Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 126

Haldinn í Suðursal, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, Selfossi,
30.09.2021 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Eggert Valur Guðmundsson formaður, S-lista,
Gunnar Egilsson bæjarfulltrúi, D-lista,
Ari Már Ólafsson varamaður, M-lista,
Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2109347 - Akraland - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lágspennustrengja
Tillaga frá 77. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 22. september, liður 10. Akraland - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lágspennustrengja.

Þórir Tryggvason f.h. RARIK ohf. kt. 520269-2669, sótti um framkvæmdaleyfi til lagningu tveggja lágspennustrengja úr nýrri spennistöð við Suðurhóla inn Akraland að götuskáp G141 skv. meðfylgjandi gögnum.

Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að
framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi til lagningu tveggja lágspennustrengja úr nýrri spennistöð við Suðurhóla inn Akraland að götuskáp G141 skv. meðfylgjandi gögnum.
RARIK-Akraland-Afnotaleyfi.pdf
2. 2108246 - Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu kalt vatn
Tillaga frá 77. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 22. september sl. liður 12. Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir borholu kalt vatn.
Erindið var áður tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 25. ágúst 2021, þar sem afgreiðslu var frestað. Um var að ræða umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borun á kaldavatnsholu í landi Hellis, ln. 161793.

Framkvæmdaleyfisumsókn var kynnt fyrir eigna- og veitunefnd á 49. fundi nefndarinnar, þann 25. ágúst 2021 og engar athugasemdir gerðar.

Því lagði skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn yrði samþykkt.

Bæjarráðs samþykkir að veita framkvæmdaleyfi fyrir borun á kaldavatnsholu í landi Hellis, ln. 161793.
3. 2109396 - Styrkbeiðni - Landsmót hestamanna 2022
Erindi frá Rangárbökkum ehf, dags. 22. september, þar sem óskað var eftir styrk kr. 500.000,- vegna Landsmóts hestamanna sem haldið verður á Ragnárbökkum 4. - 10. júlí 2022.
Bæjarráð vísar erindinu til frekari skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022.
Bréf til sveitarstjórnar Sveitarfélagið Árborg.pdf
4. 2107104 - Rekstrarleyfisumsögn - Risið - Brúarstræti 2
Erindi frá Sýslumanninum á Suðurlandi, dags. 16. júlí, þar sem óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki III krá. Umsækjandi er Friðriksgáfa ehf.

Áður frestað á 120. fundi bæjarráðs.

Afgreiðsla byggingarfulltrúa frá 27. september:
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa númer 70 var tekið fyrir umsagnarbeiðni vegna Ris á Brúarstræti 2, þar sem að öryggis- eða lokaúttekt hafði ekki farið fram þurftum við að fresta málinu.
Nú hefur öryggisúttekt farið fram og stóðst hún kröfur byggingarreglugerðarinnar. Þar með mun byggingarfulltrúi gefa jákvæða umsögn.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við að rekstrarleyfi verði veitt Friðriksgáfu ehf. til sölu veitinga í flokki III að Brúarstræti 2.
5. 1710065 - Vinnuslys - slysabætur fyrir JJ
Á 124. fundi bæjarráðs var óskað eftir minnisblaði með skýringum á uppgjöri tryggingafélagsins, skilmálum þeirra trygginga sem um ræðir og hlutdeild sveitarfélagsins í greiðslunni áður en tekin yrði endanleg afstaða til málsins.

Minnisblað lögfræðideildar.

Bæjarráð samþykkir greiðslu bóta vegna þess tjóns starfsmannsins sem upplýst hefur verið um. Jafnframt óskar bæjarráð eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á hugsanlegri málshöfðun gegn tryggingarfélaginu á grunni þeirra trygginga sem sveitarfélagið hafði á þeim tíma sem tjónið varð.
6. 2109141 - Stóra-Sandvík 5 - Umsókn um stofnun nýrrar landspildu
Tillaga frá 77. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 22. september, liður 1. Stóra-Sandvík 5 - Umsókn um stofnun nýrrar landspildu. Hannes Jóhannsson, þinglýstur eigandi Stóru-Sandvíkur 5, L166212, lagði fram umsókn um stofnun 1,0 ha. spildu úr landinu skv. meðfylgjandi gögnum. Óskað var eftir því að heiti nýrrar spildu yrði Stóra-Sandvík 5A.

Skipulags- og byggingarnefnd gerði ekki athugasemd við landskiptin og heitið á spildunni.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að landskiptin verði samþykkt ásamt heitinu á spildunni.
Uppdr´ttur af stærð og hnitum spildu. (ófullnægjandi uppdráttur).pdf
Loftmynd.pdf
Stóra-Sandvik1 afstöðumynd.pdf
7. 2109087 - Hólar L165547 - Deiliskipulag fyrir svínabú
Erindi frá eigendum Tungu í Flóahreppi, vegna skipulagslýsingar fyrir svínabú á Hólum í Árborg.
Bæjarráð vísar umsögn eigenda Tungu í Flóahreppi til úrvinnslu hjá skipulagsfulltrúa Árborgar.
Mál 2109087 Svínabú athugasemdir frá Tungu_2.pdf
8. 2109473 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - verðmat á landi og landskipti
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista þar sem óskar var eftir að fá afhent verðmat á landi sem fyrirhugað var að sveitarfélagið taki við úr landi Dísarstaða við hesthúsahverfið á Selfossi í skiptum fyrir Tjarnarlæk.
Bæjarráð óskar eftir að verðmat liggi fyrir næsta fundi bæjarráðs.
Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa D-lista - verðmat á landi og landskipti .pdf
9. 2109474 - Vinnuhópur um stöðuleyfi
Tillaga frá bæjarstjóra um að stofnaður verði vinnuhópur um stöðuleyfi sem hefði það hlutverk að skilgreina viðfangsefnið betur og koma með tillögur að reglum, gjaldskrá, skráningu og eftirfylgni að því er varðar gáma og sambærilega lausafjármuni.
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði vinnuhópur um stöðuleyfi sem hafi það
hlutverk að skilgreina viðfangsefnið betur og koma með tillögur að reglum, gjaldskrá,
skráningu og eftirfylgni að því er varðar gáma og sambærilega lausafjármuni.

Hópinn skipi formaður skipulags- og byggingarnefndar, formaður
umhverfisnefndar, bæjarráðsfulltrúi minnihluta og að með hópnum starfi starfsmenn
sveitarfélagsins, þau Anton Kári Halldórsson skipulagsfulltrúi, Sveinn Pálsson
byggingarfulltrúi, Sigríður Vilhjálmsdóttur lögmaður og Sigríður M. Björgvinsdóttir
verkefnisstjóri stafrænnar þróunar.

Formaður skipulags- og byggingarnefndar kalli saman fyrsta fund hópsins og hópurinn skili sínum tillögum fyrir 15. janúar 2022.
Tillaga að vinnuhóp um stöðuleyfi.pdf
10. 2109476 - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál
Bæjarráð Árborgar skorar á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir fullri viðurkenningu ríkisvaldsins á leikskólastiginu sem menntastofnun með því að ríkisvaldið skilgreini sveitarfélögum tekjustofn til að standa straum af kostnaði við rekstur leikskóla frá lokum fæðingarorlofs. Jafnframt þarf að tryggja leiðir til að fjármagna þjónustu við fötluð börn á leikskólum og þau börn sem hafa annað móðurmál en íslensku, t.d. með jöfnunarframlögum.
Að sama skapi skorar bæjarráð á nýja ríkisstjórn Íslands að taka frumkvæði í þessu verkefni.
Nú er svo komið að ríkið hefur á Alþingi samþykkt að fæðingar- og foreldraorlof skuli vera tólf mánuðir. Augljóst er nýja fæðingarorlofið leysir ekki vanda nýbakaðra foreldra nema þau eigi kost á leikskólaplássi eða þjónustu dagmóður þegar þessum tólf mánuðum er lokið.
Óskir foreldra liggja ljósar fyrir og það er almenn krafa að í íslenskum nútíma fái þeir að njóta fæðingarorlofs og getið eftir það hugað að persónulegri þróun í starfi eða námi, án þess að þurfa að hafa verulegar áhyggjur af fjármálum og velferð barnsins. Það hlýtur að vera vilji ríkisins, líkt og sveitarfélaga, að uppfylla þessar þarfir foreldra í landinu.
Fram til þessa hafa sveitarfélög á eigin spýtur byggt upp og fjármagnað leikskólastigið án þess að skilgreindir hafi verið tekjustofnar í verkefnið. Þróun samfélagsins hefur á þeim tíma leitt til aukinna krafna um gæði uppeldismenntunar barna á leikskólum auk þess sem þörfin fyrir leikskólavist nær til sífellt yngri barna. Því til viðbótar er það almenn og skiljanleg krafa samfélagsins að brúað verði bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði einmitt áherslu á þetta mál fyrir ári síðan í umsögn sinni um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof.
Sveitarfélög eru í ólíkum færum með að fjármagna rekstur leikskóla. Hjá einhverjum þeirra bitnar fjármögnun leikskólastigsins þar af leiðandi á annarri þjónustu eða viðhaldsverkefnum sveitarfélags. Það er alger undantekning ef sveitarfélög hafa svo rúma tekjustofna að þau getið með einföldum hætti boðið upp á þjónustu leikskóla frá 12 mánaða aldri. Þörfin er engu að síður brýn.
Ályktun bæjarráðs um leikskólamál.pdf
11. 2108276 - Lækkun á hámarkshraða við Eyrarbakkaveg
Tillaga frá bæjarráði um lækkun á hámarkshraða við Eyrarbakkaveg.
Umferðaröryggi við Eyrarbakkaveg mun aukast umtalsvert við færslu vegtengingar að hesthúsasvæðinu við Eyrarbakka og sameiginlegra aðgerða sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar í því sambandi á komandi ári, en bæjarráð ályktaði um málið þann 26. ágúst síðastliðinn.
Á meðan beðið er þessara úrbóta er hættan hinsvegar enn fyrir hendi. Bæjarráð Svf. Árborgar beinir af þessum sökum þeim tilmælum til Vegagerðinnar að hámarkshraði á þeim kafla Eyrarbakkavegar sem liggur meðfram Eyrarbakka verði lækkaður í 70 kílómetra hraða svo fljótt sem verða má. Slíkt er algeng ráðstöfun víða um land þar sem ekið er í nálægð við byggðir.
Lækkun á hámarskhraða á Eyrarbakkavegi.pdf
12. 21041446 - Fundartími bæjarstjórnar og bæjarráðs 2021
Fundur bæjarráðs fellur niður næsta fimmtudag vegna fjármálaráðstefnu. Næsti fundur ráðsins verður því 14. október næstkomandi.
Fundargerðir
13. 2109013F - Skipulags og byggingarnefnd - 77
77. fundur haldinn 22. september.
Fundargerðir til kynningar
14. 2109282 - Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Suðurlands 2021
Aðalfundur haldinn 12. maí.
1. fundur haldinn 7. júní.
2. fundur haldinn 14. júní.

Lagt fram til kynningar.
1.stjórnarfundurMSS_7.6.2021_fundargerð.pdf
2.stjórnarfundurMSS_14.6.2021_fundargerð.pdf
AðalfundurMSS 12.05.2021_fundargerð.pdf
15. 2102005 - Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2021
304. fundur haldinn 24. ágúst.
305. fundur haldinn 21. september.

Lagt fram til kynningar.
304. stjf. SOS 240821.pdf
305. stjf. SOS 210921.pdf
16. 2005088 - Fundargerðir BÁ 2020-2021
14. fundur haldinn 3. febrúar
15. fundur haldinn 13. apríl
16. fundur haldinn 12. maí
17. fundur haldinn 17. maí
18. fundur haldinn 3. júní
19. fundur haldinn 23. september

Lagt fram til kynningar.
14stjórn 03.02.21.pdf
15stjórn 13.4.21.pdf
16stjórn 12.5.21.pdf
17stjórn 17.5.21.pdf
18stjórn 3.6.21.pdf
19stjórn 23.9.21.pdf
17. 2102216 - Fundargerðir Héraðsnefndar Árnessýslu 2021
33. fundur framkvæmdastjórnar haldinn 7. september.
Lagt fram til kynningar.
33. fundur framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga (2).pdf
18. 2103023 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
901. fundur haldinn 24. september.
Lagt fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 901.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:12 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica