Athugið

Bæjarstjórnarfundur í beinni útsendingu


Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulags og byggingarnefnd - 4

Haldinn að Austurvegi 67, Selfossi,
17.08.2022 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Bragi Bjarnason formaður, D-lista,
Ari B. Thorarensen nefndarmaður, D-lista,
Rebekka Guðmundsdóttir nefndarmaður, D-lista,
Björgvin Guðni Sigurðsson nefndarmaður, S-lista,
Axel Sigurðsson nefndarmaður, Á-lista,
Matthías Bjarnason áheyrnarfulltrúi, B-lista,
Sveinn Pálsson byggingafulltrúi, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson, Skipulagsfulltrúi
Rebekka Guðmundsdóttir tók þátt í fundi gegnum fjarfundarbúnað.


Dagskrá: 
Almenn afgreiðslumál
1. 2109308 - Deiliskipulagstillaga - Austurvegur Vallholt
Oddur Hermannson og Svanhildur Gunnlaugsdóttir frá Landform kynna stöðu deiliskipulags fyrir skipulags- og byggingarnefnd.
Til kynningar.
Samþykkt
2. 2206093 - Víkurheiði II-Deiliskipulag
Kynning á fyrirhugaðri deiliskipulagsvinnu á svæði sunnan við núverandi Víkurheiði, á Selfossi.
Til kynningar.
Samþykkt
3. 2207194 - Hásteinsvegur 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Vísað til skipulags- og byggingarnefndar frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 10.8.2022:
Sæmundur Eiríksson hönnunarstjóri f.h. Stefáns Geirs Stefánssonar sækir um byggingarheimild til að
byggja bílgeymslu 59,5m2 og 199,3 m3 - Skrá geymslu/garðhús 26,2 m2 og 60,9m2 - Endurnýja utanhússklæðningu íbúðarhúss með aluzink-klæðningu í stað timburs.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Deiliskipulag hefur ekki verið gert.
Bókun: Vísað til skipulagsnefndar og Selfossveitna.



Eigendur mannvirkja við Hásteinsveg 16,18,20,24 og 26 hafa skrifað nafn sitt á uppdrátt, til samþykkis fyrir framkvæmdinni. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin.
Samþykkt
4. 2208115 - Efnistaka á Mýrdalssandi - Umhverfismatsskýrsla. Umsögn um mat á umhverfisáhrifum
Sigurður Ásbjörnsson f.h. Skipulagsstofnunar hefur í tölvupósti dags. 11.8.2022 óskað eftir umsögn sveitarfélagsins Árborg á umhverfismatsskýrslu (Mat á umhverfisáhrifum), frá fyrirtækinu EP Power Minerals, vegna fyrirhugaðrar efnistöku á Mýrdalssandi. Skýrslan er aðgengileg og til kynningar á heimasíðu Skipulagsstofnunar.
Óskað er eftir að umsagnir berist fyrir 26.september 2022.
"Fyrirtækið EP Power Minerals, hér eftir nefnt EPPM til styttingar, hyggur á efnistöku á vikri á Mýrdalssandi austan og suðaustan við Hafursey, svokallaðri Háöldu. Vikurinn verður fluttur út til Evrópu, og mögulega NAmeríku, þar sem hann verður notaður sem íblöndunarefni í framleiðslu á sementi. Vikrinum verður keyrt til Þorlákshafnar þar sem hann er settur um borð í skip sem siglir með hann til sementsframleiðenda, aðallega í Evrópu. Vikrinum er ætlað að koma í stað kolaösku (e. coal fly ash) úr kolaorkuverum sem notuð hefur verið sem íblöndunarefni í sement um áraraðir. Fyrirhugað efnistökusvæði er 15,5 km2 að flatarmáli og benda jarðfræðirannsóknir til þess að auðvinnanlegur vikur innan þess svæðis sé um 146 milljónir m3 . Fyrirhugað er að taka 286 þús m3 af efni fyrsta árið en að fimm árum liðnum verði búið að auka efnistökuna upp í 1,43 milljón m3 (1 milljón tonn) á ári og er stefnt að því að halda þeim afköstum eftir það. Miðað við þær áætlanir ætti vikurlagið á Mýrdalssandi austan og suðaustan Hafurseyjar að duga til efnistöku í rúmlega 100 ár. Um er að ræða efnistöku og haugsetningu sem nemur meira magni en 500.000 m3 og er á svæði sem er stærra en 25 ha. Samkvæmt lögum um umhverfismat framkvæmda fellur framkvæmdin því undir flokk A, þ.e. framkvæmd sem ávallt er háð umhverfismati, með vísan í tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna."


Umhverfismatsskýrslan lögð fram til kynningar.
Frestað
5. 2208116 - Árvegur 1. HSU - Breyting á gildandi deiliskipulagi
Sigríður Magnúsdóttir Teiknistofunni Tröð, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Árveg 1, á Selfossi. Breytingin er tilkomin vegna áforma um stækkun á húsnæði HSU.
Umfang væntanlegrar stækkunar er meira en núverandi heimildir í gildandi deiliskipulagi.
Óskað er eftir breytingu sem felur í sér auknar byggingarheimildir og rýmri byggingarreit, skv. meðfylgjandi uppdrætti.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga.
Samþykkt
6. 2208127 - Skógarflöt DSK br. - Skógarflöt L203345 (Byggðarhorn 9.)
Guðjón Þórir Sigfússon f.h. landeiganda, leggur fram tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Skógarflöt L203245. Breytingin felur í sér að stofnuð verði ný lóð, og skilgreindur byggingarreitur auk byggingarheimilda fyrir íbúðarhúsi, allt að 300m2, bifreiða- og vélageymslu, allt að 250m2 og hesthúsi allt að 200m2. Nýtingarhlutfall að 0,15. Mesta þakhæð allt að 8,0m. Þakhalli 0-45 gráður. Sömu skilmálar gilda fyrir núverandi lóð.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og leggur til við bæjarstjórn Árborgar að samþykkja tillöguna í samræmi við ofangreinda lagagrein skipulagslaga, og að hún verði auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga.
Samþykkt
7. 2207196 - Eyrargata Eyrabakka- Umsókn um framkvæmdaleyfi. (endurnýjun yfirborðs götu)
Mál áður á dagskrá 27.7.2022:
María Dís Ásgeirsdóttir f.h. Mannvirkja- og umhverfissviðs Árborgar óskar eftir framkvæmdaleyfi til að rífa af og endurnýja malbik á um 260m kafla Eyrargötu á Eyrarbakka, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Vegkaflinn afmarkast frá húsi nr.42, að vestan og austur að húsi nr. 49 við Eyrargötu.
Mannvirkja og Umhverfissvið mun fara yfir athugasemdir Skipulags- og byggingarnefndar frá fundi 27.7.2022, og skila inn uppfærðum gögnum, sem mæta athugasemdum.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir rif og endurmalbikun götu, og leggur til við Bæjarstjórn Árborgar að umsókn verði samþykkt, og skipulagsfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Samþykkt
Fundargerðir
8. 2207017F - Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 97. Til kynningar
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa nr.97, til kynningar.
Samþykkt
8.1. 2207260 - Eyravegur 51 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Guðmundur Hjaltason hönnunarstjóri f.h. Ásmundar Sigurðssonar (Icelandbus all kind of bus ehf) sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og útliti. Helstu stærðir verða 711,3 m² og 3.527,6 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.2. 2207319 - Suðurbraut 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Stefán Þ Ingólfsson hönnunarstjóri f.h. Betu Ásmundsdóttur sækir um leyfi til að byggja einbýlishús með innbyggðum bílskúr. Helstu stærðir eru 152,5 m2 og 635,4 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.


Niðurstaða þessa fundar
8.3. 2207194 - Hásteinsvegur 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sæmundur Eiríksson hönnunarstjóri f.h. Stefáns Geirs Stefánssonar sækir um byggingarheimild til að:
- Byggja bílgeymslu 59,5m2 og 199,3 m3
- Skrá geymslu/garðhús 26,2 m2 og 60,9m2
- Endurnýja utanhússklæðningu íbúðarhúss með aluzink-klæðningu í stað timburs.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Deiliskipulag hefur ekki verið gert.
Vísað til skipulagsnefndar og Selfossveitna.


Niðurstaða þessa fundar
8.4. 2205094 - Hásteinsvegur 46 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Ásdís Ingþórsdóttir hönnunarstjóri f.h. Bláhimins ehf. sækir um byggingarheimild til að stækka íbúðarhús um u.þ.b. 36 m2 og endurnýja glugga og klæðningar.
Málið var áður á 91. afgreiðslufundi og hefur verið grenndarkynnt. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við áformin.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1. Grenndarkynning hefur fraiðfram. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.5. 2203340 - Austurhólar 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarheimild
Gautur Þorsteinsson hönnunarstjóri f.h. Nova hf. sækir um leyfi til að reisa fjarskiptamastur. Fyrir liggur samþykki húsfélags.
Málið var áður rætt á 88. fundi og hefur fengið umfjöllun Skipulagsnefndar.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 1 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.6. 2207343 - Hulduhóll 35 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bent Larsen Fróðason f.h. Sverris Rúnarssonar til að byggja einbýlishús með bílageymslu. Helstu stærðir 173,5 m2 og 669,1 m3.
Framkvæmdin er í umfangsflokki 2 og er í samræmi við deiliskipulag. Gögn liggja fyrir skv. 2. mgr.2.4.1 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður gefið út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Yfirlýsingar byggingarstjóra og iðnmeistara um ábyrgð á viðkomandi framkvæmd
- Staðfesting á að byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafi verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.7. 2207275 - Byggðarhorn 173956 Umsókn um stöðuleyfi
Lilja Björk Andrésdóttir sækir um stöðuleyfi fyrir um 2 stk um 50 m2 hús sem fyrirhugað er að flytja á staðinn. Sótt er um leyfi frá 10.08.2022-10.08.2023.
Umsækjandi fyrirhugar að óska eftir skipulagsbreytingu á landinu í framhaldi af flutningi húsanna.
Heimild til að veita stöðuleyfi skv. gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð takmarkast við eftirfarandi:
a. Hjólhýsi, á tímabilinu frá 1. október til 1. maí.
b. Gáma, báta, torgsöluhús, frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings, og stór samkomutjöld.
Skv. deiliskipulagi er svæðið ætlað fyrir heilsársbyggð og ekki heimilt að reisa þar frístundahús.
Erindinu hafnað.

Niðurstaða þessa fundar
8.8. 2207329 - Smjördalir lóð 231226 - Tilkynning um smáhýsi veitna
Rarik ohf tilkynnir um uppsetningu smáhýsis. Helstu stærðir 7,7 m2 og 16,8 m3.
Framkvæmdin er háð byggingarheimild, er í umfangsflokki 1 og hefur fengið umfjöllun skipulagsnefndar. Gögn liggja fyrir skv. 2.3.7 gr. byggingarreglugerðar.
Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarheimild verður gefin út þegar eftirfarandi liggur fyrir:
- Aðaluppdrættir, leiðréttir og undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa.
- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og starfsábyrgðartryggingu.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.

Niðurstaða þessa fundar
8.9. 2207345 - Eyrarbraut 24 og 26 - Tilkynning um skjólgirðingu á lóðarmörkum
Lóðarhafar leggja fram samning um skjólgirðinu á lóðarmörkum, hæð 1,8 m.
Framkvæmdin fellur undir undanþáguákvæði byggingarreglugerðar gr. 2.3.5e.
Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemdir við áformin.

Niðurstaða þessa fundar
8.10. 2207333 - Gagnheiði 3 - Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Bílverk BÁ ehf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. óskar umsagnar vegna umsóknar Bílverks BÁ ehf. um endurnýjun á starfsleyfi fyrir bílaverkstæði með sprautun.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.11. 2207335 - Eyrarvegur 57 Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar starfsleyfis fyrir Fossdekk ehf
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. óskar umsagnar vegna umsóknar Fossdekks ehf.um endurnýjun á starfsleyfi fyrir hjólbarðaverkstæði og smurstöð.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.12. 2208007 - Austurvegur 22a - Umsagnarbeiðni vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Kurdo Kebab
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. óskar umsagnar vegna umsóknar Kurdo ehf. vegna reksturs Kebab veitingastaðar.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við útgáfu starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.13. 2208017 - Háeyrarvellir 56 - Umsagnarbeiðni vegna endurútgáfu starfsleyfis fyrir BES
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. óskar umsagnar vegna umsóknar Sveitarfélagsins Árborgar vegna endurnýjunar á starfsleyfi grunnskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar
8.14. 2208018 - Eyrarbraut 2 - Umsagnarbeiðni vegna endurútgáfu starfsleyfis til reksturs frístundaheimilisins Stjörnusteina
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. óskar umsagnar vegna umsóknar Sveitarfélagsins Árborgar vegna endurnýjunar á starfsleyfi frístundar á Stjörnusteinum á Stokkseyri.
Byggingarfulltrúi staðfestir að starfsemin samræmist skipulagi og samþykktri notkun fasteignarinnar og gerir ekki athugasemdir við endurnýjun starfsleyfis.

Niðurstaða þessa fundar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:40 

Til baka Prenta

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir.

Sjá eldri fundargerðir
Þetta vefsvæði byggir á Eplica