð samþykkir að hefja formlega þarfagreiningu á mögulegri samnýtingu húsnæðis stofnana sveitarfélagsins til framtíðar og valkosta við uppbyggingu. Um er að ræða m.a. Tónlistarskóla, frístundastarfsemi, menningarhús, starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins og fleiri stofnana. Mannvirkja- og umhverfissvið leiði verkefnið í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð og geti einnig kallað til lykilstarfsmenn stofnana í vinnuferlinu. Afurð vinnunnar liggi fyrir í apríl 2026 og verði í formi skýrslu með valkostum um mögulega samnýtingu húsnæðis og staðsetninga. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2026. |
| Samþykkt |
|
|
|
| 6. 2512092 - Umgjörð og rekstur Sorpstöðvar Suðurlands - aðkoma SASS |
| Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á umgjörð og rekstri SOS og aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi gögn Bæjarráð vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn. |
| Samþykkt |
| 631. fundargerð SASS_051225_undirrituð.pdf |
| Aðalfundargerð SOS 2025.pdf |
| Erindi til stjórnar SASS.pdf |
|
|
|
| 7. 21044712 - Ný Ölfusárbrú |
| Bæjarráð samþykkir viðaukasamning nr. 1 sem fjallar um Stálbogaundirgöng undir Hringveg í Hellismýri milli stöðva 49.180 - 49.190 og veitir Braga Bjarnasyni, kt. 250481-5359, fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita samninginn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar. |
| Samþykkt |
| 22198-OLF-VEG-270-D999-A (ID 490197).pdf |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
| 11. 2512070 - Styrkbeiðni - Skólahreysti 2026 |
| Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni. |
| Hafnað |
| Ósk um styrk Skólahreysti .pdf |
|
|
|
|
| Fundargerðir |
| 12. 2511023F - Velferðarnefnd - 22 |
|
|
|
|
| Fundargerðir til kynningar |
| 13. 2501215 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| 250_fundur_fundargerd.pdf |
|
|
|
| 14. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025 |
| Lagt fram til kynningar. |
| 89. stjórnarfundur Bergrisans.pdf |
| Reglur Bergrisans um notendasamninga.pdf |
|
|
|
|
|
| 16. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026 |
| Lagt fram til kynningar. |
| Fundargerð aðalfundur SOS 2025 24.10.2025.pdf |
| Fundargerð SOS 02.12.2025.pdf |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20 |