Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 153

Haldinn í Setri Egils, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
11.12.2025 og hófst hann kl. 08:10
Fundinn sátu: Sveinn Ægir Birgisson formaður, D-lista,
Álfheiður Eymarsdóttir varaformaður, Á-lista,
Arnar Freyr Ólafsson bæjarfulltrúi, B-lista,
Arna Ír Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi, S-lista,
Bragi Bjarnason bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Bragi Bjarnason, bæjarstjóri
Formaður leitar afbrigða að taka inn mál nr. 2203261, stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg. Samþykkt samhljóða og fer málið inn sem dagskrárliður þrjú og færast önnur mál neðar í samræmi við það.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2105457 - Fyrirhuguð byggingaráforma á lóð MS Selfossi - Austurvegur 65
Erindi frá MS dags. 21. nóvember þar sem óskað er eftir samstarfi vegna flutnings á lögnum í gegnum lóðina að Austurvegi 65.
Bæjarráð fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu MS á Selfossi. Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á mannvirkja- og umhverfissviði sem vinni málið áfram í samráði við bæjarstjóra.
Samþykkt
Erindi MS - Lagnir á vegum stofnana Árborgar sveitarfélagsins í gegnum lóð MS á Austuvegi 65.pdf
2. 2511165 - Beiðni um viðauka leik- og grunnskólar Árborgar 2025
Minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs og sérfræðings á fjármáladeild, dags. 3. desember, um úthlutun nemapotts vegna leikskólakennaranema.
Bæjarráð samþykkir tillögu að úthlutun nemapotts vegna leikskólakennaranema og að fjármagn verði fært milli deilda innan málaflokks 04 - fræðslu- og uppeldismál í viðauka nr. 9, vegna reksturs á leik- og grunnskólum Árborgar samkvæmt framlögðu minnisblaði.
Samþykkt
3. 2203261 - Stofnframlög - íbúðir fyrir öryrkja í Árborg 2022 - 2026
Lagt er til við bæjarráð að samþykkja samning um stofnframlag vegna kaupa Brynju leigufélags ses. á íbúð á Selfossi, með þeim fyrirvara að bæjarstjórn samþykki viðauka vegna stofnframlaganna. 12% hlutur sveitarfélagsins í stofnframlaginu nemur tæpum 6 m.kr. Einnig er lagt til við bæjarráð að veita bæjarstjóra fullt og óskorað umboð til að undirrita samninga og skjöl vegna stofnframlaganna fyrir hönd sveitarfélagsins, með sama fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar um viðauka vegna verkefnisins.

Brynja Leigufélag sótti um stofnframlag fyrir 7 íbúðum í Árborg til HMS árið 2022, sveitarfélagið staðfesti samþykki fyrir umsókninni á 148. fundi bæjarráðs sem haldinn var 5. maí 2022. Framangreind íbúð er 6. íbúðin sem fær stofnframlag samkvæmt umsókninni.

Bæjarráð samþykkir samninginn vegna stofnframlaganna, allt að fjárhæð 6 m.kr. sem bókast undir fjárfestingar ársins 2025. Bæjarstjóra er veitt fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samninga og skjöl vegna stofnframlags fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt
4. 2502208 - Viðauki við fjárhagsáætlun 2025
Viðauki 9.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Árborgar 2025.

Verið er að færa fjármagn að upphæð kr. 19.924.287,- milli deilda innan málaflokks 04 - Fræðslu- og uppeldismál.

Áhrif viðaukans á rekstrarniðurstöðu samstæðu Sveitarfélagsins Árborgar (A og B hluta) er kr. 0,- og verður rekstrarniðurstaða samantekins A og B hluta óbreytt áætluð jákvæð um kr. 67.060.000,-.
Samþykkt
5. 2512066 - Þarfagreining á húsnæðisþörf stofnanna Árborgar
Minnisblað bæjarstjóra, dags. 8. desember, um þarfagreiningu á húsnæðisþörf stofnanna á vegum Sveitarfélagsins Árborgar.
Bæjarráð samþykkir að hefja formlega þarfagreiningu á mögulegri samnýtingu húsnæðis stofnana sveitarfélagsins til framtíðar og valkosta við uppbyggingu. Um er að ræða m.a. Tónlistarskóla, frístundastarfsemi, menningarhús, starfsemi stjórnsýslu sveitarfélagsins og fleiri stofnana. Mannvirkja- og umhverfissvið leiði verkefnið í samráði við bæjarstjóra og bæjarráð og geti einnig kallað til lykilstarfsmenn stofnana í vinnuferlinu. Afurð vinnunnar liggi fyrir í apríl 2026 og verði í formi skýrslu með valkostum um mögulega samnýtingu húsnæðis og staðsetninga. Gert er ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun 2026.
Samþykkt
6. 2512092 - Umgjörð og rekstur Sorpstöðvar Suðurlands - aðkoma SASS
Tekinn er sérstaklega fyrir liður 4. í fundargerð stjórnar Samtaka Sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) frá 5. desember 2025 vegna breytinga á umgjörð og rekstri SOS sem þarfnast aðkomu SASS.
Á aðalfundi SOS 24. október sl. var samþykkt að hefja undirbúning að breytingum á rekstri og starfsemi SOS þar sem daglegur rekstur og faglegt starf SOS yrði falið SASSS á grundvelli samning þess efnis.
Lagt er til að bæjarráð að samþykkja fyrir sitt leyti aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi ályktanir aðalfundar SOS og fyrirliggjandi samningsdrög og að vísa erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingar á umgjörð og rekstri SOS og aðkomu SASS að verkefninu í samræmi við fyrirliggjandi gögn Bæjarráð vísar erindinu til fullnaðarafgreiðslu í bæjarstjórn.
Samþykkt
631. fundargerð SASS_051225_undirrituð.pdf
Aðalfundargerð SOS 2025.pdf
Erindi til stjórnar SASS.pdf
7. 21044712 - Ný Ölfusárbrú
Viðaukasamningur nr. 1 sem barst með tölvupósti frá Vegagerðinni 4. desember við Sveitarfélagið Árborg - Stálbogaundirgöng undir Hringveg í Hellismýri ásamt kostnaðaráætlun.
Bæjarráð samþykkir viðaukasamning nr. 1 sem fjallar um Stálbogaundirgöng undir Hringveg í Hellismýri milli stöðva 49.180 - 49.190 og veitir Braga Bjarnasyni, kt. 250481-5359, fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita samninginn f.h. Sveitarfélagsins Árborgar.
Samþykkt
22198-OLF-VEG-270-D999-A (ID 490197).pdf
8. 2512026 - Laxastofn á vatnasvæði Ölfusár-Hvítár 2025
Erindi frá Veiðifélagi Árnesinga, dags. 27. nóvember með upplýsingum um seiðaþéttleikaniðurstöður Hafrannsóknarstofnunar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.
Lagt fram til kynningar. 
Kynning á seiðaþéttleikaniðurstöðum Hafrannsóknarstofnunar á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár.pdf
9. 2512099 - Samráðsgátt - endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56-2025
Erindi frá innviðaráðuneytinu dags. 5. desember, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. nr. S-424/2025. Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025þ Umsagnarfrestur er til og með 16. desember nk.
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð vísar erindinu til skoðunar á stjórnsýslu- og fjármálasviði.
Tölvupóstur - Boð um þátttöku í samráði Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 562025.pdf
Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 562025.pdf
Reglugerð m. skýringum.pdf
Reglugerð hrein.pdf
2.b Reglugerð um jöfnunarframlög m. skýringum.pdf
2.a Reglugerð um jöfnunarframlög hreint.pdf
10. 2512102 - Samráðsgátt - Áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026
Erindi frá landskjörstjórn, dags. 8. desember, þar sem vakin er athygli á áformum um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026 sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnafrestur er til 12. desember.
Lagt fram til kynningar.
Tölvupóstur - Áform um lagasetningu vegna sveitarstjórnarkosninga í Grindavík 2026.pdf
Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosnina.pdf
Mat á áhrifum lagasetningar - áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna sveitarstjórnarkosnina.pdf
11. 2512070 - Styrkbeiðni - Skólahreysti 2026
Erindi frá Hreysti ehf. dags. 4. desember, þar sem óskað er eftir styrk kr. 250.000 kr. vegna Skólahreystis 2026.
Bæjarráð þakkar fyrir erindið en getur því miður ekki orðið við beiðninni.
Hafnað
Ósk um styrk Skólahreysti .pdf
Fundargerðir
12. 2511023F - Velferðarnefnd - 22
22. fundur haldinn 2. desember.
Fundargerðir til kynningar
13. 2501215 - Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands 2025
250. fundur haldinn 2. desember.
Lagt fram til kynningar.
250_fundur_fundargerd.pdf
14. 2501349 - Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2025
89. fundur haldinn 3. nóvember.
Reglur Bergrisans um notendasamninga, lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.
89. stjórnarfundur Bergrisans.pdf
Reglur Bergrisans um notendasamninga.pdf
15. 2502030 - Fundargerðir stjórnar SASS 2025
630. fundur haldinn 7. nóvember.
631. fundur haldinn 5. desember.

Lagt fram til kynningar.
630. fundargerð SASS_071125.pdf
631. fundargerð SASS_051225_undirrituð.pdf
16. 2301114 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2023 - 2026
Aðalfundur SOS haldinn 24. október.
340. fundur haldinn 2. desember.

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð aðalfundur SOS 2025 24.10.2025.pdf
Fundargerð SOS 02.12.2025.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica